Tuesday, December 18, 2007

SOVÉT

Miðvikudaginn 19. desember.
Húsið opnar kl. 20.00

Allir að koma með 1500,- kr. (16,5 Evrur) með sér til óskilgreindrar eyðslu enn sem komið er.
Katla kemur með vidjó-upptökuvél og handrit að stuttmynd sem verður tekin upp á SOVÉT.
Allir koma með uppáhalds bíómyndina sína í næturgláp, verður valið úr um kvöldið.

Katla heimtar að fá jólapakka þannig að allir þurfa að koma með jólapakka í óvissujólapakkaleikinn hennar. Andvirði pakkans á að vera um 500,- kr. (5,5 Evrur) og ekkert ljótt eða styttur (Sif!).

Nammi og gos leyfilegt samkvæmt reglu 4.1.1.3 í "Lögum og reglum skátafélagsins Ægisbúa um sælgæti og sykraða drykki". Vek athygli sérstaklega á grein 4.1.2. og undirgreinum, sem og grein 4.1.3. og undirgreinum í fyrrgreindum lögum. Hægt er að nálgast lagabálkin hér.

Útbúnaður:
Svefnpoki
Þægileg föt
Snyrtibudda.
Morgunmatur eða nenna að hlaupa úti bakarí um morguninn.

2 comments:

Anonymous said...

en..hvað með mat ? svona morgunmat þið skiljið ?

H.H. said...

morgunmatur er góð hugmynd