Íbúar Stykkishólmar urðu ansi hissa þegar rúta full af sveittum lúðum birtist á planinu hjá
Grunnskóla Stykkishólmi sem er afar nýtt og ógeðfellt hús.
Geðspítalinn!
Þegar við komum inní skólann blasti við okkur eitt hvítasta svæði sem við höfðum séð, úr hópnum heyrðust stunur og einhver sagði “Díses, hvaða fokkíngs geðspítala erum við á ?”. Krúið mitt fann sér svo skólastofu og áhváðum að gera hana að vistarverum okkur yfir helgina.
Upphófst mikið vesen með vindsængur og pumpur en ekki fyrir mig, ofurskátann sjálfan enda tók ég með mér einangrunnardýnuna góðu. Eftir að hafa grafið hljóðfærin uppúr töskunum blöstuðum við smá arty tónlist á græunum og fórum svo niður í mat og fengum ofsoðið spagettí sem við hentum svo lúmsk í ruslið og hlupum útí Bónus.
Æfa lúður.
Eftir Bónus ferðina var okkur skutlað í æfingahúsnæðið en það var stór og mikill salur sem var frekar hár til lofts og án allrar dempunnar. Það fyrsta sem stjórnandinn okkar hann Kári sagði við okkur var ; jæja krakkar, nú hefðu eyrnatappar komið sér vel. Kári nefilega alltaf að hvetja okkur til að vera með eyrnatappa svo við skemmum ekki heyrnina,en enginn hlustar á hann. Við æfðum svo til hálf eitt um kvöldið án allra helstu vandræða en það bilaði bara einn saxafónn á æfingunni.
Nó kúr við'ðe krú.
Þegar við komum uppí skóla aftur áttum við að fara að sofa en krúið mitt góða fór ekki að lúra fyrr en um 3. Þegar ég var alveg að sofna varð mér hugsað til ykkar, ég hafði engan til að kúra með og var bara einust í heiminum,biturðin útí Lúðó 2000 kom fram.
Lúðra meira.
Klukkan átta á laugardagsmorgninum vorum við vakin og sagt að drífa okkur á fætur og borða, í morgunmat var kornfleks og svo var bara hlaupið á æfingu. Við æfðum til 1 með pásum, í hádegismat fengum við pasta og ég fékk sko að kynnast því að allir í Stykkishólmi flokka allan úrgang, lífrænn úrgangur, ó endurvinnanlegt, plast og svo framvegis.Síðan máttum við fara í sund og að sjálfsögðu skellti krúið sér í sund ásamt öðrum lúðum.
Busl og meira pasta.
Sundlaug Stykkishólmar er með voða stóra rennibraut og tvo heita potta,þegar við komum í laugina var búið að loka rennibrautinni vegna frosts, við vorum ekkert lítið ósátt með það og vældum voða mikið í sundlaugarverðinum en ekkert gekk. Svo við fórum bara og tönuðum í heita pottinum og fórum svo í sundkeppni þar sem einn til tveir bikiní toppar fuku upp eða niður.
Eftir sundið voru svo svona feik tónleikar þar sem mættu svona 10 manns, frekar vandræðalegt. Svo æfðum við bara til 7 og borðuðum síðan, PASTA í þriðjaskiptið í þessari blessuðu ferð okkar. Svo fengum við frí um kvöldið og fórum bara að horfa á myndir og spjalla og blasta tónlist eins og við gjörum ávallt og mér til mikillar gleði fékk ég sms frá Ragnheiðinni minni, og aftur braust biturðin út í mér og ég þráði að vera í útilegu með ykkur.
Æ kant ged nó kúr.
Ég sofnaði um 2 einhver staðar sem var ekki á minni dýnu og vaknaði svo um 3 og skreið oní minn poka og sá þá undarlega sjón sem ég bjóst ekki við að sjá í lúðasveittumbúðum ; strák og stelpu að kúra. Svo vaknaði ég um 7 leitið og lá ein og andvaka,án alls kúrs.
Upp birtir um síðir.
Klukkan hálf 9 var svo ræs og morgunmatur sem var að vísu ekki pasta. Eftir það var svo æfing og svo bara skundað heim á leið. Hólmafólkið kom og kvaddi okkur með tárin í augunum.Þegar ég kom heim sökkti ég mér í útilegu þunglyndið, en ég horfði fram á við og uppgvötaði að það var fundur daginn eftir svo ég reif mig uppúr þunglyndinu og svaf róleg þá nótt.
Takk fyrir ekki-útileguna mýsnar mínar
Hildur Birna.