Monday, August 27, 2007

Fundur í kvöld, 27. ágúst.

Fundur hefst stundvíslega kl. 19.30 í kvöld.

Fundarefni: Dagskrá og verkefni vetrarins.

  • Útilegur.
  • Viðburðir til að sækja.
  • Nýja skátadagskráin.
  • Verkefni sveitarinnar.
  • Landsmót skáta 2008.
  • Langtíma-markmið.

Ég bið alla að koma undirbúna á fundinn. Það þýðir að meðlimir Hvítu fjaðrarinnar koma með hugmyndir, óskir og vilja. Þetta geta verið einstaklings- eða sveitarverkefni. Einnig verða menn að vera með dagatalið sitt nokkuð á hreinu og dagatal Hagaskóla og Való. Við verðum að geta skipulagt almennilega.
Ég ítreka að ég er ekki að biðja um fullmótaðar hugmyndir eða verkefni. Við þurfum fyrst að safna í sarpinn. Það eina sem ég vil ekki er að fólk yppti öxlum og hafi "veit ekki" viðkvæðið. Það er ekki í boði að vilja láta mata sig og vera áhrifa- og skoðannalaus.

No comments: