Saturday, August 23, 2008

gúrkubústaðaferð

heil og sæl


hehe... nú er komið að síðustu arna útilegunni.. og er markmið okkar að gera hana sem eftirminnilegasta
ætlunin er aðfara í Þingvelli á Mjóanes... það er æðislegur staður... var alltaf þar sem krakki .. 
þar er margt að bralla og svona 
það er rúmpláss fyrir sirka 10 manns... en ég veit að stelpurnar eru tilbúnar að sofa fleiri en 2-3 í einu hjónarúmmi.. svo það ætti ekki að vera vesen... en kannski ágætt að vera með 2-3 dýnur ef þið fitnið í millitíðinni
annars er allt til taks.. og kannski gott ef þið tækjuð svefnpoka og kodda ... þar sem ekki er til nóg af þeim fyrir alla... nenni heldur ekki að taka þá öll rúmmfötin með í bæinn að þvo 
en foringjar fá afa og ömmu herbergi þar sem allt er á rúmmum
muna svo að koma með sundföt... heitur pottur á staðnum og sturta og alles.. ipod græjur og allt..
svo er kannski ágætt að sameinast um mynd til að glápa á ...dvd tæki og playstation 2 og allur munaður
svo verðiði að skrá ykkur hjá mér ... bara með sms.. sími 8565889 og svo ætlum við að sameinast í bíla...
ímynda mér að addi verði á bíl... verð ég liklega með honum þá um 5 sæti laus.. en þá þröngt...en látið vita ef þið lumið á stórum bílum og skemmtilegum foreldrum

en þangað til góða nótt... og gangið hægt um gleðinnar dyr á menningarnótt
gúrkz

Sunday, June 8, 2008

mér finnst rigningin góð

hæhæ


þetta er hundraðasta færslan sem er gerð á þessa síðu.. og er ég ánægð að eiga þann heiður að gera það

en eins og við vitum vorum við í útilegu um helgina sem var æðisleg... veðrir hið besta.. fyrir utan nokkra rigninga skúra en ég meina rigning hefur aldrei meitt neinn..
en ég samt komst ekki fyrr en á föstudeginum og var svo hepping að lenda einmitt á adda þegar hann var að leggja af stað austur og rétt fekk tíma til að komast heim úr vinnunni og pakka einhverju.. gleymdi samt svefnpoka, kodda og dýnu...en ég er svo mikill plögger að ég reddaði þessu á 10 mín..
 en þegar ég kom var einhver ruðnings fótbolti í gangi þar sem einungis strákar tóku þátt í byrjun ásamt mér..var plötuð með...
þá skein sól og allir voru ánægðir en engin dagsskrá
svo komu fleiri og kvöldmatur haldin eikkað sem kallað var dannakássa heyrðist mér .. bragðaðist bara vel ef þið spyrjið mig.. svo héldum við upp í ksú í kvöldvöku og skemmtu litir skátar öðrum með leikatriðum sem áttu víst að snúast um suður-ameríku... hefði ekki fattað það...en það var mjög ánægjulegt og svo var diskó ala gummi eftirá fyrir þá sem þoldu þennan hávaða...og var það sjúklega skemmtó.. síðan var bara farið í bólið og sofið kalt..

laugardagurinn byrjaði kalt en þó ekki með rigningu en fór svo að rigna rétt eftir morgunmat.. þegar haldið var í hin árlega leik capture of the flag niður við fossá... allir hundblautur en skemmtu sér konunglega... sérstaklega eftir að óli var tekin útaf...
hádegimaturinn var pulsur sem allir átu af bestu list eftir þennan leik og göngutúr þar sem hið skemmtilega skátaníðs lag var samið og annað álika skemmtó

svo var gert meira af þessu ársbundna eins og að gróðursetja tré... einhver 200 plöntur heyrði ég.. mjög umhverfisvænt af okkur finnst mér.. kaffi eftir  á og frjáls tími sem ég varði í að spila og reyna að þorna... gekk bara frekar vel..
en svo komst ég að því að það er gaman að blotna  og verða kalt og ég fór út í góða veðrið og fannst gegt gaman... tók það svo að mér ásamt adda að grilla hamborgarana sem þið átuð í kvöldmat... vel kryddaðir..eftir tók svo við önnur kvöldvaka þar sem komist var að því að árni beinteinn kunni ekki númerið hjá dóminós.. ágætt.. en hvar hafði snorri verið allan daginn var verkefnið ...svovar bara haldið heim eftir nokkra létta leiki í ksú og farið í bólið.. önnur köld nótt

sunnudagurinn hófst með rigningu og kulda og engum morgunmat fyrir mig.. hafði enga list .. svo var bara tiltekt og gummi brjál eins og vanalega...ágætt..rigningin í litlum skömmtum.. nokkkur blaut tjöld og brjál rok og nokkur næstum fokin tjöld en bjargast allt þegar gúrkan er á svæðinu .. en annars allir heilir í rútu og komust í bæinn og tóku dótið inn í heimili
svo ætluði víst eikkerjir í sund í vesturbæjar lauginni en hún hefur verið lokuð alla síðustu viku og ég ekki einu sinni með bikini svo ég fekk mér bara örlitla kríu en nokkrir fóru víst í nauthólsvikina í góða veðrinu sem kom í bæinn

en ég vil bara segja eitt að lokum...takk fyrir sjúka útilegu og lofum erni fyrir uppvaskið og danska bílalagið

endilega bætið við og setjið fimmtudaginn inn.. missti af honum.. en núna er móða farin út og ég ætla að skella mér í sturtu
elsk jú öll ogvið sjáusmt á mrg á fundi

kv gúrka hin besta

ps.. komin með nýtt símanúmer í sumar 6644194

Friday, May 30, 2008

Pirates-útilegan 5-8. júní

Fyrst vil ég minna alla á að skrá sig í Pirates útileguna á http://www.skati.is/ ef þeir ætla sér að fara (eins og eitthvað annað sé í boði), það verður magnað stuð og fjör.

Eins og allir eiga að vita þá stóð til að áhugasamir gætu gengið hluta leiðarinnar á Úlfljótsvatn á fimmtudaginn. Í ljósi þess að mikill jarðskjálfti varð á svæðinu í gær var það samhljóma ákvörðun mín og fararstjóra Pirates að bjóða ekki upp á þessa göngu í þetta skipti. Andlegur þægindastuðull á göngusvæðinu er afar smár um þessar stundir og maður ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara að ganga þar yfir. Svo held ég líka að foreldrar ykkar myndu fá nett flog ef ég væri að tölta með ykkur yfir svæði í bullandi skjálftavirkni.

Á Úlfljótsvatni verður hins vegar massastuð, tanið vörkað, klifur og sig, bátarnir og vatnasafaríið. Hlakka mikið til að hitta ykkur öll og djamma eina feita Pirates- útilegu.

Tuesday, May 27, 2008

London, París, Róm. Voru orðin tóm...

... annað gildir þó um Amsterdam. En þangað stefnir okkar frábæra, yndislega, ástúðlega, hláturmilda, hjartahlýja, gjafmilda, fyndna, skemmtilega, aðdáunarverða, hæfileikaríka og uppáhalds Hildur Birnan okkar í Örnum. Góða ferð og ekki kaupa eða éta dóp í Amsterdam. Við hin látum okkur bara leiðast á meðan þú ert í burtu.

Ps. Hver kaupir blöðruna í partýið til að fagna því að Hil......

Thursday, May 15, 2008

17. maí - Fjölskyldudagur Stöðvar 2.

Sæl öll.

Ég geri ráð fyrir því að þið mætið öll í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á laugardaginn næsta. Mæting er klukkan hálf níu um morgunin.

Dagurinn er gríðarlega mikilvægt í fjáröflunatækifæri fyrir skátafélagið og það er ekki spurning í mínum huga að allir eiga að mæta, annað er ekki í boði. Sumir geta verið í stuttan tíma og aðrir lengur en allar hendur verða að vera á staðnum.

Hlakka til að sjá ykkur. Ég verð Hvítbakurinn í blöðrutjaldinu og þarf góða og virka blöðru-apa með mér í lið.

Tuesday, May 6, 2008

SOVÉT-upplýsingar.

Kæru félagar.

Stórkostlegt og magnað SOVÉT framundan þann 11. maí í Ægisbúð. Húsið opnar klukkan 17.30 og stuttu síðar hefst eldamennska. Á matseðli eru mexíkanskar pönnukökur og fjölbreytt meðlæti, vinsamlegast hringja í Snorra ef þið ætlið að borða slíkt gómsæti. Þeir sem hafa sérþarfir í meðlæti eða jafnvel mat skulu redda sér sjálfir. Gjaldið fyrir matinn verður ekki meira 1000,- kr. og er þá innfalið matur, vatn eins og þú getur í þig látið, borðbúnaður, borð og stóll, m.ö.o. gjafaprís. Aðrir koma með 200,- kr. í nammi- og naslpúkkið. Næturvaktinn verður í höndum Bjarna Páls og Guðrúnar okkar dáða aðstoðarsveitarfóls. Önnur dagskrá kvöldsins verður glápa á vidjó, éta sælgæti, King Frog og öskra. Brottför verður seinasta lagi kl. 15.00 á mánudaginn en þó aldrei fyrr en búið er að taka alveg til og þrífa.

Útbúnaðarlisti:
Morgunmatur.
Svefnpoki.
Pening.
Ólöglegar nammibirgðir.
Náttarar.
Snyrtideild Hagkaupa.
Tyggjó vegna andfýlu.
Myndavélar.
Minnst 1 DVD-mynd, þætti, eitthvað skemmtilegt.
Gott skap.

Monday, May 5, 2008

SOVÉT-KYNNING

Kæru félagar.

Félagar Snorri, Hildur og Kristín munu kynna fyrir félögum SOVÉT ráðgerðir sínar á fundi í kvöld klukkan átta í Ægisbúð.

Lengi lifi SOVÉT.

Monday, April 28, 2008

Sumardagurinn fyrsti.

Gott að sjá ykkur svona mörg á sumardaginn fyrsta. Næsta verkefni félagsins nálgast óðfluga, Fjölskyldudagur Stöðvar 2 verður haldinn 17. maí næstkomandi og þar ætla allir að mæta. Ég hef verið beðinn um SOVÉT og vil verða við þeirri ósk og vil að sama skapi fá að heyra sem allra fyrst hverjir ætla að vera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að vinna að stærstu fjáröflun Ægisbúa.

Tuesday, April 22, 2008

Ganga smanga, meira smeira.

Sökum þess hve Ernir eru mikið í samræmduprófunum og eiga almennt séð ógurlega bágt þá ætla ég að fæstir geti tekið þátt í sumardeginum fyrsta. Verst er að helmingurinn af ykkur eruð að vinna á þessum degi sem er ekki alveg nógu gott í ljósi þess að sumardagurinn fyrsti hefur alltaf verið mikill skátadagur og ekkert breyst í þeim efnum og ég bjóst eiginlega ekki við að þurfa að segja það, taldi það sjálfsagt en það er ekki eins og ég hafi ekki rekið mig á svona áður. Hvað um það.

Í kvöld er gönguæfing með Albatross og ég óska þess að þið sem getið komið og hjálpið þeim og gagnið með þeim. Þannig ná þau hvernig þetta fer fram. Fundur Albatross hefst klukkan 19.30 og eru það engir aðrir en Egill og Bjarni Páll sem sjá um æfinguna. En eins og alþjóð veit eru þeir uppáhalds Egillinn og Bjarninn.

Á sumardaginn fyrsta vil ég sjá ykkur öll í Vesturbæjarlauginn klukkan 10.30 í Bjartsýnisbusli, þið hafið gott af því að fara í bað þegar þið eruð að lesa undir samræmduprófin. Ef þið sjáið ykkur fært að mæta í Frostaskjól þá velkominn, það þarf að snúa candy floss, passa hoppara, vera kát og skemmtileg.

Monday, April 21, 2008

Gönguæfing í kvöld.

Þið hafið verið valin sjálfboðaliðar til að leiða skrúðgönguna á sumardaginn fyrsta. Gönguæfing í kvöld. En að öllu gríni slepptu þá er það fróm ósk stjórnar Ægisbúa að þið takið þetta verkefni að ykkur og leysið með sóma eins og þið hafið gert undanfarin ár. Sjáumst í kvöld.

Tuesday, April 15, 2008

Roverway 2009 kynningarfundur

Minni alla Erni á fundinn á morgun (miðvikudaginn 16. apríl) um Roverway og hvernig þið getið tekið þátt. Verðið að taka vel eftir vegna þess að þið ætlið að segja mér allt um þetta á næsta fundi.

Fundurinn er í kjallara Neskirkju (gamla safnaðarheimilið) og hefst klukkan átta að kvöldi.

Sá sem mætir ekki er fúlegg.

Sunday, April 13, 2008

Lúðasveittarbúðir í Stykkishólmi

Íbúar Stykkishólmar urðu ansi hissa þegar rúta full af sveittum lúðum birtist á planinu hjá
Grunnskóla Stykkishólmi sem er afar nýtt og ógeðfellt hús.
Geðspítalinn!
Þegar við komum inní skólann blasti við okkur eitt hvítasta svæði sem við höfðum séð, úr hópnum heyrðust stunur og einhver sagði “Díses, hvaða fokkíngs geðspítala erum við á ?”. Krúið mitt fann sér svo skólastofu og áhváðum að gera hana að vistarverum okkur yfir helgina.
Upphófst mikið vesen með vindsængur og pumpur en ekki fyrir mig, ofurskátann sjálfan enda tók ég með mér einangrunnardýnuna góðu. Eftir að hafa grafið hljóðfærin uppúr töskunum blöstuðum við smá arty tónlist á græunum og fórum svo niður í mat og fengum ofsoðið spagettí sem við hentum svo lúmsk í ruslið og hlupum útí Bónus.
Æfa lúður.
Eftir Bónus ferðina var okkur skutlað í æfingahúsnæðið en það var stór og mikill salur sem var frekar hár til lofts og án allrar dempunnar. Það fyrsta sem stjórnandinn okkar hann Kári sagði við okkur var ; jæja krakkar, nú hefðu eyrnatappar komið sér vel. Kári nefilega alltaf að hvetja okkur til að vera með eyrnatappa svo við skemmum ekki heyrnina,en enginn hlustar á hann. Við æfðum svo til hálf eitt um kvöldið án allra helstu vandræða en það bilaði bara einn saxafónn á æfingunni.
Nó kúr við'ðe krú.
Þegar við komum uppí skóla aftur áttum við að fara að sofa en krúið mitt góða fór ekki að lúra fyrr en um 3. Þegar ég var alveg að sofna varð mér hugsað til ykkar, ég hafði engan til að kúra með og var bara einust í heiminum,biturðin útí Lúðó 2000 kom fram.
Lúðra meira.
Klukkan átta á laugardagsmorgninum vorum við vakin og sagt að drífa okkur á fætur og borða, í morgunmat var kornfleks og svo var bara hlaupið á æfingu. Við æfðum til 1 með pásum, í hádegismat fengum við pasta og ég fékk sko að kynnast því að allir í Stykkishólmi flokka allan úrgang, lífrænn úrgangur, ó endurvinnanlegt, plast og svo framvegis.Síðan máttum við fara í sund og að sjálfsögðu skellti krúið sér í sund ásamt öðrum lúðum.
Busl og meira pasta.
Sundlaug Stykkishólmar er með voða stóra rennibraut og tvo heita potta,þegar við komum í laugina var búið að loka rennibrautinni vegna frosts, við vorum ekkert lítið ósátt með það og vældum voða mikið í sundlaugarverðinum en ekkert gekk. Svo við fórum bara og tönuðum í heita pottinum og fórum svo í sundkeppni þar sem einn til tveir bikiní toppar fuku upp eða niður.
Eftir sundið voru svo svona feik tónleikar þar sem mættu svona 10 manns, frekar vandræðalegt. Svo æfðum við bara til 7 og borðuðum síðan, PASTA í þriðjaskiptið í þessari blessuðu ferð okkar. Svo fengum við frí um kvöldið og fórum bara að horfa á myndir og spjalla og blasta tónlist eins og við gjörum ávallt og mér til mikillar gleði fékk ég sms frá Ragnheiðinni minni, og aftur braust biturðin út í mér og ég þráði að vera í útilegu með ykkur.
Æ kant ged nó kúr.
Ég sofnaði um 2 einhver staðar sem var ekki á minni dýnu og vaknaði svo um 3 og skreið oní minn poka og sá þá undarlega sjón sem ég bjóst ekki við að sjá í lúðasveittumbúðum ; strák og stelpu að kúra. Svo vaknaði ég um 7 leitið og lá ein og andvaka,án alls kúrs.
Upp birtir um síðir.
Klukkan hálf 9 var svo ræs og morgunmatur sem var að vísu ekki pasta. Eftir það var svo æfing og svo bara skundað heim á leið. Hólmafólkið kom og kvaddi okkur með tárin í augunum.Þegar ég kom heim sökkti ég mér í útilegu þunglyndið, en ég horfði fram á við og uppgvötaði að það var fundur daginn eftir svo ég reif mig uppúr þunglyndinu og svaf róleg þá nótt.

Takk fyrir ekki-útileguna mýsnar mínar
Hildur Birna.

Sunday, April 6, 2008

Smá ergelsi

varðandi Útilífshelgi dróttskátaflokka vegna þess að mér finnst vera misræmi á milli orða og gjörða hjá mörgum dróttskátum. Er ég að tala um frómar óskir ykkar um meira útilíf og fleiri útilegur sem þið getið farið í. Ég og Guðrún og félagið reynum sitt besta að vera með útilegur en jafnframt hef ég bent ykkur dagskrá sem er fyrir utan félagið og áminnt ykkur margsinnis að þið verðið að taka smá ábyrgð á því sem þið takið ykkur fyrir hendur eins og t.d. líta á dagatalið á skátavefnum (www.skatar.is).

Aðalatriðið er að ég sendi út fyrir fjórum dögum skeyti þar sem ég minnist á þessa helgi aftur, því ég hef sannarlega gert það við nokkur tækifæri á fundum hjá báðum sveitum. Ég verð að segja að ég verð fyrir nokkrum vonbrigðum er ég kemst að því að þið biðjið um útilegur en nýtið ykkur til fullnustu þau tækifæri sem gefast.

Staðan í dag, sunnudag, er sú að ég hef kannað málið hjá mótsstjórn Útilífshelgarinnar og það lýtur út fyrir að allt sé fullt, það eru miklar lýkur á því að þið séuð búinn að missa af tækifærinu vegna aðgerðaleysis og doða. Ég hef nú þegar samið við mótsstjórnina um að þið eruð fremst á biðlista þrátt fyrir að þið hafið ekki skráð ykkur. Skráning ykkar verður að berast á morgun á skráningarvef útilífshelgarinnar eða til mín ef honum hefur verið lokað.

Annað mál er að ef þið skoðið ekki tölvupóstinn ykkar, afhverju í ósköpunum eruð þið að gefa upp tölvupóstfang. Í sumum tilfellum þá finnst mér eins og sumir séu með tölvupóstfang vegna þess að þeir halda að það sé svo fullorðinslegt og þá kemur sneiðin frá mér: "Fullorðið fólk á að ráða við að lesa póstinn sinn kannski tvisvar í viku. Ef það er ofvirki einhvers þá er hann ekki fullorðin og á ekki að vera þykjast eitthvað." Já, ég er frekar pirraður.

Þetta er afar villandi og ég kýs að senda póst þangað sem hann er lesinn. Gefið upp tölvupóstfang hjá foreldrum ef að það er lausnin. En þetta er alveg út í hött eins og staðan er í dag hjá mörgum.

Tuesday, April 1, 2008

útilega búin

halló

takk fyrir frábæra útilegu... eins og þær eru allar... þið sem mættuð.

góð gönguferð þarna á laugardeginum... þessi föstudagsganga var bara ekki neitt... en allir vel búnir undir 2 km göngu í skálann. Kóparnir voru fínir.. betri en við var búist.. mikið spilað og solls.. einnig komu óvæntir gestir sem gaman var að...en fóru þeir svo bara uppá fjall og sáust litið eftir það... sund ferðin var fín fyrir utan þessi börn sem voru utan í okkur... þangað mættu 3 kópar með og tel ég að vinskapur hafi myndast þessa helgi milli þessara félaga... allavega hjá þessum tveim flokkum...en vá er farin að bulla eikkað ´núna

fundurinn í gær fór ekki alveg eins og planaður en var samt góður.... samt tilviljun að katla var með mynd... þið misstuð af frábærri mynd sem ég var með eeeeen Kötlu mynd ætti að verða til bráðum og þá verður hún ábyggilega sýnd við mikinn fögnuð í skátaheimili voru..

er svo ekki bara pirates næsta útilega?

ætla ekki allir að labba?

er strax farin að hlakka til... langar lika að fara með ykkur í einn skála við þingvallavatn,... kannski bara yfir eina nótt.. semi sofét... meina arnarsetur er enn ekki til... en ég ræði bara við Aðalstein um þetta... en eruði leikur í þetta?


elska ykkur ölll (sérstaklega þá sem mættu í útilegu) þið hin fyrigefið en svona er bara að mæta ekki...

kv Gúrks 4luv

Thursday, March 27, 2008

Þristur um helgina.

Í gær var farið yfir nokkur atriði varðandi útilegu.
Útbúnaður í stuttu máli.
Nesti.
Fatnaður til göngu.
Svefnpoki og dýna.
Annað nauðynlegt.
Allir þurfa að hafa útbúnað í bakpoka.
Allir þurfa að koma tilbúnir til göngu.

Annað:
Hittumst kl. 20.00 við Shell á Vesturlandsvegi á föstudaginn og hittum 4-10 Kópa.
Kostar 1500,- kr. í útileguna (skálagjald).
Grill á staðnum fyrir laugardagskvöld.
Heimkoma á sunnudag verður víst mismunandi en 14.00-15.00 er nær lagi.

Upplýsingar um Þrist.
Upplýsingar um Móskarðshnúka.

Skráning fyrir utan AÞ og samgöngur:
Guðrún J (far AÞ)
Kristín María (vantar far)
Sigurborg Rakel (vantar far)
Laufey (far AÞ)
Snædís (vantar far)
Ragnheiður Freyja (vantar far)


Í dráttarvél sveitarfólsins eru tvö laus pláss núna.

Saturday, March 22, 2008

Páskar, fundur og útilega

Næstu helgi, þann 28.-30. mars er áætluð sveitarútilega í hinum stórglæsilega skála Þristi í eigu skf. Kópa. Þar sem enginn er fundurinn næsta mánudagskvöld verður útilegu-skipulagningar-áætlunar-fundur á miðvikudagskvöld (26. mars) kl. 20.00 í Ægisbúð. Sem fyrr er lágmarksþátttaka í útileguna til að verði farið. Átta stk. verða að skrá sig til leiks og er það gert með því að hringja í mig eða senda email.
Skráning stendur til miðnættis á miðvikukvöld.

Hlakka til að heyra í ykkur.

Friday, March 7, 2008

Hver hittir sveitarfólið?

Í hæfilegri fjarlægð mun þessi standa:



Þið fáið ákveðinn tíma til að smíða teygjubyssu, prófa og svo hitta í mark (sveitarfólið) með vatnsblöðru.


Ykkur til undirbúnings getið þið lært nokkra hnúta hér: http://www.realknots.com/

Gangi ykkur vel, lofa að hreyfa mig ekki.

Tuesday, February 26, 2008

útilega næstu helgi

ég ætla að birta´hér á veraldarvefnum fyrir ykkur bréfið sem ég fekk um útileguna

hæ hæ,

Hrollur 2008 er útivistarkeppni sem haldin er af Mosverum, helgina 29. febrúar til 2. mars, þ.e. næstu helgi. Þessi keppni er fyrir dróttskáta í 8.-10. bekk og minnir svolítið á Rs. gönguna.

Mæting er við hafravatnsafleggjara á föstudagskvöld og er gengið þaðan í skátaskálann Hliðru. Um kvöldið verður næsti dagur skipulagður en skátarnir fá kort og gps hnit uppgefin. Á laugardaginn verður svo keppnin sjálf, um kvöldið verður sleikjukeppni, þar sem skátar "múta" dómnefnd til að næla sé í auka stig, og svo trivial pursuit keppni. Kvöldmatur verður í boði á laugardagskvöldið. Næsta morgun er svo "refur" og svo verður verðlaunaafhending, og hún er ekki í verri kanntinum!!!

2 og 2 eru saman í liði en hægt er að gera undantekningar í neyð, og kostar 2008 kr. á mann. Stig eru gefin fyrir pósta, stundvísi, sleikjukeppni, spurningakeppni, ref og hægt er að næla sér í slatta af aukastigum meðþví að sofa í tjaldi báðar næturnar. Endilega láttu mig vita ef einhverjir hafa áhuga, við viljum endilega að sem flestir mæti

Kveðja, Katrín Möller


sem sagt sendið mér sms eða hringjið í mig ef ykkur langar að fara

kv gúrka

Monday, February 25, 2008

SPK-fundur í kvöld.

Þægileg föt, rólegt yfirbragð og gott skap.

Nammi í algjöru lágmarki.

Takk fyrir útileguna, þið sem komuð stóðuð ykkur frábærlega.

Friday, February 8, 2008

omg


ég var eikka úti að labba og þá kom eikker gömul beygla og var eikka
þússt farðu, og ég bara OMG, samt pínu LOL líka og allir eikkva OMG gammla beygla farðu
og keyptu þér BEYGLU!

en svo var ég bara omg mig langa í útilegu, en svo var henni bara frestað svo ég fór bara að sofa og svaf og svaf þangað til gamla konan kom heim til mín með beyglu og var eikkað omg þú varst gegt að dissa mig og nú ætla ég bara að lögsækja þig og láta senda þig úr landi svo að ég bara þarf að flýja til Bosníu svo ég þarf bara að hætta í skátunum en við sjáusmt bara á næsta jamboree 2011

bææbæ
elska ykkur öll (nema Pétur)

Tuesday, January 29, 2008


Monday, January 28, 2008

Í kvöld 28. janúar

Gerð stuttmyndar haldið áfram. Katla verður með umsjón verkefnisins.

Allir eiga að koma með svarta tússlit til að krassa á höndina á sér og koma í svörtum fötum.


Friday, January 18, 2008

Dagskrá jan-júní 2008.

Það hefur vafalaust enginn tekið eftir því að dagskráin er kominn inn á dagskrársíðuna. Settu uppí google Calendar og allt.

Meðan ég man, það eiga allir að vera með klút á fundi. Það má geyma klútana í heimilinu.

Thursday, January 17, 2008

Fundur fellur niður 21. janúar.

Í ljósi þess hversu margir í sveitinni ætla sér að vinna að fjárölfun í Útilíf næsta mánudag þá fellur fundurinn það kvöld niður.
Ég hugsa að ég reyni að mæta sjálfur á mánudagskvöldið og safna peningum í ferðir.

El Comandat.

Tuesday, January 8, 2008

Næsti fundur á mánudag.

Takk fyrir seinasta fund. Hann fór eins og við var búist. SPK- fundur og besta mómentið var þegar Sif öskraði "Ég drep ykkar" og allir flúðu úr herberginu í dauðans ofboði.

En hvað um það, fyrir næsta fund fer ég fram á eftirfarandi.
Dagbókin verður að vera með í för.
Smá metnaður varðandi óskir um verkefni og ferðir vorannar fram á sumar.
Ákveðum dagsetningu á sveitarútilegu.
Annað.
Hildur Birna kemur með hundrað kall og ég raka af henni toppinn.

Wednesday, January 2, 2008

Gleðilegt nýtt ár og allt hitt...

Nú er komið nýtt ár og ég vona að þið hafið farið varlega með sprengjurnar. Ég treysti því að þið hafið tekið hraustlega til matarins yfir hátíðirnar en um leið þá lofa ég öllum meinlegum athugasemdum sem voga sér að nefna svo mikið sem eitt orð um að hafa fitnað vegna þess að viðkomandi borðaði svo mikið um jólin.

Framundan: Hittast í fyrsta skipti á nýju ári, annaðhvort 7. eða 14. janúar. Þið ráðið. Notið kommentkerfi eða spjallið til að taka afstöðu.