Jambó-kvef og Vesturbærinn or Bust.
Ég var með svo feitt kvef á mánudaginn síðasta að ég gafst upp við að skera gulrætur. En annað er gott.
Er með merkilegar fréttir sem eru þær að ég er að flytja í Vesturbæinn í lok þessa mánaðar. Hef fengið afhenda íbúðina og er um þessar mundir að gera hana fallega með málningu, ikea eldhúsi og vonandi nýju gólfefni. Hef tvær vikur til þess arna.
Ég legg til að við hittumst öll næsta mánudag kl. 19.30 (eins og venjulega). Fundurinn verður sennilega ekkert voðalega langur en það fer eftir því hvernig okkur gengur. Hef hugsað mér að ræða aðeins framtíðarplönin hjá sveitinni, fá hugmyndir og uppástungur hjá ykkur, leggja fyrstu drög að skipulagi vetrarins. Athugið að fundurinn er eingöngu fyrir þá sem eru þegar meðlimir Hvítu fjaðrarinnar. Þeir sem eiga að koma upp í haust þurfa að bíða aðeins lengur áður en þeirra starf hefst formlega og við þurfum að ræða það sérstaklega líka.
Vatn og geitur.
Þeir sem hafa áhuga á að aðstoða Hjálparstarf kirkjunnar (sjá email) við vekjka athygli á vatnsskorti í heiminum gefa sig fram í safnaðarheimili Dómkirkjunnar (það er húsið við tjörnina með turn og Tjarnarskóli er í sama húsi). Gengið inn um inngang gengt bílastæði bankans á móti. Verið með skátaklút, fáið einkenni (t-shirt), kynnið ykkur og segist vera skátar í sjálfboðavinnu. Fáið leiðbeiningar. Ég verð í nýju íbúðinni minni að brasa.
Sjáumst á mánudaginn.
2 comments:
verða 94 pakkið með okkur á næsta ári ?
Ég vil gjarnan að ekki sé vísað til systkyna okkar fædd 1994 sem "94 pakkið". Slíkt er ekki sæmandi.
Post a Comment