Tuesday, April 22, 2008

Ganga smanga, meira smeira.

Sökum þess hve Ernir eru mikið í samræmduprófunum og eiga almennt séð ógurlega bágt þá ætla ég að fæstir geti tekið þátt í sumardeginum fyrsta. Verst er að helmingurinn af ykkur eruð að vinna á þessum degi sem er ekki alveg nógu gott í ljósi þess að sumardagurinn fyrsti hefur alltaf verið mikill skátadagur og ekkert breyst í þeim efnum og ég bjóst eiginlega ekki við að þurfa að segja það, taldi það sjálfsagt en það er ekki eins og ég hafi ekki rekið mig á svona áður. Hvað um það.

Í kvöld er gönguæfing með Albatross og ég óska þess að þið sem getið komið og hjálpið þeim og gagnið með þeim. Þannig ná þau hvernig þetta fer fram. Fundur Albatross hefst klukkan 19.30 og eru það engir aðrir en Egill og Bjarni Páll sem sjá um æfinguna. En eins og alþjóð veit eru þeir uppáhalds Egillinn og Bjarninn.

Á sumardaginn fyrsta vil ég sjá ykkur öll í Vesturbæjarlauginn klukkan 10.30 í Bjartsýnisbusli, þið hafið gott af því að fara í bað þegar þið eruð að lesa undir samræmduprófin. Ef þið sjáið ykkur fært að mæta í Frostaskjól þá velkominn, það þarf að snúa candy floss, passa hoppara, vera kát og skemmtileg.

No comments: