Wednesday, November 28, 2007

Lok afmælisársins og næsti fundur (3. des)

Lok afmælisársins.
Næsta sunnudag, þann 2. desember ætla skátar að ljúka 100 ára afmælisárinu. Ætlunin er að kveikja á 100 kyndlum í kringum styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Ég vil að þið mætið öll í skátabúning.
Mæting er kl. 19.10 við Landssímahúsið og við erum búinn kl. 20.00. Gjörið svo vel að láta mig vita hvort þið komist eða ekki.

Næsti fundur (3. des)
Laser Tag fundur, mæting kl. 19.30 í skátaheimili, stundvíslega.
Snædís sér um að panta og lætur sveitarforingja vita hvað kostar.
Heimir talar við föður sinn um að skutla okkur.
Kristín María talar við föður sinn um að skutla okkur.
Látið vita ef farið er að bregðast.

Monday, November 19, 2007

Kannski bara Spoons & Loons.

Ferðasaga sveitarútilegu ds. Arna.
Torgeirsstöðum 16-18. nóvember 2007

Upphafið
Föstudagurinn rann upp og pabbi keyrði mig á traktornum uppí heimili. Þegar ég þusti út úr traktornum hitti ég Laufey og við lölluðum niður stigann að skátaheimilinu þar sem ég rykkti í hurðarhúninn en viti menn, það var LÆST! Aðalsteinn var ekki kominn en Gúrka kom skömmu seinna og sagði að bílinn hans Adda hefði bilað og hann kæmi von bráðar. Fólkið fór að týnast inn og loks kom Addi.

Útilegan hófst þegar Addi rétti Laufey strætómiða, stærtókort og Ragnheiði sjúkrapúða. Við hin fengum bláfjalla gæslu vestin frægu, smelltum bakpokunum á bakið og röltum sem leið lá útí strætóskýli. Skyndilega gólar Snædís: “STRÆTÓ ER AÐ KOMAAAAA” og hljóp að strætó í gönguskónum og vestinu og við hin á eftir. Inn í strætó náðum við og mér til mikillar hrellingar var strákur úr skólanum í strætónum, frekar kjánalegt. En þar hófst það: Pólskí og Normaðurinn komust í gírinn og áttu eftir að vera í honum sem eftir lifði helgar.

Á Hlemmi gerðist nákvæmlega það sama og áður! Snædís hljóp á eftir stærtó og barði hann í spað þar til hann stoppaði. Það varð frekar mikið vesen með skiptimiðana sem endaði þannig að ég rétti manninum reiknigsnúmerið hennar mömmu. Við sátum svo í strætó og höguðum okkur illa þangað til að við fórum út úr strætó í Norðlingaholti við Heiðmörk. Þar hófst ferðalagið að alvöru.

Villur vega.
Við hringdum í Adda og hann sagði að við ættum að finna grænt kort í sjúkrapúðanum og eftir að hafa gert dauðaleit að GRÆNU korti fundum við HVÍTT kort og byrjuðum að labba eftir því.

Fyrst löbbuðum við í algjöra vitleysu. Svo sáum við ógeðslegan skóg og það vantaði bara skiltið:

ÓGEÐSLEGUR SKÓGUR
INN HÉR

Við löbbuðum þar inn og gengum á tré og drauga og yfir vinnusvæði fullt af girðingum. Engum datt í hug að þessar girðingarnar væru til að halda okkur í burtu, nei..girðingar eru til að klifra yfir.

Við römbuðum inn að einhverjum sumarbústað og þar var næstum keyrt yfir okkur. Í þetta skipti var það ekki beltin bjarga heldur vestin. Við spurðum til vegar og lögðum svo af stað en stuttu eftir þessar uppákomur beiluðu Kristín og Rakel.

Fórum fullt af vitleysum og römbuðum loksins á réttan veg sem við héldum lengi vel að væri vitlaus og vorum næstum því búin að snúa við. Þetta var ferkar strembið og mikið um taugaveiklun þegar bílar nálguðust. Lamið var í skilti og öskrað rétt áður en við vorum hálfnuð á leið okkar kom maður á gráum bíl og spurði hvar skógræktin væri um klukkan 10 um kvöld. Frekar spúkí.

Ég hef aldrei verið jafn ánægð og þegar Snædís öskraði: „VIÐ ERUM KOMIN!“ Við hálf hlupum, hálf veltumst niður innkeyrsluna og upp tröppurnar og inní skála. Þar var ekkert hlýrra en úti.
Skálinn var rafmagnslaus, vatnslaus og með arni og gashitara. Ég hljóp í fangið á Gúrku og lét hana nudda mig, svaka gott. Fengum síðan ömmu kaffi og hökkuðum það aldeilis í okkur. Hlustuðum á tónlist og sungum smá og fórum síðan að lúra. Með orðum Aðalsteins eftir tveggja klukkustunda svefnundirbúning: “Þið voruð eins og hundar sem ganga tvo, þrjá hringi í bælinu sínu áður en þeir leggjast niður”

Spoons and Loons auk Djöfulskeiðarinnar Holgóma
Eldhúsfólkið vaknaði klukkan 07:55 og rauk frammúr bólinu og vakti alla aðra í leiðinni. Þegar morgunmaturinn var til átum við og átum eins og geðbrjálæðingar ( Loons ). Klukkan tíu vildi Addi fara út að leika skógarhöggsmenn en við vorum ekkert séstaklega æst í það og tókum góðan klukkutíma í það að koma okkur út. Hlustuðum á Bögsí Malón og Aqua á meðan.

Þegar við vorum loksins komin út áttum við að taka okkur verkfæri í hönd og elta Aðalstein sem ég tel að hafi verið að reyna að myrða okkur með kuldanum. Við eltum hann samt eins og (ó)hlýðnir hundar. Skárum út skeiðar og hjuggum tré eins og sannir skógarhöggsmenn. Þegar hendurnar á Rakel voru að detta af var ég búin með skeiðina mína og tók Rakel með mér heim í skála. Á eftir okkur kom Kristín María og við krýndum okkur arinmeistarana. Við náðum að kveikja uppí arninum eftir aðeins of margar og áhættusamar tilraunir sem endaði með því að Kristín kveikti næstum því í höndum á sér. Á meðan ég og Kristín hömuðust við að kveikja uppí köldum skálanum var Rakel að deyja í sófanum og fólkið að týnast inn. Allir nema Ragnheiður, Addi og Gúrka. Þau snéru aftur með Djöfulskeiðina Holgóma sem er álagaskeið. Hver sá sem borðar með henni mun eignast holgóma frumburð. Ég og Ragnheiður borðuðum báðar með henni og nú er bara að bíða og sjá.

Hádegismaturinn hófst um hálfþrjú leitið. Stafasúpa ala Hildur og Laufey. Snorri kom í skálann um það leyti og þar með var mat helgarinnar borgað því Snorri er náttúrulega sá eini sem kann eitthvað að elda. Við þrættum um hvernig ís Addi ætti að kaupa yfir hádegismatnum og Katla heimtaði paprikuost því eftir mat fór Aðalsteinn að kaupa meira í matinn og ná í vatn.

Rakel, Ragnheiður og Kristín byrjuðu þá að sýna fimleika. Við fórum í mandarínu boðhlaup, spiluðum og hlógum. Síðan var haldin mikil nauðganna samkoma og Katla var í þetta skiptið fórnarlamb sogbletta frá ýmsum. Svo kom Addi með matinn og Snorri, ég, Gauti og Tóti elduðum matinn. Ég skar laukinn útaf ég er svo hardcore og það komu engin tár ! Meðan allir aðrir voru að deyja. Við borðuðum matinn og svo var kvöldvaka og eftir hana sofnaði ég eiginlega í sófanum.

Sunday Blues (eins og alltaf)
Ég vaknaði klukkan 6 í miklu sjokki. Ég vissi ekkert hvar ég var og afhverju ég var ekki í buxum. Ég komst svo að því að ég var í sófanum og klæddi mig í buxurnar og skreið uppí til Kristínar og Rakelar sem voru víst Bryndís og Snædís. Ég vaknaði svo aftur um áttaleitið við að Addi stóð yfir okkur í öllu sínu veldi með ljós og lýsti á okkur, ég sofnaði svo aftur. Svo klukkan hálf 11 vaknaði Snædís og eftir það vöknuðu allir. Þá fór ég í náttfötin og kíkti svo inn til Gúrku og Adda en þau nenntu ekki að sofa lengur þannig að þau fóru á fætur.

Á meðan Addi gerði morgunmatinn til gólaði ég um allt hús að ég væri svöng. Svo allt í einu labbaði maður með hund uppá pallinn á húsinu og svo hvarf hann. Við borðuðum svo morgunmat og ég borðaði 12 flatkökur með hangikjöti útafþví að það var mér og Laufey að kenna að það var til svo mikið af hangikjöti. Ég borðaði síðan slatta af þurrum skonsum með smjöri.

Eftir morgunmat var pakkað og stuttu síðar lögðum við af stað. Pabbi Kristínar kom og sótti Kristínu, Ragnheiði og Rakel. Við hin lögðum á stað og tókum einhvern göngustíg. Þegar við vorum búin að labba í svona hálfa mínótu heyrðist í Heimi: “Ég er þreyttur” og þegar við vorum búin að labba svona 1/8 sögðust Snædís, Bryndís og Katla ætla að labba alla leið heim í Vesturbæ. Við hin héldum áfram að labba með þær svoldið á undan okkur. Þegar við komum að strætóskýlinu voru þær þar að borða og sögðust síðan bara hafa sagt þetta til að þurfa ekki að bíða eftir okkur. Á leiðinni tókst okkur bara að styggja einn hest og syngja fullt. Tókum síðan 19 útá hlemm og þar skildust leiðir okkar.

Græni Páfuglinn stóð fyrir sínu að sjálfsögðu og borðaði eins og villimaður með vasahníf kleinu og kanilsnúð og gaf Búffa lítið eftir enda borðuðum við mat fyrir 26 þús kall í útilegunni. Ég, Gauti, Heimir og Laufey tókum ellefuna og þar var strákur úr skólanum mínum. Þegar ég kom heim tók ég mig til og sofnaði. Talaði svo við Laufey og spömmuðum út sms á alla og enginn kom í sund nema Bryndís. Í sundi hittum við Egil og eitthvað fólk sem hann var með. Ég kaffærði Bryndísi og við fórum í bannað að snerta botninn leik. Skunduðum svo heim og þar með var útilegan búinn.

Takk fyrir helgina krakkar :)

Hildur Birna, a.k.a. Svarta Hondan og Græni Páfuglinn.

Sveitarútilega var á Torgeirsstöðum í Heiðmörk.


Takk fyrir geggjað góða útilegu. Myndir frá mér komnar á vefinn og vonandi komið þið með myndir frá ykkur á næsta fundi til að dæla inn á vefinn.

Friday, November 16, 2007

Sveitarútilega um helgina.

Mæting 18.30 við skátaheimilið.

Gjörið svo vel að skrá ykkur á www.skati.is Það er ekki til of mikils mælst að þið gerið það og það hjálpar mér mjög mikið. Ekki vera svona mikilir slóðar þið sem eigið það eftir!

Svo er stóra málið. Hvert eruð þið að fara? Er einhver búinn að átti sig á því?

Friday, November 9, 2007

Sveitarútilega Arna.

Loksins komið verð á herlegheitin. Gjaldið í útileguna er 3.500,- kr eða um 40 evrur. Það er allt innifalið fyrir utan persónulegan útbúnað eins og dýna, svefnpoki og föt. Vinsamlegast skráið ykkur á www.skati.is í útileguna.

Allir eiga að vera með bakpoka undir útbúnaðinn sinn og verða því að gæta hófs í þyngslum. Það er ekki hægt að komast að skálanum með ferðatöskur á hjólum. Ef þið eigið ekki bakpoka þá verðið þið að redda ykkur slíkum, fá lánað hjá góðhjörtuðum ættingjum eða vinum. Jafnframt verða allir að koma með eigin skál og bolla.

Ítarlegur útbúnaðarlisti verður gefin út og dreift á næsta fundi.