Tuesday, September 18, 2007

Ds. Ernir fundur þann 17. sept.

Góður fundur í gærkvöldi.

Ræddum um hvað við ætlum að gera og mér finnst sveitin hafa tekið vel á þessu og sé setja sér flott og góð markmið í starfinu. Þakka fyrir það hvað allir eru áhugasamir um það að koma sem mest að starfinu með fullri þátttöku, hugmyndum og tillögum. Nokkrir fengu frekari verkefni við að kanna eitt og annað fyrir sveitina.
Við tökum fyrir dagsetningar á næsta fundi fyrir útilegur og annað.

Tókum fyrir skátalögin, afar skemmtileg keppni og það kom mér mest á óvart hvað sveitin er sleip í fræðunum. Á næsta fundi eiga allir að reyna að koma með reynslusögu, dæmisögu etc. um hvernig skátalögin hafa haft áhrif í lífi þeirra.
Við förum síðan í skátaheitið á næsta fundi, gaman þá.

Mikilvæg tilkynning. Fundir Ds. Arna verða kl. 20.00-21.30 frá og með næsta mánudegi.

No comments: