Smá ergelsi
varðandi Útilífshelgi dróttskátaflokka vegna þess að mér finnst vera misræmi á milli orða og gjörða hjá mörgum dróttskátum. Er ég að tala um frómar óskir ykkar um meira útilíf og fleiri útilegur sem þið getið farið í. Ég og Guðrún og félagið reynum sitt besta að vera með útilegur en jafnframt hef ég bent ykkur dagskrá sem er fyrir utan félagið og áminnt ykkur margsinnis að þið verðið að taka smá ábyrgð á því sem þið takið ykkur fyrir hendur eins og t.d. líta á dagatalið á skátavefnum (www.skatar.is).
Aðalatriðið er að ég sendi út fyrir fjórum dögum skeyti þar sem ég minnist á þessa helgi aftur, því ég hef sannarlega gert það við nokkur tækifæri á fundum hjá báðum sveitum. Ég verð að segja að ég verð fyrir nokkrum vonbrigðum er ég kemst að því að þið biðjið um útilegur en nýtið ykkur til fullnustu þau tækifæri sem gefast.
Staðan í dag, sunnudag, er sú að ég hef kannað málið hjá mótsstjórn Útilífshelgarinnar og það lýtur út fyrir að allt sé fullt, það eru miklar lýkur á því að þið séuð búinn að missa af tækifærinu vegna aðgerðaleysis og doða. Ég hef nú þegar samið við mótsstjórnina um að þið eruð fremst á biðlista þrátt fyrir að þið hafið ekki skráð ykkur. Skráning ykkar verður að berast á morgun á skráningarvef útilífshelgarinnar eða til mín ef honum hefur verið lokað.
Annað mál er að ef þið skoðið ekki tölvupóstinn ykkar, afhverju í ósköpunum eruð þið að gefa upp tölvupóstfang. Í sumum tilfellum þá finnst mér eins og sumir séu með tölvupóstfang vegna þess að þeir halda að það sé svo fullorðinslegt og þá kemur sneiðin frá mér: "Fullorðið fólk á að ráða við að lesa póstinn sinn kannski tvisvar í viku. Ef það er ofvirki einhvers þá er hann ekki fullorðin og á ekki að vera þykjast eitthvað." Já, ég er frekar pirraður.
Þetta er afar villandi og ég kýs að senda póst þangað sem hann er lesinn. Gefið upp tölvupóstfang hjá foreldrum ef að það er lausnin. En þetta er alveg út í hött eins og staðan er í dag hjá mörgum.
No comments:
Post a Comment