Tuesday, December 25, 2007

Til hamingju með jólin.

Elskulegu vinir og skátar.

Gleðileg jól og kærar kveðjur til fjölskyldna ykkar. Vonandi hafið þið það gott um hátíðirnar. Hlakka til hitta ykkur aftur.

Kær kveðja,
Aðalsteinn Þorvaldsson

Sunday, December 23, 2007

Friday, December 21, 2007





Myndir úr SOVÉT.

Nokkrar myndir úr SOVÉT útilegunni. Gaman væri ef fleirri myndir færu inn á vefinn og svo þarf ég að fá kópíur frá öllum sem fara inn á Ægisbúavefinn. Þar eru myndir félagsins opinberlega geymdar.

En nóg af froðusnakki og beint í myndir frá SOVÉT.

Tuesday, December 18, 2007

SOVÉT

Miðvikudaginn 19. desember.
Húsið opnar kl. 20.00

Allir að koma með 1500,- kr. (16,5 Evrur) með sér til óskilgreindrar eyðslu enn sem komið er.
Katla kemur með vidjó-upptökuvél og handrit að stuttmynd sem verður tekin upp á SOVÉT.
Allir koma með uppáhalds bíómyndina sína í næturgláp, verður valið úr um kvöldið.

Katla heimtar að fá jólapakka þannig að allir þurfa að koma með jólapakka í óvissujólapakkaleikinn hennar. Andvirði pakkans á að vera um 500,- kr. (5,5 Evrur) og ekkert ljótt eða styttur (Sif!).

Nammi og gos leyfilegt samkvæmt reglu 4.1.1.3 í "Lögum og reglum skátafélagsins Ægisbúa um sælgæti og sykraða drykki". Vek athygli sérstaklega á grein 4.1.2. og undirgreinum, sem og grein 4.1.3. og undirgreinum í fyrrgreindum lögum. Hægt er að nálgast lagabálkin hér.

Útbúnaður:
Svefnpoki
Þægileg föt
Snyrtibudda.
Morgunmatur eða nenna að hlaupa úti bakarí um morguninn.


Thursday, December 13, 2007

Hjálparstarfið, aðstoð ykkar / SOVÉT

Á mánudaginn síðasta dróg ég upp eftirfarandi lista með dagsetningum og sjálfboðaliðum. Nánari tíma- og staðsetningar koma von bráðar. En ykkur til upplýsingar þá fer mataruthlutunin fram á sama stað og síðast. Klútur er skylda í þessu verkefni. Svo og að taka myndir.

Þriðjudaginn 18. des. (mæta e. hádegi ef ég man rétt)
Laufey
Sif
Snædís
Bryndís
Hildur
Kristín María
Guðrún J. fer fyrir hópnum.

Miðvikudagurinn 19. des.
Allir.

Fimmtudagurinn 20. des. (mæting e. hádegi)
Sif
Laufey
Snædís
Bryndís
Kristín María
Guðrún J. fer fyrir hópnum.

Föstudagurinn 14. des. fer eftir því hvað Guðrún J. getur gert.
Föstudagurinn 21. des. er ykkar ákvörðun.

Þið sem gátuð ekki svarað á mánudaginn síðasta eða eruð ekki á lista af einhverjum sökum getið vel tekið þátt ef þið hafið tíma. Hafið samband við Guðrúnu J.

SOVÉT
Mér skilst að Viðeyjarsveit ætli að halda SOVÉT-útilegu í heimilinu 28. desember. Egill, Bjarni o.fl. eru að skipuleggja þetta. Spurningin er því, viljið þið og er ástæða til að halda sér-SOVÉT þann 19. des.
19. des. er miðvikudagur og það þýðir að frístundaheimilið er í húsinu daginn eftir. Ergó, sofið í flokkaherbergjunum og þrifastuðullinn er mjög hár (ekki að hann væri lægri ef ekkert frístundaheimili bara meiri pressa). Ég hef þegar rætt við Bjarna Pál og hann er til í að hafa næturgæsluna að öllu óbreyttu.

Notið commentkerfið til að gefa álit og kosningu.

Kv. Sveitarfólið.

Wednesday, December 5, 2007

afmæli afmæli

hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Addi
hann á afmæli í dag

hann er *hóst'* ára í dag
hann er *hóst* ára í dag
hann er *hóst* ára hann Addi
hann er *hóst* ára í dag

jeijjjj innilega til hamingju með daginn Addi minn og lika allir hinir 9 sem eiga afmæli í dag, bara aðeins of margir í dag

kv afmælisdagbókin

Sunday, December 2, 2007

Laser Tag á mánudagskvöld.

Fáum frábært verð í Laser Tag eða 750,- (ca. 8,3 Evrur) á mann. En það er mjög mikilvægt að allir mæti þar sem verðið miðar við 15 manns að leika. Laser Tag byrjar kl. 20.30 en mæting í skátaheimili er kl. 19.30.
Bannað að klikka og mæta ekki er ekki í boði.

Wednesday, November 28, 2007

Lok afmælisársins og næsti fundur (3. des)

Lok afmælisársins.
Næsta sunnudag, þann 2. desember ætla skátar að ljúka 100 ára afmælisárinu. Ætlunin er að kveikja á 100 kyndlum í kringum styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Ég vil að þið mætið öll í skátabúning.
Mæting er kl. 19.10 við Landssímahúsið og við erum búinn kl. 20.00. Gjörið svo vel að láta mig vita hvort þið komist eða ekki.

Næsti fundur (3. des)
Laser Tag fundur, mæting kl. 19.30 í skátaheimili, stundvíslega.
Snædís sér um að panta og lætur sveitarforingja vita hvað kostar.
Heimir talar við föður sinn um að skutla okkur.
Kristín María talar við föður sinn um að skutla okkur.
Látið vita ef farið er að bregðast.

Monday, November 19, 2007

Kannski bara Spoons & Loons.

Ferðasaga sveitarútilegu ds. Arna.
Torgeirsstöðum 16-18. nóvember 2007

Upphafið
Föstudagurinn rann upp og pabbi keyrði mig á traktornum uppí heimili. Þegar ég þusti út úr traktornum hitti ég Laufey og við lölluðum niður stigann að skátaheimilinu þar sem ég rykkti í hurðarhúninn en viti menn, það var LÆST! Aðalsteinn var ekki kominn en Gúrka kom skömmu seinna og sagði að bílinn hans Adda hefði bilað og hann kæmi von bráðar. Fólkið fór að týnast inn og loks kom Addi.

Útilegan hófst þegar Addi rétti Laufey strætómiða, stærtókort og Ragnheiði sjúkrapúða. Við hin fengum bláfjalla gæslu vestin frægu, smelltum bakpokunum á bakið og röltum sem leið lá útí strætóskýli. Skyndilega gólar Snædís: “STRÆTÓ ER AÐ KOMAAAAA” og hljóp að strætó í gönguskónum og vestinu og við hin á eftir. Inn í strætó náðum við og mér til mikillar hrellingar var strákur úr skólanum í strætónum, frekar kjánalegt. En þar hófst það: Pólskí og Normaðurinn komust í gírinn og áttu eftir að vera í honum sem eftir lifði helgar.

Á Hlemmi gerðist nákvæmlega það sama og áður! Snædís hljóp á eftir stærtó og barði hann í spað þar til hann stoppaði. Það varð frekar mikið vesen með skiptimiðana sem endaði þannig að ég rétti manninum reiknigsnúmerið hennar mömmu. Við sátum svo í strætó og höguðum okkur illa þangað til að við fórum út úr strætó í Norðlingaholti við Heiðmörk. Þar hófst ferðalagið að alvöru.

Villur vega.
Við hringdum í Adda og hann sagði að við ættum að finna grænt kort í sjúkrapúðanum og eftir að hafa gert dauðaleit að GRÆNU korti fundum við HVÍTT kort og byrjuðum að labba eftir því.

Fyrst löbbuðum við í algjöra vitleysu. Svo sáum við ógeðslegan skóg og það vantaði bara skiltið:

ÓGEÐSLEGUR SKÓGUR
INN HÉR

Við löbbuðum þar inn og gengum á tré og drauga og yfir vinnusvæði fullt af girðingum. Engum datt í hug að þessar girðingarnar væru til að halda okkur í burtu, nei..girðingar eru til að klifra yfir.

Við römbuðum inn að einhverjum sumarbústað og þar var næstum keyrt yfir okkur. Í þetta skipti var það ekki beltin bjarga heldur vestin. Við spurðum til vegar og lögðum svo af stað en stuttu eftir þessar uppákomur beiluðu Kristín og Rakel.

Fórum fullt af vitleysum og römbuðum loksins á réttan veg sem við héldum lengi vel að væri vitlaus og vorum næstum því búin að snúa við. Þetta var ferkar strembið og mikið um taugaveiklun þegar bílar nálguðust. Lamið var í skilti og öskrað rétt áður en við vorum hálfnuð á leið okkar kom maður á gráum bíl og spurði hvar skógræktin væri um klukkan 10 um kvöld. Frekar spúkí.

Ég hef aldrei verið jafn ánægð og þegar Snædís öskraði: „VIÐ ERUM KOMIN!“ Við hálf hlupum, hálf veltumst niður innkeyrsluna og upp tröppurnar og inní skála. Þar var ekkert hlýrra en úti.
Skálinn var rafmagnslaus, vatnslaus og með arni og gashitara. Ég hljóp í fangið á Gúrku og lét hana nudda mig, svaka gott. Fengum síðan ömmu kaffi og hökkuðum það aldeilis í okkur. Hlustuðum á tónlist og sungum smá og fórum síðan að lúra. Með orðum Aðalsteins eftir tveggja klukkustunda svefnundirbúning: “Þið voruð eins og hundar sem ganga tvo, þrjá hringi í bælinu sínu áður en þeir leggjast niður”

Spoons and Loons auk Djöfulskeiðarinnar Holgóma
Eldhúsfólkið vaknaði klukkan 07:55 og rauk frammúr bólinu og vakti alla aðra í leiðinni. Þegar morgunmaturinn var til átum við og átum eins og geðbrjálæðingar ( Loons ). Klukkan tíu vildi Addi fara út að leika skógarhöggsmenn en við vorum ekkert séstaklega æst í það og tókum góðan klukkutíma í það að koma okkur út. Hlustuðum á Bögsí Malón og Aqua á meðan.

Þegar við vorum loksins komin út áttum við að taka okkur verkfæri í hönd og elta Aðalstein sem ég tel að hafi verið að reyna að myrða okkur með kuldanum. Við eltum hann samt eins og (ó)hlýðnir hundar. Skárum út skeiðar og hjuggum tré eins og sannir skógarhöggsmenn. Þegar hendurnar á Rakel voru að detta af var ég búin með skeiðina mína og tók Rakel með mér heim í skála. Á eftir okkur kom Kristín María og við krýndum okkur arinmeistarana. Við náðum að kveikja uppí arninum eftir aðeins of margar og áhættusamar tilraunir sem endaði með því að Kristín kveikti næstum því í höndum á sér. Á meðan ég og Kristín hömuðust við að kveikja uppí köldum skálanum var Rakel að deyja í sófanum og fólkið að týnast inn. Allir nema Ragnheiður, Addi og Gúrka. Þau snéru aftur með Djöfulskeiðina Holgóma sem er álagaskeið. Hver sá sem borðar með henni mun eignast holgóma frumburð. Ég og Ragnheiður borðuðum báðar með henni og nú er bara að bíða og sjá.

Hádegismaturinn hófst um hálfþrjú leitið. Stafasúpa ala Hildur og Laufey. Snorri kom í skálann um það leyti og þar með var mat helgarinnar borgað því Snorri er náttúrulega sá eini sem kann eitthvað að elda. Við þrættum um hvernig ís Addi ætti að kaupa yfir hádegismatnum og Katla heimtaði paprikuost því eftir mat fór Aðalsteinn að kaupa meira í matinn og ná í vatn.

Rakel, Ragnheiður og Kristín byrjuðu þá að sýna fimleika. Við fórum í mandarínu boðhlaup, spiluðum og hlógum. Síðan var haldin mikil nauðganna samkoma og Katla var í þetta skiptið fórnarlamb sogbletta frá ýmsum. Svo kom Addi með matinn og Snorri, ég, Gauti og Tóti elduðum matinn. Ég skar laukinn útaf ég er svo hardcore og það komu engin tár ! Meðan allir aðrir voru að deyja. Við borðuðum matinn og svo var kvöldvaka og eftir hana sofnaði ég eiginlega í sófanum.

Sunday Blues (eins og alltaf)
Ég vaknaði klukkan 6 í miklu sjokki. Ég vissi ekkert hvar ég var og afhverju ég var ekki í buxum. Ég komst svo að því að ég var í sófanum og klæddi mig í buxurnar og skreið uppí til Kristínar og Rakelar sem voru víst Bryndís og Snædís. Ég vaknaði svo aftur um áttaleitið við að Addi stóð yfir okkur í öllu sínu veldi með ljós og lýsti á okkur, ég sofnaði svo aftur. Svo klukkan hálf 11 vaknaði Snædís og eftir það vöknuðu allir. Þá fór ég í náttfötin og kíkti svo inn til Gúrku og Adda en þau nenntu ekki að sofa lengur þannig að þau fóru á fætur.

Á meðan Addi gerði morgunmatinn til gólaði ég um allt hús að ég væri svöng. Svo allt í einu labbaði maður með hund uppá pallinn á húsinu og svo hvarf hann. Við borðuðum svo morgunmat og ég borðaði 12 flatkökur með hangikjöti útafþví að það var mér og Laufey að kenna að það var til svo mikið af hangikjöti. Ég borðaði síðan slatta af þurrum skonsum með smjöri.

Eftir morgunmat var pakkað og stuttu síðar lögðum við af stað. Pabbi Kristínar kom og sótti Kristínu, Ragnheiði og Rakel. Við hin lögðum á stað og tókum einhvern göngustíg. Þegar við vorum búin að labba í svona hálfa mínótu heyrðist í Heimi: “Ég er þreyttur” og þegar við vorum búin að labba svona 1/8 sögðust Snædís, Bryndís og Katla ætla að labba alla leið heim í Vesturbæ. Við hin héldum áfram að labba með þær svoldið á undan okkur. Þegar við komum að strætóskýlinu voru þær þar að borða og sögðust síðan bara hafa sagt þetta til að þurfa ekki að bíða eftir okkur. Á leiðinni tókst okkur bara að styggja einn hest og syngja fullt. Tókum síðan 19 útá hlemm og þar skildust leiðir okkar.

Græni Páfuglinn stóð fyrir sínu að sjálfsögðu og borðaði eins og villimaður með vasahníf kleinu og kanilsnúð og gaf Búffa lítið eftir enda borðuðum við mat fyrir 26 þús kall í útilegunni. Ég, Gauti, Heimir og Laufey tókum ellefuna og þar var strákur úr skólanum mínum. Þegar ég kom heim tók ég mig til og sofnaði. Talaði svo við Laufey og spömmuðum út sms á alla og enginn kom í sund nema Bryndís. Í sundi hittum við Egil og eitthvað fólk sem hann var með. Ég kaffærði Bryndísi og við fórum í bannað að snerta botninn leik. Skunduðum svo heim og þar með var útilegan búinn.

Takk fyrir helgina krakkar :)

Hildur Birna, a.k.a. Svarta Hondan og Græni Páfuglinn.

Sveitarútilega var á Torgeirsstöðum í Heiðmörk.


Takk fyrir geggjað góða útilegu. Myndir frá mér komnar á vefinn og vonandi komið þið með myndir frá ykkur á næsta fundi til að dæla inn á vefinn.

Friday, November 16, 2007

Sveitarútilega um helgina.

Mæting 18.30 við skátaheimilið.

Gjörið svo vel að skrá ykkur á www.skati.is Það er ekki til of mikils mælst að þið gerið það og það hjálpar mér mjög mikið. Ekki vera svona mikilir slóðar þið sem eigið það eftir!

Svo er stóra málið. Hvert eruð þið að fara? Er einhver búinn að átti sig á því?

Friday, November 9, 2007

Sveitarútilega Arna.

Loksins komið verð á herlegheitin. Gjaldið í útileguna er 3.500,- kr eða um 40 evrur. Það er allt innifalið fyrir utan persónulegan útbúnað eins og dýna, svefnpoki og föt. Vinsamlegast skráið ykkur á www.skati.is í útileguna.

Allir eiga að vera með bakpoka undir útbúnaðinn sinn og verða því að gæta hófs í þyngslum. Það er ekki hægt að komast að skálanum með ferðatöskur á hjólum. Ef þið eigið ekki bakpoka þá verðið þið að redda ykkur slíkum, fá lánað hjá góðhjörtuðum ættingjum eða vinum. Jafnframt verða allir að koma með eigin skál og bolla.

Ítarlegur útbúnaðarlisti verður gefin út og dreift á næsta fundi.

Tuesday, October 30, 2007

Deildarfundurinn 29. okt.

Takk fyrir seinast.

Deildarfundurinn tókst með prýði. Ernirnir mættu seint og áttu ekkert í Albatross. Það var sérlega ánægjulegt að sjá Ernina engjast yfir óþekkt Albatross-liða. Veitingarnar voru frábærar og ég vil þakka Snorra, Gauta og Kristínu sérstaklega fyrir góðar veitingar.

Að öðru, Ernir þurfa að koma með á næsta fund (5. nóv)

  • Vinnuvettlinga.
  • Hníf.
  • Svar: Kem í útilegu eða kem ekki í útilegu.

Sjáumst hress og kát þá.

Monday, October 22, 2007

Friday, October 19, 2007

2. nóvember Skátahátíð í Fífunni.

Sæl öll

Þurfum að ræða hvort, hvernig og hverjir ætla að taka þátt í að stýra póstum fyrir almenning á skátahátíðinni í Fífunni á næsta fundi. Verð með frekari upplýsingar þá.

Góða skemmtun á Smiðjudögum.

Kv. AÞ

Wednesday, October 17, 2007

Tilkynning varðandi leikhúsferð 26. október á Leg.

Ragnheiður Freyja sem er sérlegur umsjónarmaður Arna í leikhúsferð á Leg þann 26. október biður alla sem ætla sér að koma með að hafa beint samband við hana. Það verður að panta miða mjög bráðlega og því er tíminn naumur.

Ragnheiður: thisisrfg(hjá)gmail.com eða í síma 695-0893

Kv. AÞ

Tuesday, October 16, 2007

Foringjaráðsfundur Ægisbúa 18. okt.

Fulltrúar Arna á fundinn eru Snorri Steinn og Laufey. Fundurinn er á fimmtudaginn (18. okt) kl. 20.00-21.30 í Ægisbúð. Vinsamlegast boðið forföll.

Kv. Sveitarfólið

Monday, October 15, 2007

Fundurinn í kvöld 15. okt og Vesturgarðsverkefnið.

Ég kemst ekki í kvöld vegna vinnunnar. GB verður með fundinn í staðinn. Gangi ykkur vel.

Snorri er með upplýsingar um Vesturgarðsverkefnið. Hafið samband við hann.

Þið skiptuð ykkur á mánudaga og fimmtudaga á eftirfarandi hátt.

Mánudagar kl. 15.00:
Kristín M., Ragnheiður, Snorri, Heimir, Katla og Bryndís.

Fimmtudagar kl. 16.oo:
Gauti, Sif, Hildur, Þorvaldur og Laufey.

Snædís er þarna inni líka en veit ekki hvar.
Rakel var ekki búinn að segja til með þátttöku sína.

Kv. AÞ

Friday, October 12, 2007

Staðan á tiltektarverkefni við Vesturgarð.

Snorri Steinn hefur gert sitt ýtrasta til að koma sér í samband við þann sem ræður þessu þar á bæ. Það hefur ekki tekist sem skildi en Snorri Steinn heldur áfram tilraunum sínum og allir ættu að sýna biðlund og þolinmæði þar sem þetta er staða sem hvorki ég né Snorri höfum vald yfir. Um leið og upplýsingar berast þá verða þær birtar hér og haft samband.



Góðar stundir.

Wednesday, October 10, 2007

Tuesday, October 9, 2007

halló kallo bimbó




hæ ég var víst búin að lofa að sýna ykkur mynd af Afriku köppunum mínum svo ég er með aðra myndina hérna en á því miður enga mynd af okkur saman en hér er Rama minn 1,53 á hæð gaur er hann ekki heitur nammi namm
reyni að plögga mynd af Bin ég á eina var ekkert með myndavelina uppi alltaf sko sorry á þessum myndaskorti en þá fáiði allavega að sjá kjeppann


Dagskrá Arna.

Kíkið á dagskrársíðuna, hlekkur hér til hægri. Er búinn að skrifa fullt.

Er þetta boðlegt?

Monday, October 8, 2007

Örferðasaga félagsútilegu.

Burt.
Dimmt.
Skoða, sofna, vakna.
Öskra, hlaupa, garga.
Eldur, sögur, vígsla.
Hlægja, syngja, dansa.
Sofna, vakna.
Heim.

Friday, October 5, 2007


Friday, September 28, 2007

Afar fagrir Ds. Ernir.



















Myndir sem maður nokkur að nafni Thomas Humery tók í sumar af nokkrum Ds. Örnum. Stundum er sagt að fegurðin komi innan frá en í þessu tilfelli er hún án vafa ytra byrðið.

Tuesday, September 18, 2007

Ds. Ernir fundur þann 17. sept.

Góður fundur í gærkvöldi.

Ræddum um hvað við ætlum að gera og mér finnst sveitin hafa tekið vel á þessu og sé setja sér flott og góð markmið í starfinu. Þakka fyrir það hvað allir eru áhugasamir um það að koma sem mest að starfinu með fullri þátttöku, hugmyndum og tillögum. Nokkrir fengu frekari verkefni við að kanna eitt og annað fyrir sveitina.
Við tökum fyrir dagsetningar á næsta fundi fyrir útilegur og annað.

Tókum fyrir skátalögin, afar skemmtileg keppni og það kom mér mest á óvart hvað sveitin er sleip í fræðunum. Á næsta fundi eiga allir að reyna að koma með reynslusögu, dæmisögu etc. um hvernig skátalögin hafa haft áhrif í lífi þeirra.
Við förum síðan í skátaheitið á næsta fundi, gaman þá.

Mikilvæg tilkynning. Fundir Ds. Arna verða kl. 20.00-21.30 frá og með næsta mánudegi.

Friday, September 14, 2007

Ds. Ernir: Breytingar á fundartíma á mánudögum?

Á síðasta fundi ræddi fámennur hópur úr ds. Örnum um að færa fundartímann á mánudögum um hálftíma. Byrja kl. 20.00 í stað 19.30 og hætta þá hálftíma síðar eða um 21.30.

Þetta þurfa foreldara að vera sáttir við og meðlimir sveitarinnar verða að átta sig á því að heimalærdómur verður að vera að mestu lokið áður en komið er á fund. Enginn fer að að læra klukkan tíu að kvöldi nema að lesa eitthvað smáræði einu sinni enn yfir. Þetta veit ég af eiginn reynslu.

Hugsið um þetta, við þurfum að ákveða þetta helst á næsta fundi. Sem byrjar kl. 19.30 eins og vanalega.

Kv. AÞ

Tuesday, September 11, 2007

Ds. Albatross fundur í kvöld.

Sæl öll.

Fundurinn í kvöld hefst klukkan 19.30. Engar veitingar en fullt af stuði.

Sjáumst í kvöld,
Sveitarfólin.

Friday, September 7, 2007

Fundur 10. september.

Næsta mánudag verður sérstakur fundur hjá okkur. Við bjóðum velkomin 8. bekk í dróttskátasveit. Við munum taka vel á móti þeim og gefa okkur smá tíma til að kynnast.

Mæta stundvíslega.
Búningaskylda.
Bros á vör.

Sjáumst.

Tuesday, September 4, 2007

Vídjó-fundur í gær.

Dagskrárvinna í gær var ómöguleg þar sem sveitarfólið var sérlega illa upplagt til að takast á við dagskrárvinnu með sveitinni. Þess í stað var horft á glæpó eða öllu heldur meistarastykkið Next með Nikulási Cage í hlutverki Frank Cadillac sem sér ávallt tvær mínútur fram í tímann. Í stuttu máli var þetta afar illa gerð mynd með engum söguþræði. 92 mínútur horfnar úr lífi okkar sem við fáum aldrei aftur. Takk fyrir Hollywood, það er mannaskítur í poka á leiðinni til ykkar.

Tuesday, August 28, 2007

Dagskrármótun sveitarinnar.

Punktarnir frá síðasta fundi eru hér http://dagskrahvfj.blogspot.com/.

Monday, August 27, 2007

Fundur í kvöld, 27. ágúst.

Fundur hefst stundvíslega kl. 19.30 í kvöld.

Fundarefni: Dagskrá og verkefni vetrarins.

  • Útilegur.
  • Viðburðir til að sækja.
  • Nýja skátadagskráin.
  • Verkefni sveitarinnar.
  • Landsmót skáta 2008.
  • Langtíma-markmið.

Ég bið alla að koma undirbúna á fundinn. Það þýðir að meðlimir Hvítu fjaðrarinnar koma með hugmyndir, óskir og vilja. Þetta geta verið einstaklings- eða sveitarverkefni. Einnig verða menn að vera með dagatalið sitt nokkuð á hreinu og dagatal Hagaskóla og Való. Við verðum að geta skipulagt almennilega.
Ég ítreka að ég er ekki að biðja um fullmótaðar hugmyndir eða verkefni. Við þurfum fyrst að safna í sarpinn. Það eina sem ég vil ekki er að fólk yppti öxlum og hafi "veit ekki" viðkvæðið. Það er ekki í boði að vilja láta mata sig og vera áhrifa- og skoðannalaus.

Monday, August 20, 2007

Fundur í kvöld.

Minni á stuttan fund í kvöld. Hefst kl. 19.30, stundvíslega. Sjáumst.

Friday, August 17, 2007

Jambó-kvef og Vesturbærinn or Bust.

Ég var með svo feitt kvef á mánudaginn síðasta að ég gafst upp við að skera gulrætur. En annað er gott.

Er með merkilegar fréttir sem eru þær að ég er að flytja í Vesturbæinn í lok þessa mánaðar. Hef fengið afhenda íbúðina og er um þessar mundir að gera hana fallega með málningu, ikea eldhúsi og vonandi nýju gólfefni. Hef tvær vikur til þess arna.

Ég legg til að við hittumst öll næsta mánudag kl. 19.30 (eins og venjulega). Fundurinn verður sennilega ekkert voðalega langur en það fer eftir því hvernig okkur gengur. Hef hugsað mér að ræða aðeins framtíðarplönin hjá sveitinni, fá hugmyndir og uppástungur hjá ykkur, leggja fyrstu drög að skipulagi vetrarins. Athugið að fundurinn er eingöngu fyrir þá sem eru þegar meðlimir Hvítu fjaðrarinnar. Þeir sem eiga að koma upp í haust þurfa að bíða aðeins lengur áður en þeirra starf hefst formlega og við þurfum að ræða það sérstaklega líka.

Vatn og geitur.
Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða Hjálparstarf kirkjunnar (sjá email) við vekjka athygli á vatnsskorti í heiminum gefa sig fram í safnaðarheimili Dómkirkjunnar (það er húsið við tjörnina með turn og Tjarnarskóli er í sama húsi). Gengið inn um inngang gengt bílastæði bankans á móti. Verið með skátaklút, fáið einkenni (t-shirt), kynnið ykkur og segist vera skátar í sjálfboðavinnu. Fáið leiðbeiningar. Ég verð í nýju íbúðinni minni að brasa.

Sjáumst á mánudaginn.

Monday, August 13, 2007

jamboree

va er thessi sida daud eda hvad
nei eg vildi nu bara thakka ykkur ollum fyrir frabaert mot, eg skemmti mer konunglega og hefdi endilega viljad vera lengur eda allavega kvedja ykkur betur, eg nadi ekki ad kvedja alla nog ad minu mati
en eg er ekki med neina massiva ferdasogu nema bara allt frabaert tharna nema margir frekar pirradir stundum (skiljanlega) en vid elskum ykkur oll enntha thott thid hafid ordid soldid threytt og pirrud tharna,
en thad skrytnasta var ad eini utlendingurinn sem gat sagt nafnid mitt var nagungi fra azerbadjsan (eda hvernig sem thetta nafn er skrifad), en eg er held eg brakud a bakinu eftir splash thegar baturinn okkar kotlu hvolfdi yfir okkur og lenti a bakinu a mer er buin ad vera deyja tharna allan timan sidan en engin hlustadi a mig sogdu bara ad eg aetti ad fara i bol thvi eg vaeri ad brenna,
en heimagistingin min var frabaer lenti hja aedislegu rokk folki sem var voda naes og for med okkur ut um allt og vid gatum farid i sturtu og sofid i rummi, versludum af okkur rassinn sko, eyddi um 250 pundum thessa tvo daga sem vid forum i baeinn
en mig langar sjuklega mikid i utilegu ef einhver er til
aetla einmitt ad tjalda i gardinum hennar dilja a morgun og svo er bara allt i gangi og eg a helling af nammi og nyjum myndum eg thid viljid bara hafa sofet uppi heimili bara latid mig vita
hef naegan tima til ad eyda er nu samt komin med vinnu fyrir vikuna en er alltaf til i ad hitta ykkur aftur er farin ad sakna ykkar massivt
en takk fyrir mig og love you long taem
kv litla gurkan i nyja blaa brjostahaldaranum sinum (hann er dekkri en hinn en sama snid sko, bara lata ykkur vita )

Friday, July 6, 2007

france

jaha
gurkan er ekki dain ef thid heldud thad, thid virdist nebbla ekki skoda hina siduna mina eda eg fae allavega engin komment, nema eitt og eitt fra hildi birnu,
en eg er sem sagt komin hingad til montpellier i sudur frakklandi ad laera fronsku, og tharf ad vakna alltaf kl 8;30 og fara i minn indislega bekk, frabaer en nenni ekki ad skrifa allt um hann aftur en thad eru mestar upplysingar um hann thar, nema nofnin a theim enda kann eg ekki alveg ad skrifa thau.
lenti fyrst i alveg hraedilegu husi a afmaelisdeginum hennar mommu 30 juni, thar var ogedsleg lykt og bara oged, myglud sturta og allt lyktadi hraedilega, en thad bjo saetur strakur thar a moti, og ogo margir saetir her, en vil vildum nu ekki bua tharna i 3 vikur. vid tekkudum okkur inna hotel daginn eftir og erum buin ad vera thar i 5 naetur en vorum loks ad fa almennilega studio ibud sem vid munum bua i naestu 2 vikur en tha mun leid okkar liggja til spanar og thar dveljum vid i eina 5 daga adur en vid systur yfirgefum vora modur og holdum heim a leid
en hlakka til ad sja ykkur tha og endilega kommentid thad er svo skemmtilegt
luv ju og skemmtidf ykkur vel a afmaelis motinu
kv gurka

Monday, July 2, 2007

Minni á fundinn í kvöld.

Hvíta fjöðrin heldur sinn venjulega mánudagsfund kl. 19.30 eins og venjulega. Allir að mæta sem geta.

Thursday, June 28, 2007

Team Súper Kisi rúlar.

Það er ljóst núna að Team Súper Kisi er besta teamið með 59% greiddra atkvæða.

Monday, June 25, 2007

Landnemamót - ritskoðuð ferðasaga rituð af Hildi Birnu.

Ferðabyrjun.
Ferðin byrjaði klukkan hálf 7 á föstudeginum þegar ég mætti útí Sundahöfn og hitti Laufey, síðan komu Bjarni, Gaui & Óli Björn svo fóru allir að týnast inn. Í heildina á ferðinni vorum við 13 sem sagt ég, Bryndís Silja, Laufey, Katla, Aldís, Elvar, Bjarni, Gaui, Óli Björn, Egill, Elínborg, Heiða & Alma.

Við tókum síðan ferjuna klukkan 7 og vorum með heilt tonn af farangri & ég get svo svarið það að báturinn hallaði af þunga okkar & farangurins. Ferðin tók hvað 7 mín. ? Við komum í land ( eyju ? ) og það fyrsta sem við sáum ( eða allavegana ég ) var Egill, hann öskraði á Elvar útaf einhverju með pítsuna sína, náði því ekki alveg en það er fínt.

Með stögum skal tjöldum tjalda.
Við komum og fundum tjaldsvæðið okkar og Elvar hinn illi BANNAÐI öllum að hjálpa okkur ( as in mér,Kötlu,Laufey & Bryndísi Silju ) að tjalda tjaldinu útaf við áttum að læra að gera það sjálfar. Við tjölduðum saman krumpuðu 600 vango tjaldinu á 20 mín og ég vil minna á það að það var 800 stöng í því þannig að það var frekar skakkt en eins og Laufey orðaði svo skemmtilega: "Þetta er allt Óla Birni að kenna."

Þegar við vorum búin að tjalda hittum við Brynju (Árbúar), Sædísi (Árbúar) & Þórunni (Segull) þær sváfu í rauðu tjaldi, Ragnheiður þú hefið fílað það. Við fífluðumst smá með þeim og fórum svo á þessa hrottalega leiðinlegu kvöldvöku/varðeld sem einhverjir eldri menn stjórnuðu. Sátum þarna í kringum eldinn með grasgrænku í buxum, héldum á söngbókunum og góluðum úr okkur lungun ahh svo kóZý, héldum svo heim á leið í tjaldbúð og fórum að sofa um 1-2 leitið.

Tanið vörkað.
Vorum vakin klukkan 8 á laugardagsmorgninum og um 9 stauluðust Egill, Óli Björn & Bjarni inní tjaldbúðina okkar þar sem þeir höfðu sofið einhverstaðar annars staðar. Egill líklega einhverstaðar með Bjarna og Óli í rauðatjaldinu hjá Brynju, Sædísi & Ásu.

Laufey okkar flaggaði fánanum ásamt einhverjum úr Vífli ( leiðréttið mig ef þetta er rangt ). Ægisbúar sprungu úr monti og stolti við það að sjá hana draga fánan tígurlega upp og nokkrir urðu ansi æstir (ekki svona ofvirkir æstir heldur á annan hátt æstir þið fattið) svo skunduðum við öll inní tjaldbúð í þennan svakalega hita og lögðumst út til að tana okkur.

Bjarni stakk af með Agli í fly fox þannig að við átum nammið hans Bjarna, ég vil minna á það að Gaui hin gamli stal því. Gaui hellti vatni inná mig og Danni Kópur kom í heimsókn. Gaui hellti meira vatni á mig. Við átum hádeigismat. Tönuðum endalaust. Skruppum svo í nokkrar heimsóknir og fengum nokkrar. Ipodinn minn dó svo hræðilegum batterís dauða.

Um 5, hálf 6 leitið fórum við Katla í fly fox afþví að Bjarni píntaði okkur í það á meðan að því stóð svaf Bryndís og Laufey var í Skáta Spa. Meeega stuð að mínu mati en Katla var ekki jafn ánægð afþví að það var einhver illur maður sem kippti í bandið hennar. Svo var fótbolta mót og liðið hjá okkar fólki brilleraði að sjálfsögðu. Svo urðu smá leiðindi en þau eru löguð núna. Borðuðum síðan smá kvöldmat og Egill hin illi klýndi ananasi í hárið á Bryndísi og greyið Bryndís hatar ananas.

Blundurinn.
Svo þegar ég,Bryndís, Katla & Laufey vorum komnar inní tjald klukkan 20:21 fékk Bryndís þá snilldar hugmynd að leggja okkur í 40 mín. Við stilltum klukkurnar á símunum okkar og settum þá í vasana og ég fröken snillingur slökkti síðan á klukkun minni (í svefni ) klukkan 9 þegar kvöldvakan átti að byrja.

Klukkan 10 vaknaði Bryndís og æpti upp yfir sig á okkur að vakna af því að við hefðum sofið yfir okkur. Við þustum allar uppí brekkuna þar sem kvöldvakan var og um leið og við vorum sestar heyrðist sagt: "Jæja, þetta er næstsíðasta lagið í kvöld." Meget tíbíst fyrir okkur að sofa yfir okkur en svona skeður fyrir besta fólk.

Eftir þessi tvö lög fórum við á bryggjuballið sem var geðveikt skemmtilegt. Fyrst dönsuðum við einhverja skrýtna dansa og Katla & Laufey dönsuðu saman og ég & Andrés ( Landemar ) dönsuðum saman. Svo var stjörnu polki og herrann hennar Brynju ( Árbúa ) skellti henni í jörðina og hún fékk bágt á fótinn og þurfti að fá umbúðir á fótinn. Greyið litli Árbúinn minn.

Svo var bara dansað. Ég, Katla & Bryndís reyndum að draga Gaua til að dansa en hann kom ekki og dansaði fyrr en þegar Sódóma kom, það var ágætt en hann dansaði bara útaf þetta var eina góða lagið hrmpf, snobbið í þér Guðjón Geir, þú ættir að skammast þín ! Svo klukkan kortér í 1 var ballið búið og þá var kyrð klukkan 1 svo eftir ballið var eitthvað kaffihús fyrir d.s. fólk og Katla og Laufey smigluðu sér inní það en ég og Bryndís fórum að lúra klukkan 2.

Næturbrölt.
Ég vaknaði svo klukkan 03:30 eða eitthvað álíka við að Katla og Laufey komu inn. Þegar ég vaknaði heyrðist í Kötlu : Helduru að ég kyrkist ef ég sef með húfuna svona ? ( Katla ég elska þig og mér er alveg sama um þetta. Þú ert snilld )

Svo fór ég aftur að lúra og klukkan 4 vaknaði ég við það að Laufey var að tala og Egill sat/lá klofvega yfir mér og var að reyna að vekja mig. Hann babblaði eitthvað um eitthvað sem ég náði ekkert hvað var. Hann yfirgaf svo tjaldið eftir að hafa náð að telja Bryndísi trú um það að klukkan væri átta og það væri komið ræs. Svo fór ég aftur að sofa eftir að hafa hugleitt það ansi vel að fara bara á fætur þar sem ég var ekkert þreytt. En svo sofnaði ég.

Sunday Blues.
Ég vaknaði klukkan 8 og fór framm í fortjald, fékk mér að borða, fór að tannbursta og klæddi mig svo. Þegar ég kom aftur eftir að hafa tannburstað var Laufey vöknuð. Svo vöknuðu allir nema Heiða, Landnemi, Jonni og Egill. Egill sagðist samt hafa vaknað við það að hafa heyrt okkur tala um sig.

Svo uppgvötuðum við að Bjarni Páll var horfinn. En í staðin fyrir hann hafði Rut sofið hjá Óla Birni. Ég, Aldís, Elvar og Laufey fórum svo að leita að Bjarna og Laufey opnaði eitthvað tjald og þorði ekki inn enn eins og hún orðaði svo skemmtilega: "Ég heyrði hann anda."

Svo fórum við og ætluðum að vekja sofandi liðið en nei það tókst ekki betur en það að Elvar og Aldís illa parið hentu mér á landneman og Jonna. Planið hans Elvars var víst að henda mér á Egil og Heiðu afþví að þau myndu fíla það. En það tókst ekkert mjög vel. Svo fórum við í fána en enginn Ægisbúi að hífa upp fána þá.

Svo þegar við komum aftur var sofandi fólkið vaknað. Svo fóru allir ægisbúarnir ( eða flestir ) að ná í Bjarna í tjaldið sem Laufey tjáði okkur að hún hefði heyrt Bjarna anda í. Og viti menn, þar var hann og með Ólöfu ( Hraunbúa ) og jújú þú veltir því kannski fyrir þér enn Ólöf er ’91 módel. Síðan tókum við niður tjöldin okkar, pökkuðum, fórum á mótsslit og löbbuðum svo með draslið niður á bryggju.

Brottför.
Svo fór Óli Björn að leita að símanum sínum og við sögðum honum að flýta sér en neinei það gerði hann ekki og missti af ferjunni þannig að við skildum hann bara eftir litla greyið. Við komum í land og ferjuðum allt af bátnum og fórum svo bara heim á leið.
Þau fóru flest í sund ( nema auðvitað Óli ) en ég er svo illa brunnin að ég mátti ekki fara í sund. Svo var skátabíó eftir það en ég og Bryndís misstum af strætó þannig að við fórum bara tvær í bíó.

Takk æðislega fyrir fínt mót

Ykkar einlæg Hildur Birna.

Thursday, June 21, 2007

Allir í Viðeyjarsveit eiga að taka þátt í þessari samkeppni.


Bandalag íslenskra skáta mun tilnefna tvo af þátttakendum á alheimsmót skáta 2007 til að taka þátt í einstökum viðburði á Brownsea eyju. Að sjálfsögðu verður Viðeyjarsveit a.m.k. að eiga annan fulltrúan þarna, annað kemur ekki til greina.
Í tilefni þess að þann 1. ágúst verða liðin 100 ár frá fyrstu skátaútilegunni munu, þeir sem tilefndir verða til þátttöku, taka þátt í útilegu á eyjunni og sérstakri athöfn sem sjónvarpað verður um heimsbyggðina.

BÍS hefur ákveðið að efna til Brownsea samkeppni til að velja þátttakendur í þessum sögulega viðburði.

Samkeppnin er einföld:
  • Senda þarf inn eina skrifaða síðu um afhverju þú átt að taka þátt í þessum viðburði

  • Senda inn mynd

  • Upplýsingar um skátaferil
Skilafrestur er til 29. júní kl. 16:00. Skila á inn öllum gögnum til Jóns Ingvars Bragasonar fræðslustjóra BÍS.

Tuesday, June 19, 2007

Grísaspil rokkar.


Fjárhættuspil fór fram á fundi í gær. Snædís og Katla fóru heim með pottinn eftir að hafa snúið snilldarlega á Ragnheiði og Sif. Lögreglan kom ekki.


Vinsælasta lagið í sveitinni er Ruby, ruby, ruby, aaaaaaa. Með algjörum yfirburðum.
Ný skoðanakönnun kominn inn.
Landnemamót verður skemmtilegt fyrst þið ætlið þangað. Linkur sminkur: www.landnemi.is

Sunday, June 17, 2007

17 júnz

jahá

ég fór til Swazilands á fimmtudaginn og gisti í sjúklega flottu húsi, get sýnt ykkur myndir þegar ég kem heim, en fann síðan sporðdreka á gluggatjaldinu hjá mér, gat síðan ekki sofið seinni nóttina þar af hræðslu, heldur ekki litli skátinn sem ég er að skapa hérna í afríku, en við fórum í alls konar dýragarða og sáum mjög mörg dýr, ljón og fíla þar á meðal, en sá ekki zebra eina sem er eftir, en í þessu húsi þarna voru þjónar, eða einn þjónn og kokkur, þeir elduðu kvöldmat og morgunmat handa okkur og svo voru aðrir sem voru í því að þrífa, en þjónninn var kolsvartur og var alltaf í svörtum jakkafötum, svo um kvöldið var svo dimmt og hann kom síðan labbandi úr myrkrinu og mér brá svo mikið að ég dó næstum, nei djók, en haha það var einhver strútur sem bara hékk fyrir utan húsið okkar að reyna að fá mat,

en síðan fórum við á annað hótel síðustu nóttina það var sjúklega flott, í hobbita stíl, en þar var nú ein engisspretta fyrir ofan rúmmið mitt, en við henntum henni bara út, þar var sjuklega flott landslag, og við töluðum við eihverja konu sem var að vinna en henni var svo kalt, það var 25 stiga hita, við sögðumst koma frá íslandi og þar væri í heitasta lagi 15-20 og hún var bara æjj er veturinn svona kaldur hjá ykkur, við bara nei þetta er einn heitasta mánuðurinn, hún fekk næstum sjokk en þetta var nú allt í lagi

þegar við komum aftur til maputo fórum við í einhvert party hjá íslenska sendiráðinu í mozambique, það var mjög spes, ég bara í náttfötunum, vissi ekkert af þessu boði, hélt bara að við myndum keyra allan daginn, en í þessu partyi voru helstu stjörnur afríku, einhver kona sem vildi ólm vera vinkona mín en þurfti svo að fara, en hún er víst einhver voða stjarna þarna, en svo var einhver voða ljótur gaur eitthvað voða að dansa við mig og ingibjörgu systur, en við vildum nú ekkert með hann hafa, en ingibjörg fekk nú númerið hjá einhverjum öðrum hljómsveita gæja sem er víst lika voða frægur, svo var aðalgæjinn í afríku nú til dags MC Rogers, mhm, hann var voða mikið að spjalla við okkur og hinir öfunduðu okkur mjög mikið, og haha ingibjörg lét hann hafa númerið sitt og hann ætlar að koma til íslands að halda tónleika, en ljóti gaurinn vildi endilega fá númerin okkar en við neituðum því,

en ég skal segja ykkur meira af þessu partyi þegar ég kem heim aftur

kv gúrka
ps ég sakna ykkar alveg svakalega og er að fá helling af flashbackum um ykkur en vá hvað mig langaði í útileguna, en ég er kominn með litínn ægisbúa, hann er að verða´9 ára í ár og kemur til íslands eftir 1 ár eða 3 ef þau akveða að vera lengur, en hann hefur mikinn áhuga á þessu og ég er buin að spjalla við hann og við fórum í semi útilegu þarna í swazilandi

Friday, June 15, 2007

Myndir á vefinn úr sveitarútilegu Viðeyjarsveitar.




Hæ hó.

Myndirnar komnar inn á vefinn, tjekk it át.

Svo væri gaman að fá myndir frá öðrum úr sveitinni til að setja á vefinn. Best að fá myndirnar á CD sem ég dæli af inn á netið.


Myndin er af Snædísi og Kötlu að stökkva af brúnni við Steingrímsstöð.

Monday, June 11, 2007

Ferðasaga Viðeyjarsveitar.

Sæl öll.

Hef engan annan stað til að troða ferðasögu þannig að þessi miðill verður bara að njóta þess þó svo að ekki allir í Hvítu fjöðrinni séu í Viðeyjarsveit.

Þetta byrjaði svona. Hildur sagði: "Einu sinni var Hildur og hún faðmaði minkinn" og svo faðmaði hún Minkinn. Stuttu síðar komu þær auga á mig og ég náði ekki að forða mér og þetta venjulega helvítis káf í þeim hófst eina ferðina enn. Svo kom rútan.

Allir inn í rútu og rifust, hlógu og slógust. Ferðin var tíðindalaus austur, stöðvað í HurdíGurdí og nokkrir Strókarar verslaðir í Bónus. Loksins loksins komust allir á Úlfljótsvatn og eftir að hafa tekið farangur út úr rútunni þá hófst hin helgi siður Ægisbúa að hlaupa æpandi í hringi á Úlfljótsvatni. Voru þar Hildur og Minkurinn fremstar í flokki en Snorri ekki langt undan. Snædís sagði: "Bleh"

Við komust brátt að því að hælarnir á tjöldin voru í Reykjavík og var í snarhasti hringt í Guðjón Geir og hann látinn snúa við og sækja hælana. En þar sem veðrið var svo yndislegt þá var samt farið í það að tjalda.

Gullfiskaminni er einkenni allra skáta, þrátt fyrir að hafa tjaldað Vango 600 og 800 tíuþúsund sinnum og tjöldin er litakóðuð þá mistókst Ægisbúum enn og aftur að tjalda þessum tjöldum. Ég held að Ægisbúar haldi að það sé hægt að tjalda í gegnum nefið á sér vegna þess að þar eru fingurnir þegar verið er að tjalda. En þetta komst upp að lokum en með herkjum.

Leikir og spjall. Enduðum leikjasession á Chicken Baseball sem endaði á því að Egill þurfti að synda út á mitt Úlfljótsvatn til að sækja kvikindið. Djöfull varð það fyndið.
Er þetta Labrador? NEI
Er þetta Golden Retríver? NEI
Er þetta Beagle? NEI.
Er þetta Egill? JÁ.

Það var enginn sérstakur svefntími en sveitarfólinu var nóg boðið klukkan þrjú um nóttina og sendi alla í háttinn. Ræs var kl. 9 morguninn eftir og allir áttu að taka til þurr fött og handklæði. Venjulegt kvabb um að mega ekki blotna og "ég er algjör aumingi" byrjaði sem sveitarfólið lét sem vindu um eyru þjóta. Enginn vissi hvað væri í vændum og svipurinn á öllum á brúnni við Steingrímsstöð þegar ég sagði þeim að þeir sem vildu mættu stökkva af brúnni ofan í Sogið. Óborganlegt. Ha, í alvöru? Megum við stökkva? Er þetta ekki kalt? Er þetta ekki hættulegt?
Allt þetta og meira til. Flestir létu sig hafa það að stökkva og sáu ekki eftir því enda alveg geggjað stuð.

Eftir brúarstökk var haldið í tjaldbúð þar sem allir héldu áfram að láta eins og villimenn. Eftir hádegismat var farið í staðarverkefni og síðla dags sá sveitin um póstaumsjón á Ylfingamótinu. Nóg að gera.

Kvöldvaka var góð, sveitarfólið tók extreme closeups af öllum þegar þeir vissu ekki af. Frábærar myndir af fólki að góla og með tunguna úti. Eftir kvölvöku var haldið í tjaldbúð og teecup söngurinn hófst með tilheyrandi misþyrmingum á drykkjarmálum. Eftir þrjú korter af því þá var flestum farið að leiðast sá leikur og fórum við öll í Stoð þar sem Egill svindlaði alltaf. Eftir mikil hlaup var farið í staffadagskrá þar sem CTF var spilaður af hörku og Hemmi flaug á hausinn.

Rétt eftir af fyrstu menn skriðu blóðugir eftir CTF inn í tjaldbúð byrjaði að rigna all hressilega og voru allir komnir ofan í poka stuttu eftir það. Sveitarfólið svaf til 10 morguninn eftir en allir aðrir þurftu að stjórna dagskrárpóst á Ylfingamótinu. Sweet að vera sá sem er stærstu, frekastur og ljótastur.

Eftir hangs á póstum var hádegismatur, tiltekt í ljótustu tjaldbúð í heimi og svo brottför. Þetta var massaskemmtileg útilega með miklu magni af vatni út um allt, á öllum og tilheyrandi öskrum, blóti og hótunum.

Takk fyrir mig og myndir koma síðar.

höfrungar


þá er maður búin að synda með höfrunugum en gátum ekki farið nálægt þeim þeir voru svo fáir saman, þetta voru bara mömmurnar og börnin, en til að fara þangað þurfti maður að keyra 100 km á svo lélegum vegi að það var ekki fyndið, það tók 3 tíma, en svo þurfti maður að taka ferjuna aftur heim, en vá hvað þetta svarta fólk er fallegt, ég sá hóp af litlum börnum og mig langaði bara að taka þau öll með heim og svo eru gaurarnir hérna bara og heitir, minn kæró hann Rama er samt ekki voðalega hávaxinn, við erum að tala um að hann sé 1,53 minni en ég, en stærðin skiptir ekki mali, ástin spyr ekki neins, vá hvað ég er djúp hérna eikkað, en hann er voða sætur og ég gæti sýnt ykkur mynd en ég bara kann ekki að setja hana inná,
hann er 20 ára og býr í tanzanníu og hann er ekki með AIDS og amma hans er ein af elstu konum í Afríku, ´hun er sko orðin 95 ára, það er mikið í þessari heimsálfu
en ég þar að fara að wörka tanið meira
hlakka til að sjá ykkur á jamboree, vá hvað ég er búin aðð segja þetta oft núna
en já
kv gúdrún said (lesið eins og sayid í lost)

Friday, June 8, 2007

afríka

þá er ég komin alla til afriku, í mosambík, maputo sem sagt 88 gráðum sunnar en ísland, sjúklega gaman en var nu samt í 15 tíma að fljúga hingað
fór í dag í ekta stráþorp eins og maður sér í bókum og þannig á einhverskonar hreppsfund og ríkisstjórnin var þarna öll og alles, við vorum sérstakir heiðursgestir og farið var með okkur að sýna okkur skólann og heilsugæsluna
tóku alir aðalkallarnir þarna i höndina á manni, allir alveg kolsvartie, fólk gerist bara ekki svartara, mitt markmið hérna er að verða eins og þeir
það er svo fyndið þeir eru með svona sérstakt handaband eins og í öllum myndunum og tala gegt skrýtið mál og við áttum eikkað að kynna okkur á þessum fundi, og við fengum á sitja á stólum, vá hinar konunar fengu ekki einu sinni að koma nálægt stólunum, svo tókum við myndir af þeim og sýndum síðan, þeir hafa aldrei séð sjálfan sig og sumir urðu bara hræddir en hinir fóru að skellihlægja
en já ætlaði nú bara að láta heyra í mér þar sem ég kommst í tölvu, en er að fara á morgun að synda með höfrungum, þarf að vakna ´kl hálf 5 eftir 6 tíma, þannig að skemmtið ykkur vel á þessu litla skeri mínu
góða nótt
kv gúdrún

Monday, June 4, 2007

Kominn í hnapphelduna.


Þetta tókst. Lína sagði já og ég líka. Er farinn í honeymoon til Reyðarfjarðar vegna þess að þar er sól. Kemst þar af leiðandi ekki á fund í kvöld en Guðjón Geir kemur og verður skemmtilegur, vona ég.

Sunday, June 3, 2007

bleller

sællt veri fólkið og til hamingju addi með gærdaginn,
já það var fínn dagur í gær allir eitthvað að gifta sig, skil ekkert í því, tvífarinn hans adda hélt utan um mig alla athöfnina (hjá pabba sko) ég var ekki sátt og ekki systur mínar heldur en núna eru þau gift, ekkert hægt að gera í því.
en já ætlaði að þakka þeim sem komu í bíó og út að borða, mjög gaman að geta kvatt ykkur,
sorry laufey ég hélt það væri mæting kl 12, það var það í upprunalega planinu.
já en ég er búin að vera á fullu að pakka fyrir alheimsmót og allt hitt, allt á fullu á allt og litið af fötum, en þarf samt að klára því við ætlum víst allar að vera með eins töskur og þarf að skipta um tösku núna, en annars hlakka ég bara til að sjá ykkur á jamboree í júlí, verð orðin massa brún og alles
en já hlakka til að sjá ykkur, á eftir að sakna ykkar mikið en mun þó hitta kötlu í frakklandi í júlí
bæbæ
kv. verðandi svertinginn

Thursday, May 31, 2007

planið

hey ok planið er komið
við ætlum í bíó á pirates 3 í smáranum kl 9 á föstudaginn og kannski fá okkur að borða fyrst þarna, sjúklega góð mynd, er sjálf að fara í annað sinn málið er bara að koma með pening þið ráðið hvort þið komið til að kveðja mig en ég met það mikið reynið bara að fá pening hjá móður ykkar eða föður og kannski far lika
hlakka til að sjá ykkur
kv manneskjunni sem leiðist
en náði öllum prófunum xD


Oj barasta, borða pasta.

Takk fyrir frábæra POLUW útilegu þið sem komuð. Mér fannst yndislegt að vera með ykkur við Úlfljótsvatn þrátt fyrir rok, kulda, ofsahita, sólsting og almenn furðulegheit ykkar. Ég verð fjarri góðu gamni á mánudaginn næsta, reyni að finna einhvern til að taka fundinn fyrir mig og tilkynni það á þessum vef.

Hvernig væri nú að einhver skellti saman einni ferðasögu til að setja inn á þetta blogg?

Tuesday, May 29, 2007

kveðjufundur


sjúklega góð útilega en svaf samt bara einhverja 9 tíma yfir allt dó lika um leið og ég kom heim, en já brann lika á vörunum, er með fkn ógeðslegar varir núna, ojj barasta, borða pasta, nei djók gamall brandari haha,
en já síðan er ég sko að fara 4 jún þarna á mánudaginn bara snemma um morguninn, en ég vil helst kveðja ykkur, ég kemmst nottla alls ekki 2 júní, djö....eigi þann dag, (ekki illa meint til þín addi) en já faðir minn er að fara að gera það sama og aðalsteinn, en það er víst voða mikið leyndarmál þannig að ef þið vitið ekki hvað aðalsteinn er að fara að gera þá vitið heldur ekki hvað pabbi er að gera haha feis, nei djók, en já síðan er 3 júni daginn eftir og þá ætla ég bara að vera að kveðja ástvini mína og svoleiðist þannig að pæling að hafa þetta fyrr eða eitthvað, þ.e. ef þið viljið kveðja mig, ég veit að þið eruð ekki búin í prófum fyrr en á föstudaginn en ég vil samt ná að kveðja ykkur einhvern veginn.
þið látið minns bara vita
oki
kv þreytta manneskjan gúrka

Wednesday, May 23, 2007


Tuesday, May 22, 2007

hildur birna

já litla hildur birnan okkar er komin heim frá landinu þar sem allir ungir markmenn dá. já ég var að spjalla við stúlkuna á msn þegar ég kommst að því að hún keypti hellings nammi úti og ætlar að koma með það í útileguna og gefa mér allt, nammi namm.
en já útilegan á eftir að verða úber massa góð og ég ætla að hlusta á bubbann minn allan tímann.
en já þegar ég var á mínum sokkabands árum þá voru alltaf árshátíðir hjá hvítu fjöðrinni og ég vildi nottla halda eina fyrir ykkur, ég spjallaði við hann aðalstein en hann vildi ekkert koma nálægt þessu, en ég er til í að halda eitthvað fyrir ykkur, er komin í sumarfrí, en fer síðan sko til Afríku 4 júni þannig að þetta verður að vera fyrr, en kemmst alls ekki 2 jún, er annars laus, þið verðið þá bara í snúru við mig. ok kúl.
sjáumst á pirates eða jafnvel fyrr esskurnar mínar
The roof is on fire
kv svala smellurinn

Monday, May 21, 2007

Pirates of Lake Uglywolf.

Næstu helgi verður POLUW og þá verður sko gaman. Allir í Hvítu fjöðrinni mæta með skólabækurnar til að lesa undir próf en nota vikuna fram að útilegu vel til að vera búinn með sem mest.

Skráning í útileguna er á netinu hérna. Ekki skrá ykkur í útilífsskólan samt, veljið Félagsmót Ægisbúa - POLUW. Ekki klikka á að skrá sig. Ef þið verðið ekki allann tímann þá skuluð þið taka það fram í athugasemdum.



POLUW rokkar feit, Hraubúamót sökkar.

Sunday, May 20, 2007

Skoðanakönnun lokið!

Nú eru komnar niðurstöður í skoðanakönnunni. Spurt var hvort Guðrún ætti að halda áfram að hitta Alex og meirihluti voru þeirrar skoðunar að Guðrún ætti ekkert með það að hitta Alex vegna þessa að þeir ættu hana eða 55% þeirra sem sögðu skoðun sína. Það voru 27% sem fannt þetta í lagi vegna þess að Alex er gegt heitur gaur. Ekki nema 18% töldu að sveitarforingi ætti að ráða þessu og eru þessar niðurstöður reiðarslag fyrir sveitarforingja þar sem hann taldi sveitina algjörlega svínbeigða undir vilja sinn. Ljóst er að sveitarforingi þarf að setja alla sveitina í Pavlovska skilyrðingarprógramið sitt sem samanstendur af legói og rafskautum.

En nú þegar búið er að skoða hug manna til Alex er rétt að komast að því hver gaurinn er vegna þess að sveitin að sjálfsögðu segir hug sinn algjörlega byggða á fordómum.

Þetta er Alex og hann er augljóslega í stjörnumerkinu Ljón. Hann hefur verið tilnefndur "Herra (nafn skóla fjarlægt til að vernda einkalíf Alex)" en hafði ekki sigur og hefur hann aðspurður sagt "ég hefði kannski ekki átt að nota ljónapósuna í milljónasta skiptið, soldið þreytt. Gaurinn sem vann er geðveikt ljótur og mútaði dómnefndinni."

Heppinn gaur að hafa nælt sér í Guðrúnu.

Tuesday, May 15, 2007

Hildur á leið til Ungverjalands.


Mikil grátur og gnístran tanna ríkir í herbúðum Hvítu fjaðrarinnar vegna þess að Hildur Birna fer af landi brott bráðlega. Hildur ætlar að eyða nokkrum dögum í Ungverjalandi og dáleiða ungverja með lúðrablæstri. Eftir sitjum við hin með sárt ennið og enga Hildur Birnu. Við söknum þín nú þegar og búumst við feitum nammipakka úr tollinum þegar þú kemur heim og mergjuðum ferðasögum. Knús og kossar frá Hvítu fjöðrinni.

Monday, May 14, 2007


Sunday, May 13, 2007

risa stór dúkka

já ég fór í ensku próf á föstudagsmorguninn og þegar það var búið heyrði ég einhverja sjúklega leiðinlega tónlist berast frá hljómskálagarðinum, við sem vorum búin í prófinu undruðum okkur mjög á þessu og ákváðum að fara að tékka nú á þessu. Þá sáum við einhverja RISA stóra dúkku uppá þakinu á turnhúsinu þarna í hljómskálagarðinum, þarna var hellingur af fólki mætt að horfa á hana, en við vorum bara hey já, kúl eigum við að fara í strætó, já við ákváðum það, en þar sem að þau búa ekki í sömu átt og ég skildumst við og ég var að fara að tölta heim þegar Krístín María a.k.a. tetris potar í mig, ég bara hey kúl, fólk sem ég þekki, ég elti hana og sá alveg helling af hagaskólafólki sem ég þekkti og fór að elta það, þar á meðal voru Laufey, Tóti, Sif og Bryndís Silja. Við eltum þessa RISA dúkku langa leið og svo fór hún eitthvað að pissa fyrir utan dómkirkjuna og svo að leika sér á hlaupa hjóli og alveg svakaleg dúkka, samt frekar krípi, ég stóð ekki alveg á sama stundum þegar ég var fyrir framan hana, en við Kristín María skemmtum okkkur vel með að syngja með laginu. En svo var tíminn hennar búin og hún þurfti að mæta í leikfimi, ég elti hana upp í skóla til að hitta fleira fólk og heilsa upp á gamla kennara, en þeir voru samt flestir farnir í 10 bekkjar ferðina því að samræmduprófin voru bara að klárast á miðvikudaginn, en ég hitti nokkra og fekk frítt að borða og alles, hitti lika flesta litlu skátana mína. sjúklega gaman,

en ég var lika orðin sjúklega þreytt á leiðinni heim og hitti sem betur fer mömmu og lét hana skutla mér heim, þá fór mér nú að leiðast og hitti Aldísi Lika og fórum í rómantískan göngutúr um seltjarnarnesið áður en ég fór á massa deit, með sjúklega heitum gaur sem heitir Alex.

á leiðinni heim af deitinu labbaði ég frá strætóskýlinu og hitti þar hildi birnu sem á einmitt heima þarna við göngustíginn, þekkti hana langa leið af buxunum, sjuklega fyndið en já vildi bara fá útrás fyrir að blogga um þennan skemmtilega viðburð á föstudeginum.

annars segi ég bara til hamingju vinstri grænir og serbíska lessuhljómsveitin og sjáumst á mánudaginn (þá á ég bara 4 próf eftir, verð búin með söguna sem ég á að vera að lesa núna)
góða nótt

Friday, May 11, 2007


Tuesday, May 8, 2007

Félagsráðsfundur fimmtudaginn 10. maí

Hér með er boðað til Félagsráðsfundar næsta fimmtudag (10. maí) kl. 18.00 í skátaheimilinu.

Fundarefni:
1. Undirbúningur fyrir sumarstarf
2. M 12 dagurinn
3. Félagsmót Úlfljótsvatni – POLUW
4. Ylfingamót
5. Afmælismót BÍS
6. Önnur mál

Hvíta fjaðraraldurinn og upp úr eru boðaðir á fundinn.

Koma svo, ekki vera félagsskítur, mæta á æsispennandi félagsráðsfund.

Skátakveðja. Stjórnin

Sunday, May 6, 2007

flokksferðin


já ég hringdi í snorra í dag og kommst að því að þið fólkið ætluðuð á spiderman 3 í regnboganum kl 8. sem er ansi nett, en þið eruð þá er víst búið að aflýsa klifurferðinni sem Addi auglýsti fyrr.

já hef víst ekkert mikið að segja bara var að gera sjúklega flott góðverk um helgina, gisti hjá ömmu og var að hjálpa henni við að borða, klæða sig og fara upp í rúm og úr því aftur og svoleiðis verk, plús það ég fekk alltaf að fara í sundlaugina í garðinum.

en já sem sagt bíó kl 8 í Regnboganum, hittast þar tímanlega með pening fyrir mynd og kannski smá auka fyrir einhverju fitandi
ég veit ekki hvort ég kem með ykkur verð að læra, íslensku próf á miðvikudaginn en á morgun en stúdents próf í eðlis- og efnafræði jolly cola

annars sjáumst við 14 mai þegar ég verð búin í söguprófinu
kv fólkurinn sem kann allt í efnafræði en ekki eðlisfræði (allavega ekki ennþá

Thursday, May 3, 2007

Bryndís Silja fyrst hvít fiðrunga til að skrá sig.


Fréttaritari blogs hvítu fjaðrarinnar fylgdist spenntur með í beinni á msn þegar Bryndís Silja Pálmadóttir var fyrst hvítfirðrunga til að skrá sig í Vinnuskólann. Bloggið óskar henni innilega til hamingju með þennan merka áfanga. Hún hefur núna lent í verðlaunapottinum sem dregið verður í lok hverrar viku fram í júní.

Heppnir þátttakendur gætu hreppt glæsileg verðlaun.

Skráning í vinnuskólann hafinn.

Skráning er hafin í vinnuskólanum.

Koma svo, skrá sig, það gerir það enginn fyrir þig.

Wednesday, May 2, 2007

sumt verður alltaf eins

heil og sæl
Fundurinn síðastliðinnmánuag var svo hljóðandi, ég, Elvar og Aldís Lika fórum með krakkana í skátakappleiki sem gekk svona ágætlega eftir hópum, en síðan ákváðu allir eftir þessa misheppnuðu tilraun að leysa þrautir að fara bra í fótbolta á kirkjutúninu.

Það fíluðu sig allir frábærlega þar eða allavega frá mínu sjónarhorni.

En eins og vanalega fóru allir að reyna að afklæða mig, jamm, og þetta skiptið var markmiðið að ná mér úr brókunum, en sem betur fer tókst það ekki,

En þess má til gamans geta að Aldís Líka felldi Elvar líka í öllum ærslaganginum og Egill og vinur hans Ólafur litli komu í heimsókn og spiluðu með oss, það voru svo mikil læti í okkur að allar skátasveitirnar í vesturbænum mættu á svæðið og tóku þátt í leiknum.

Að lokum segi ég bara gleðileg jól, því þau eru nú á næsta leyti. Minns ætlar núna að yfirgefa yður til að fara að verzla jólagjafirnar.

sjáumst hress á jólaballinu.
jólakveðja nýi ástsæli bloggari yðar teygju safnarinn

Flokksferðir 7. maí?

... og hvað? Ég hef ekki heyrt neitt í neinum sem veit eitthvað um hvað á að gera.

Flokksforingjar eiga að láta mig vita hvað á að gera þetta mánudagskvöld. Ég vil vita hvert þið ætlið að fara og hvað þið ætlið að gera.

Varðandi sig og klifur í Öskjuhlíðinni þá var það tilboð til þeirra sem hafa áhuga á slíku en það þarf að segja já takk ef flokkurinn vill síga og klifra. Ég ætla ekki að standa eins og álfur upp á hól að bíða eftir einhverjum.

Kv. sveitarfólið.

Tuesday, April 24, 2007

Klikkað fólk.

Fundurinn í gær var fínn.... held ég. Seinustu fundi hef ég verið að spjalla við hvern og einn um starfið í sveitinni. Þetta gerist inn á Stjórn þannig að ég hafði lítil afskipti af fundinum sem átti að vera leikir undir stjórn hinna og þessa.

Nema hvað að eitthvað virðist hafa farið úr böndunum vegna þess að nokkrir meðlimir sveitarinnar réðust inn á Stjórn, gapandi eins og golþorskar og við það að líða út af af súrefnisleysi vegna hláturs. Svo kom ástæðan í ljós, brjóstahaldið af Guðrúnu hafði verið fjarlægt og nú átti að hampa veiðinni. Greinilega mikið fjör og brjóstahöld Guðrúnu hafa mikið aðdráttarafl.

Hvernig stelur maður annars brjóstahaldi af einhverjum sem er í því innanundir öðrum fötum?

Monday, April 23, 2007

Myndir úr sveitarútilegunni og Köben.

Ég man ekki betur en það hafi verið hellingur af myndavélum í ferðinni. Hvernig væri að koma með myndirnar á fund svo að við getum hellt þeim inn á netið. Það er alltaf gaman að skoða tíu þúsund close-ups af Minknum og Hildi.

Köben.
Var frábær að sjálfsögðu og getið hvern ég hitti. Ég var ekki búinn að vera korter inni á matsölustað þegar Sif labbar þar inn. Ég gólaði að sjálfsögðu yfir allan veitingastaðinn: "Hæ Sif, ég er búinn að ljúga að öllum að við séum saman í Köben í rómantískri skemmtiferð." Hún gjörsamlega roðnaði niður úr gólfinu.
Ég var að éta úr hlaðborði á veitingastaðnum en eftir að Sif kom inn þá var ekkert eftir þannig að ég var lítið saddari en þegar ég kom inn. Svo borðaði Sig líka allan ís í Kaupmannahöfn. Tívolí er enn þá að brenna, kóleran er óstöðvandi, allar pulsur óætar eftir það sem Sif gerði og danska er opinberlega dautt mál eins og latína (sem var kannski greiði en danirnir eru geðveikt sárir).

Talaði bara íslensku alla ferðina, virkar frábærlega. Danir verða eins og hundaskítur í framan þegar maður talar við þá íslensku.

Monday, April 16, 2007

Sveitarútilega Fljótstungu 13-15. apríl 2007

Minkurinn mætti náttúrulega alltof seint en hún var búinn að borða sem var bót í máli. Allir stigu um borð í bílanna þrjá. Pabbi Snædísar og pabbi Kristínar keyrðu og svo að sjálfsögðu sveitarfólið á Langaljót sínum. Á leiðinni hafði sveitin samband sín á milli með talstöðvum og voru kallmerkin fyrir Langaljót "Mammagæs", bíll Snædísar hafði kallmerki "Blái hvalurinn" og bíll Krístínar var "Hvíti hesturinn".

Að sjálfsögðu var svakalega vont veður á leiðinni sem bara versnaði þegar við nálguðumst Fljótstunguna. En á leiðarenda komumst við og þá þustu margir út til að létta á blöðrunni enda höfðu þrenglsi og stanslaust vatnsveður á leiðinni gert hlandsprengdum meðlimum sveitarinnar afar erfitt fyrir.

Í Fljótstungu komum við okkur fyrir í litlum skálum og hituðum kakó og fórum í spil, spjölluðum og fífluðumst. Allir skriðu í bólið um og eftir miðnætti enda þreytan farinn að segja til sín eftir daginn og bílferðina. Framundan var strembin dagur í hellaferð.

Ræs var klukkan átta við hávær mótmæli en að lokum komust allir framúr. Ætlunin var að skoða hellinn Víðgelmi. Brottför frá Fljótstungu var um hálf tíu og við hófum ferð niður í myrkrið í Víðgelmi um klukkan tíu eftir stuttan göngutúr þangað. Erlendur, pabbi Kristínar Maríu, fór yfir reglunar í hellinum og svo hófst leiðsögnin.

Víðgelmir er 1,6 km á lengd og rúmmál hans er álíka og Smáralindin. Við þurftum að skríða yfir flughála steina, sáum grýlukerti sem stóðu upp úr gólfinu, skoðum hraunkerti og hraunstrá. Allt í hellinum var stórkostlegt og hvelfingarnar risastórar. Ferðin tók 4 tíma inn að botni Víðgelmis og tilbaka, við fórum 50 metra niður fyrir yfirborðið. Allir voru sammála um að ferðin í hellinn væri mögnuð og að þrátt fyrir að það hefði verið rosalega erfitt að fara um hellinn þá hefði það sannarlega verið þess virði.

Eftir ferðina í gegnum Víðgelmi fengu allir sér að borða og svo drifum við okkur í sund í Húsafelli. Þar réðust allir á pottinn sem því miður var rétt volgur en engu að síður var gott að skríða ofan í pottinn. Eftir smá stund fór okkur að leiðast að sitja í pottinum og tókum á það ráð að hlaupa hringi í einum hringlaga pottinum. Þetta varð til þess að svakalegur svelgur myndaðist í pottinum og allir í pottinum hringsnérust hring eftir hring. Þvílíkt fjör. Potturinn var undir rennibrautinni og sveitin er rétt mátulega rugluð til þess að nota rennibrautina um leið og fullt af fólki er fyrir neðan og hefur enga stjórn á því hvar það er í pottinum vegna þess að það er fast í hringiðu. Að sjálfsögðu slösuðust mjög margir, Ragnheiður lýsti þessu svo lystavel.

"Ég rak hausinn í rennibrautina og það var rosalega sárt, mér sortnaði fyrir augum og ég fór að gráta. En um leið þá snérist ég í hring eftir hring og ég var að hlægja vegna þess að það var svo gaman. Þannig að ég var um leið grátandi og hlægjandi og snérist hring eftir hring."

Ruglað stuð í Húsafelli og svo fórum við tilbaka. Brytarnir tóku til starfa við að búa til pítsur sem að brögðust mjög vel þegar þær voru að lokum tilbúnar. Allt étið upp til agna og brytarnir voru ekki fyrr búnir að gera pítsu þegar þeir fóru að búa til súkkulaðiköku. Restin af sveitinni var í hálfgerðu reiðuleysi fram að kvöldvöku sem var stutt en góð. Eftir kvöldvöku komu brytarnir með súkkulaðiköku með súkkulaðikremi á kökunni og á andlitinu. Afar girnilegt. Kakan var frábær og ógeðslega mikið af henni. Við vígðum Rakel inn í sveitina og borðuðum köku eftir það. Um miðnætti voru flestir farnir að geispa mikið og menn fóru að týnast í holurnar sínar.

Klukkan er níu og kominn tími til að vakna. Ekki mikil hrifning en að lokum komust allir framúr. Sveitarfólið fór í kaffi upp á bæ og kom tilbaka klukkan klukkan hálf tólf og þá var ekki búið að gera neitt í að taka til mér til ómældrar ánægju. En þá var líka tekið til óspilltra málanna við að taka til. Súpan var sett á og þegar hún var tilbúin þá var hún sett út á pall til að éta. Ekki voru allir jafn hrifnir af því að éta úti en svona er þetta. Að lokum voru allir tilbúnir og komið að brottför.

Við stoppuðum við Hraunfossa og Barnafoss á leiðinni og höfðu allir afar gaman að því að skoða fossanna. Heimferðin tókst vel og komum við þreytt en sæl heim.