Friday, November 9, 2007

Sveitarútilega Arna.

Loksins komið verð á herlegheitin. Gjaldið í útileguna er 3.500,- kr eða um 40 evrur. Það er allt innifalið fyrir utan persónulegan útbúnað eins og dýna, svefnpoki og föt. Vinsamlegast skráið ykkur á www.skati.is í útileguna.

Allir eiga að vera með bakpoka undir útbúnaðinn sinn og verða því að gæta hófs í þyngslum. Það er ekki hægt að komast að skálanum með ferðatöskur á hjólum. Ef þið eigið ekki bakpoka þá verðið þið að redda ykkur slíkum, fá lánað hjá góðhjörtuðum ættingjum eða vinum. Jafnframt verða allir að koma með eigin skál og bolla.

Ítarlegur útbúnaðarlisti verður gefin út og dreift á næsta fundi.

1 comment:

Anonymous said...

ER ÉG SÚ EINA SEM ER SPEEEEEEEEEEENNT ?!:D

heeeeeeh :$

-hildur