17 júnz
jahá
ég fór til Swazilands á fimmtudaginn og gisti í sjúklega flottu húsi, get sýnt ykkur myndir þegar ég kem heim, en fann síðan sporðdreka á gluggatjaldinu hjá mér, gat síðan ekki sofið seinni nóttina þar af hræðslu, heldur ekki litli skátinn sem ég er að skapa hérna í afríku, en við fórum í alls konar dýragarða og sáum mjög mörg dýr, ljón og fíla þar á meðal, en sá ekki zebra eina sem er eftir, en í þessu húsi þarna voru þjónar, eða einn þjónn og kokkur, þeir elduðu kvöldmat og morgunmat handa okkur og svo voru aðrir sem voru í því að þrífa, en þjónninn var kolsvartur og var alltaf í svörtum jakkafötum, svo um kvöldið var svo dimmt og hann kom síðan labbandi úr myrkrinu og mér brá svo mikið að ég dó næstum, nei djók, en haha það var einhver strútur sem bara hékk fyrir utan húsið okkar að reyna að fá mat,
en síðan fórum við á annað hótel síðustu nóttina það var sjúklega flott, í hobbita stíl, en þar var nú ein engisspretta fyrir ofan rúmmið mitt, en við henntum henni bara út, þar var sjuklega flott landslag, og við töluðum við eihverja konu sem var að vinna en henni var svo kalt, það var 25 stiga hita, við sögðumst koma frá íslandi og þar væri í heitasta lagi 15-20 og hún var bara æjj er veturinn svona kaldur hjá ykkur, við bara nei þetta er einn heitasta mánuðurinn, hún fekk næstum sjokk en þetta var nú allt í lagi
þegar við komum aftur til maputo fórum við í einhvert party hjá íslenska sendiráðinu í mozambique, það var mjög spes, ég bara í náttfötunum, vissi ekkert af þessu boði, hélt bara að við myndum keyra allan daginn, en í þessu partyi voru helstu stjörnur afríku, einhver kona sem vildi ólm vera vinkona mín en þurfti svo að fara, en hún er víst einhver voða stjarna þarna, en svo var einhver voða ljótur gaur eitthvað voða að dansa við mig og ingibjörgu systur, en við vildum nú ekkert með hann hafa, en ingibjörg fekk nú númerið hjá einhverjum öðrum hljómsveita gæja sem er víst lika voða frægur, svo var aðalgæjinn í afríku nú til dags MC Rogers, mhm, hann var voða mikið að spjalla við okkur og hinir öfunduðu okkur mjög mikið, og haha ingibjörg lét hann hafa númerið sitt og hann ætlar að koma til íslands að halda tónleika, en ljóti gaurinn vildi endilega fá númerin okkar en við neituðum því,
en ég skal segja ykkur meira af þessu partyi þegar ég kem heim aftur
kv gúrka
ps ég sakna ykkar alveg svakalega og er að fá helling af flashbackum um ykkur en vá hvað mig langaði í útileguna, en ég er kominn með litínn ægisbúa, hann er að verða´9 ára í ár og kemur til íslands eftir 1 ár eða 3 ef þau akveða að vera lengur, en hann hefur mikinn áhuga á þessu og ég er buin að spjalla við hann og við fórum í semi útilegu þarna í swazilandi
1 comment:
oh! vá heppna....en haha geðveikt kalt í 25 stiga hita! vá ég er stundum að kafna í 20 stiga hita :Pen já hlakka til að sjá þig ;)
Post a Comment