Saturday, March 22, 2008

Páskar, fundur og útilega

Næstu helgi, þann 28.-30. mars er áætluð sveitarútilega í hinum stórglæsilega skála Þristi í eigu skf. Kópa. Þar sem enginn er fundurinn næsta mánudagskvöld verður útilegu-skipulagningar-áætlunar-fundur á miðvikudagskvöld (26. mars) kl. 20.00 í Ægisbúð. Sem fyrr er lágmarksþátttaka í útileguna til að verði farið. Átta stk. verða að skrá sig til leiks og er það gert með því að hringja í mig eða senda email.
Skráning stendur til miðnættis á miðvikukvöld.

Hlakka til að heyra í ykkur.

3 comments:

Anonymous said...

ég veit að allavega ég & snædís ætlum og örugglega hildur sko ;)

katliiiiiiiii

Anonymous said...

Ojjbara Kópar! ætli maður mæti ekki samt.
-Lauf

Anonymous said...

ég ætla að mæta :D en ég þarf að fara fyrr á sunnudeginum úr útilegunni af því að ég þarf að fara í fermingarveislu en ég mæti samt ! :D