Wednesday, May 2, 2007

sumt verður alltaf eins

heil og sæl
Fundurinn síðastliðinnmánuag var svo hljóðandi, ég, Elvar og Aldís Lika fórum með krakkana í skátakappleiki sem gekk svona ágætlega eftir hópum, en síðan ákváðu allir eftir þessa misheppnuðu tilraun að leysa þrautir að fara bra í fótbolta á kirkjutúninu.

Það fíluðu sig allir frábærlega þar eða allavega frá mínu sjónarhorni.

En eins og vanalega fóru allir að reyna að afklæða mig, jamm, og þetta skiptið var markmiðið að ná mér úr brókunum, en sem betur fer tókst það ekki,

En þess má til gamans geta að Aldís Líka felldi Elvar líka í öllum ærslaganginum og Egill og vinur hans Ólafur litli komu í heimsókn og spiluðu með oss, það voru svo mikil læti í okkur að allar skátasveitirnar í vesturbænum mættu á svæðið og tóku þátt í leiknum.

Að lokum segi ég bara gleðileg jól, því þau eru nú á næsta leyti. Minns ætlar núna að yfirgefa yður til að fara að verzla jólagjafirnar.

sjáumst hress á jólaballinu.
jólakveðja nýi ástsæli bloggari yðar teygju safnarinn

No comments: