Monday, April 28, 2008

Sumardagurinn fyrsti.

Gott að sjá ykkur svona mörg á sumardaginn fyrsta. Næsta verkefni félagsins nálgast óðfluga, Fjölskyldudagur Stöðvar 2 verður haldinn 17. maí næstkomandi og þar ætla allir að mæta. Ég hef verið beðinn um SOVÉT og vil verða við þeirri ósk og vil að sama skapi fá að heyra sem allra fyrst hverjir ætla að vera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum að vinna að stærstu fjáröflun Ægisbúa.

Tuesday, April 22, 2008

Ganga smanga, meira smeira.

Sökum þess hve Ernir eru mikið í samræmduprófunum og eiga almennt séð ógurlega bágt þá ætla ég að fæstir geti tekið þátt í sumardeginum fyrsta. Verst er að helmingurinn af ykkur eruð að vinna á þessum degi sem er ekki alveg nógu gott í ljósi þess að sumardagurinn fyrsti hefur alltaf verið mikill skátadagur og ekkert breyst í þeim efnum og ég bjóst eiginlega ekki við að þurfa að segja það, taldi það sjálfsagt en það er ekki eins og ég hafi ekki rekið mig á svona áður. Hvað um það.

Í kvöld er gönguæfing með Albatross og ég óska þess að þið sem getið komið og hjálpið þeim og gagnið með þeim. Þannig ná þau hvernig þetta fer fram. Fundur Albatross hefst klukkan 19.30 og eru það engir aðrir en Egill og Bjarni Páll sem sjá um æfinguna. En eins og alþjóð veit eru þeir uppáhalds Egillinn og Bjarninn.

Á sumardaginn fyrsta vil ég sjá ykkur öll í Vesturbæjarlauginn klukkan 10.30 í Bjartsýnisbusli, þið hafið gott af því að fara í bað þegar þið eruð að lesa undir samræmduprófin. Ef þið sjáið ykkur fært að mæta í Frostaskjól þá velkominn, það þarf að snúa candy floss, passa hoppara, vera kát og skemmtileg.

Monday, April 21, 2008

Gönguæfing í kvöld.

Þið hafið verið valin sjálfboðaliðar til að leiða skrúðgönguna á sumardaginn fyrsta. Gönguæfing í kvöld. En að öllu gríni slepptu þá er það fróm ósk stjórnar Ægisbúa að þið takið þetta verkefni að ykkur og leysið með sóma eins og þið hafið gert undanfarin ár. Sjáumst í kvöld.

Tuesday, April 15, 2008

Roverway 2009 kynningarfundur

Minni alla Erni á fundinn á morgun (miðvikudaginn 16. apríl) um Roverway og hvernig þið getið tekið þátt. Verðið að taka vel eftir vegna þess að þið ætlið að segja mér allt um þetta á næsta fundi.

Fundurinn er í kjallara Neskirkju (gamla safnaðarheimilið) og hefst klukkan átta að kvöldi.

Sá sem mætir ekki er fúlegg.

Sunday, April 13, 2008

Lúðasveittarbúðir í Stykkishólmi

Íbúar Stykkishólmar urðu ansi hissa þegar rúta full af sveittum lúðum birtist á planinu hjá
Grunnskóla Stykkishólmi sem er afar nýtt og ógeðfellt hús.
Geðspítalinn!
Þegar við komum inní skólann blasti við okkur eitt hvítasta svæði sem við höfðum séð, úr hópnum heyrðust stunur og einhver sagði “Díses, hvaða fokkíngs geðspítala erum við á ?”. Krúið mitt fann sér svo skólastofu og áhváðum að gera hana að vistarverum okkur yfir helgina.
Upphófst mikið vesen með vindsængur og pumpur en ekki fyrir mig, ofurskátann sjálfan enda tók ég með mér einangrunnardýnuna góðu. Eftir að hafa grafið hljóðfærin uppúr töskunum blöstuðum við smá arty tónlist á græunum og fórum svo niður í mat og fengum ofsoðið spagettí sem við hentum svo lúmsk í ruslið og hlupum útí Bónus.
Æfa lúður.
Eftir Bónus ferðina var okkur skutlað í æfingahúsnæðið en það var stór og mikill salur sem var frekar hár til lofts og án allrar dempunnar. Það fyrsta sem stjórnandinn okkar hann Kári sagði við okkur var ; jæja krakkar, nú hefðu eyrnatappar komið sér vel. Kári nefilega alltaf að hvetja okkur til að vera með eyrnatappa svo við skemmum ekki heyrnina,en enginn hlustar á hann. Við æfðum svo til hálf eitt um kvöldið án allra helstu vandræða en það bilaði bara einn saxafónn á æfingunni.
Nó kúr við'ðe krú.
Þegar við komum uppí skóla aftur áttum við að fara að sofa en krúið mitt góða fór ekki að lúra fyrr en um 3. Þegar ég var alveg að sofna varð mér hugsað til ykkar, ég hafði engan til að kúra með og var bara einust í heiminum,biturðin útí Lúðó 2000 kom fram.
Lúðra meira.
Klukkan átta á laugardagsmorgninum vorum við vakin og sagt að drífa okkur á fætur og borða, í morgunmat var kornfleks og svo var bara hlaupið á æfingu. Við æfðum til 1 með pásum, í hádegismat fengum við pasta og ég fékk sko að kynnast því að allir í Stykkishólmi flokka allan úrgang, lífrænn úrgangur, ó endurvinnanlegt, plast og svo framvegis.Síðan máttum við fara í sund og að sjálfsögðu skellti krúið sér í sund ásamt öðrum lúðum.
Busl og meira pasta.
Sundlaug Stykkishólmar er með voða stóra rennibraut og tvo heita potta,þegar við komum í laugina var búið að loka rennibrautinni vegna frosts, við vorum ekkert lítið ósátt með það og vældum voða mikið í sundlaugarverðinum en ekkert gekk. Svo við fórum bara og tönuðum í heita pottinum og fórum svo í sundkeppni þar sem einn til tveir bikiní toppar fuku upp eða niður.
Eftir sundið voru svo svona feik tónleikar þar sem mættu svona 10 manns, frekar vandræðalegt. Svo æfðum við bara til 7 og borðuðum síðan, PASTA í þriðjaskiptið í þessari blessuðu ferð okkar. Svo fengum við frí um kvöldið og fórum bara að horfa á myndir og spjalla og blasta tónlist eins og við gjörum ávallt og mér til mikillar gleði fékk ég sms frá Ragnheiðinni minni, og aftur braust biturðin út í mér og ég þráði að vera í útilegu með ykkur.
Æ kant ged nó kúr.
Ég sofnaði um 2 einhver staðar sem var ekki á minni dýnu og vaknaði svo um 3 og skreið oní minn poka og sá þá undarlega sjón sem ég bjóst ekki við að sjá í lúðasveittumbúðum ; strák og stelpu að kúra. Svo vaknaði ég um 7 leitið og lá ein og andvaka,án alls kúrs.
Upp birtir um síðir.
Klukkan hálf 9 var svo ræs og morgunmatur sem var að vísu ekki pasta. Eftir það var svo æfing og svo bara skundað heim á leið. Hólmafólkið kom og kvaddi okkur með tárin í augunum.Þegar ég kom heim sökkti ég mér í útilegu þunglyndið, en ég horfði fram á við og uppgvötaði að það var fundur daginn eftir svo ég reif mig uppúr þunglyndinu og svaf róleg þá nótt.

Takk fyrir ekki-útileguna mýsnar mínar
Hildur Birna.

Sunday, April 6, 2008

Smá ergelsi

varðandi Útilífshelgi dróttskátaflokka vegna þess að mér finnst vera misræmi á milli orða og gjörða hjá mörgum dróttskátum. Er ég að tala um frómar óskir ykkar um meira útilíf og fleiri útilegur sem þið getið farið í. Ég og Guðrún og félagið reynum sitt besta að vera með útilegur en jafnframt hef ég bent ykkur dagskrá sem er fyrir utan félagið og áminnt ykkur margsinnis að þið verðið að taka smá ábyrgð á því sem þið takið ykkur fyrir hendur eins og t.d. líta á dagatalið á skátavefnum (www.skatar.is).

Aðalatriðið er að ég sendi út fyrir fjórum dögum skeyti þar sem ég minnist á þessa helgi aftur, því ég hef sannarlega gert það við nokkur tækifæri á fundum hjá báðum sveitum. Ég verð að segja að ég verð fyrir nokkrum vonbrigðum er ég kemst að því að þið biðjið um útilegur en nýtið ykkur til fullnustu þau tækifæri sem gefast.

Staðan í dag, sunnudag, er sú að ég hef kannað málið hjá mótsstjórn Útilífshelgarinnar og það lýtur út fyrir að allt sé fullt, það eru miklar lýkur á því að þið séuð búinn að missa af tækifærinu vegna aðgerðaleysis og doða. Ég hef nú þegar samið við mótsstjórnina um að þið eruð fremst á biðlista þrátt fyrir að þið hafið ekki skráð ykkur. Skráning ykkar verður að berast á morgun á skráningarvef útilífshelgarinnar eða til mín ef honum hefur verið lokað.

Annað mál er að ef þið skoðið ekki tölvupóstinn ykkar, afhverju í ósköpunum eruð þið að gefa upp tölvupóstfang. Í sumum tilfellum þá finnst mér eins og sumir séu með tölvupóstfang vegna þess að þeir halda að það sé svo fullorðinslegt og þá kemur sneiðin frá mér: "Fullorðið fólk á að ráða við að lesa póstinn sinn kannski tvisvar í viku. Ef það er ofvirki einhvers þá er hann ekki fullorðin og á ekki að vera þykjast eitthvað." Já, ég er frekar pirraður.

Þetta er afar villandi og ég kýs að senda póst þangað sem hann er lesinn. Gefið upp tölvupóstfang hjá foreldrum ef að það er lausnin. En þetta er alveg út í hött eins og staðan er í dag hjá mörgum.

Tuesday, April 1, 2008

útilega búin

halló

takk fyrir frábæra útilegu... eins og þær eru allar... þið sem mættuð.

góð gönguferð þarna á laugardeginum... þessi föstudagsganga var bara ekki neitt... en allir vel búnir undir 2 km göngu í skálann. Kóparnir voru fínir.. betri en við var búist.. mikið spilað og solls.. einnig komu óvæntir gestir sem gaman var að...en fóru þeir svo bara uppá fjall og sáust litið eftir það... sund ferðin var fín fyrir utan þessi börn sem voru utan í okkur... þangað mættu 3 kópar með og tel ég að vinskapur hafi myndast þessa helgi milli þessara félaga... allavega hjá þessum tveim flokkum...en vá er farin að bulla eikkað ´núna

fundurinn í gær fór ekki alveg eins og planaður en var samt góður.... samt tilviljun að katla var með mynd... þið misstuð af frábærri mynd sem ég var með eeeeen Kötlu mynd ætti að verða til bráðum og þá verður hún ábyggilega sýnd við mikinn fögnuð í skátaheimili voru..

er svo ekki bara pirates næsta útilega?

ætla ekki allir að labba?

er strax farin að hlakka til... langar lika að fara með ykkur í einn skála við þingvallavatn,... kannski bara yfir eina nótt.. semi sofét... meina arnarsetur er enn ekki til... en ég ræði bara við Aðalstein um þetta... en eruði leikur í þetta?


elska ykkur ölll (sérstaklega þá sem mættu í útilegu) þið hin fyrigefið en svona er bara að mæta ekki...

kv Gúrks 4luv