Landnemamót - ritskoðuð ferðasaga rituð af Hildi Birnu.
Ferðabyrjun.
Ferðin byrjaði klukkan hálf 7 á föstudeginum þegar ég mætti útí Sundahöfn og hitti Laufey, síðan komu Bjarni, Gaui & Óli Björn svo fóru allir að týnast inn. Í heildina á ferðinni vorum við 13 sem sagt ég, Bryndís Silja, Laufey, Katla, Aldís, Elvar, Bjarni, Gaui, Óli Björn, Egill, Elínborg, Heiða & Alma.
Við tókum síðan ferjuna klukkan 7 og vorum með heilt tonn af farangri & ég get svo svarið það að báturinn hallaði af þunga okkar & farangurins. Ferðin tók hvað 7 mín. ? Við komum í land ( eyju ? ) og það fyrsta sem við sáum ( eða allavegana ég ) var Egill, hann öskraði á Elvar útaf einhverju með pítsuna sína, náði því ekki alveg en það er fínt.
Með stögum skal tjöldum tjalda.
Við komum og fundum tjaldsvæðið okkar og Elvar hinn illi BANNAÐI öllum að hjálpa okkur ( as in mér,Kötlu,Laufey & Bryndísi Silju ) að tjalda tjaldinu útaf við áttum að læra að gera það sjálfar. Við tjölduðum saman krumpuðu 600 vango tjaldinu á 20 mín og ég vil minna á það að það var 800 stöng í því þannig að það var frekar skakkt en eins og Laufey orðaði svo skemmtilega: "Þetta er allt Óla Birni að kenna."
Þegar við vorum búin að tjalda hittum við Brynju (Árbúar), Sædísi (Árbúar) & Þórunni (Segull) þær sváfu í rauðu tjaldi, Ragnheiður þú hefið fílað það. Við fífluðumst smá með þeim og fórum svo á þessa hrottalega leiðinlegu kvöldvöku/varðeld sem einhverjir eldri menn stjórnuðu. Sátum þarna í kringum eldinn með grasgrænku í buxum, héldum á söngbókunum og góluðum úr okkur lungun ahh svo kóZý, héldum svo heim á leið í tjaldbúð og fórum að sofa um 1-2 leitið.
Tanið vörkað.
Vorum vakin klukkan 8 á laugardagsmorgninum og um 9 stauluðust Egill, Óli Björn & Bjarni inní tjaldbúðina okkar þar sem þeir höfðu sofið einhverstaðar annars staðar. Egill líklega einhverstaðar með Bjarna og Óli í rauðatjaldinu hjá Brynju, Sædísi & Ásu.
Laufey okkar flaggaði fánanum ásamt einhverjum úr Vífli ( leiðréttið mig ef þetta er rangt ). Ægisbúar sprungu úr monti og stolti við það að sjá hana draga fánan tígurlega upp og nokkrir urðu ansi æstir (ekki svona ofvirkir æstir heldur á annan hátt æstir þið fattið) svo skunduðum við öll inní tjaldbúð í þennan svakalega hita og lögðumst út til að tana okkur.
Bjarni stakk af með Agli í fly fox þannig að við átum nammið hans Bjarna, ég vil minna á það að Gaui hin gamli stal því. Gaui hellti vatni inná mig og Danni Kópur kom í heimsókn. Gaui hellti meira vatni á mig. Við átum hádeigismat. Tönuðum endalaust. Skruppum svo í nokkrar heimsóknir og fengum nokkrar. Ipodinn minn dó svo hræðilegum batterís dauða.
Um 5, hálf 6 leitið fórum við Katla í fly fox afþví að Bjarni píntaði okkur í það á meðan að því stóð svaf Bryndís og Laufey var í Skáta Spa. Meeega stuð að mínu mati en Katla var ekki jafn ánægð afþví að það var einhver illur maður sem kippti í bandið hennar. Svo var fótbolta mót og liðið hjá okkar fólki brilleraði að sjálfsögðu. Svo urðu smá leiðindi en þau eru löguð núna. Borðuðum síðan smá kvöldmat og Egill hin illi klýndi ananasi í hárið á Bryndísi og greyið Bryndís hatar ananas.
Blundurinn.
Svo þegar ég,Bryndís, Katla & Laufey vorum komnar inní tjald klukkan 20:21 fékk Bryndís þá snilldar hugmynd að leggja okkur í 40 mín. Við stilltum klukkurnar á símunum okkar og settum þá í vasana og ég fröken snillingur slökkti síðan á klukkun minni (í svefni ) klukkan 9 þegar kvöldvakan átti að byrja.
Klukkan 10 vaknaði Bryndís og æpti upp yfir sig á okkur að vakna af því að við hefðum sofið yfir okkur. Við þustum allar uppí brekkuna þar sem kvöldvakan var og um leið og við vorum sestar heyrðist sagt: "Jæja, þetta er næstsíðasta lagið í kvöld." Meget tíbíst fyrir okkur að sofa yfir okkur en svona skeður fyrir besta fólk.
Eftir þessi tvö lög fórum við á bryggjuballið sem var geðveikt skemmtilegt. Fyrst dönsuðum við einhverja skrýtna dansa og Katla & Laufey dönsuðu saman og ég & Andrés ( Landemar ) dönsuðum saman. Svo var stjörnu polki og herrann hennar Brynju ( Árbúa ) skellti henni í jörðina og hún fékk bágt á fótinn og þurfti að fá umbúðir á fótinn. Greyið litli Árbúinn minn.
Svo var bara dansað. Ég, Katla & Bryndís reyndum að draga Gaua til að dansa en hann kom ekki og dansaði fyrr en þegar Sódóma kom, það var ágætt en hann dansaði bara útaf þetta var eina góða lagið hrmpf, snobbið í þér Guðjón Geir, þú ættir að skammast þín ! Svo klukkan kortér í 1 var ballið búið og þá var kyrð klukkan 1 svo eftir ballið var eitthvað kaffihús fyrir d.s. fólk og Katla og Laufey smigluðu sér inní það en ég og Bryndís fórum að lúra klukkan 2.
Næturbrölt.
Ég vaknaði svo klukkan 03:30 eða eitthvað álíka við að Katla og Laufey komu inn. Þegar ég vaknaði heyrðist í Kötlu : Helduru að ég kyrkist ef ég sef með húfuna svona ? ( Katla ég elska þig og mér er alveg sama um þetta. Þú ert snilld )
Svo fór ég aftur að lúra og klukkan 4 vaknaði ég við það að Laufey var að tala og Egill sat/lá klofvega yfir mér og var að reyna að vekja mig. Hann babblaði eitthvað um eitthvað sem ég náði ekkert hvað var. Hann yfirgaf svo tjaldið eftir að hafa náð að telja Bryndísi trú um það að klukkan væri átta og það væri komið ræs. Svo fór ég aftur að sofa eftir að hafa hugleitt það ansi vel að fara bara á fætur þar sem ég var ekkert þreytt. En svo sofnaði ég.
Sunday Blues.
Ég vaknaði klukkan 8 og fór framm í fortjald, fékk mér að borða, fór að tannbursta og klæddi mig svo. Þegar ég kom aftur eftir að hafa tannburstað var Laufey vöknuð. Svo vöknuðu allir nema Heiða, Landnemi, Jonni og Egill. Egill sagðist samt hafa vaknað við það að hafa heyrt okkur tala um sig.
Svo uppgvötuðum við að Bjarni Páll var horfinn. En í staðin fyrir hann hafði Rut sofið hjá Óla Birni. Ég, Aldís, Elvar og Laufey fórum svo að leita að Bjarna og Laufey opnaði eitthvað tjald og þorði ekki inn enn eins og hún orðaði svo skemmtilega: "Ég heyrði hann anda."
Svo fórum við og ætluðum að vekja sofandi liðið en nei það tókst ekki betur en það að Elvar og Aldís illa parið hentu mér á landneman og Jonna. Planið hans Elvars var víst að henda mér á Egil og Heiðu afþví að þau myndu fíla það. En það tókst ekkert mjög vel. Svo fórum við í fána en enginn Ægisbúi að hífa upp fána þá.
Svo þegar við komum aftur var sofandi fólkið vaknað. Svo fóru allir ægisbúarnir ( eða flestir ) að ná í Bjarna í tjaldið sem Laufey tjáði okkur að hún hefði heyrt Bjarna anda í. Og viti menn, þar var hann og með Ólöfu ( Hraunbúa ) og jújú þú veltir því kannski fyrir þér enn Ólöf er ’91 módel. Síðan tókum við niður tjöldin okkar, pökkuðum, fórum á mótsslit og löbbuðum svo með draslið niður á bryggju.
Brottför.
Svo fór Óli Björn að leita að símanum sínum og við sögðum honum að flýta sér en neinei það gerði hann ekki og missti af ferjunni þannig að við skildum hann bara eftir litla greyið. Við komum í land og ferjuðum allt af bátnum og fórum svo bara heim á leið.
Þau fóru flest í sund ( nema auðvitað Óli ) en ég er svo illa brunnin að ég mátti ekki fara í sund. Svo var skátabíó eftir það en ég og Bryndís misstum af strætó þannig að við fórum bara tvær í bíó.
Takk æðislega fyrir fínt mót
Ykkar einlæg Hildur Birna.
6 comments:
Hljómar alveg ágætlega skemmtileg útilega ;P En það var pottó ekki jafn gaman og hjá mér á Alþjóðleikunum :D haha...djókEn já flott feðrasaga hjá þér Hildur mín :)
djöfull eru þið leiiiim !
ÉG VIL KOMMENT !
heimm
jamm thetta hljomar gegt god utilega mer er farid ad leidast herna bara med moemmu og systur minni
en cya leiter eftir 28 daga
jolly cola
flott blogg og gaman að vera í því líka er að skánna á fætinum en þetta var geðveikt skemmtilegt... fyrir utan að brenna og fá sólstínk en flott blogg elskan
:):D<3
Landneminn hét Guðmundur, manstu það ekki hann var að reyna að ljúga að okkur að hann héti Kristinn eða eitthvað og væri ekki landnemi en hann var í landnema peysu sem stóð Guðmundur á.
Flott ferðasaga.
lv ya ;*
komst óli litli aftur heim ???
Post a Comment