Ferðasaga Viðeyjarsveitar.
Sæl öll.
Hef engan annan stað til að troða ferðasögu þannig að þessi miðill verður bara að njóta þess þó svo að ekki allir í Hvítu fjöðrinni séu í Viðeyjarsveit.
Þetta byrjaði svona. Hildur sagði: "Einu sinni var Hildur og hún faðmaði minkinn" og svo faðmaði hún Minkinn. Stuttu síðar komu þær auga á mig og ég náði ekki að forða mér og þetta venjulega helvítis káf í þeim hófst eina ferðina enn. Svo kom rútan.
Allir inn í rútu og rifust, hlógu og slógust. Ferðin var tíðindalaus austur, stöðvað í HurdíGurdí og nokkrir Strókarar verslaðir í Bónus. Loksins loksins komust allir á Úlfljótsvatn og eftir að hafa tekið farangur út úr rútunni þá hófst hin helgi siður Ægisbúa að hlaupa æpandi í hringi á Úlfljótsvatni. Voru þar Hildur og Minkurinn fremstar í flokki en Snorri ekki langt undan. Snædís sagði: "Bleh"
Við komust brátt að því að hælarnir á tjöldin voru í Reykjavík og var í snarhasti hringt í Guðjón Geir og hann látinn snúa við og sækja hælana. En þar sem veðrið var svo yndislegt þá var samt farið í það að tjalda.
Gullfiskaminni er einkenni allra skáta, þrátt fyrir að hafa tjaldað Vango 600 og 800 tíuþúsund sinnum og tjöldin er litakóðuð þá mistókst Ægisbúum enn og aftur að tjalda þessum tjöldum. Ég held að Ægisbúar haldi að það sé hægt að tjalda í gegnum nefið á sér vegna þess að þar eru fingurnir þegar verið er að tjalda. En þetta komst upp að lokum en með herkjum.
Leikir og spjall. Enduðum leikjasession á Chicken Baseball sem endaði á því að Egill þurfti að synda út á mitt Úlfljótsvatn til að sækja kvikindið. Djöfull varð það fyndið.
Er þetta Labrador? NEI
Er þetta Golden Retríver? NEI
Er þetta Beagle? NEI.
Er þetta Egill? JÁ.
Það var enginn sérstakur svefntími en sveitarfólinu var nóg boðið klukkan þrjú um nóttina og sendi alla í háttinn. Ræs var kl. 9 morguninn eftir og allir áttu að taka til þurr fött og handklæði. Venjulegt kvabb um að mega ekki blotna og "ég er algjör aumingi" byrjaði sem sveitarfólið lét sem vindu um eyru þjóta. Enginn vissi hvað væri í vændum og svipurinn á öllum á brúnni við Steingrímsstöð þegar ég sagði þeim að þeir sem vildu mættu stökkva af brúnni ofan í Sogið. Óborganlegt. Ha, í alvöru? Megum við stökkva? Er þetta ekki kalt? Er þetta ekki hættulegt?
Allt þetta og meira til. Flestir létu sig hafa það að stökkva og sáu ekki eftir því enda alveg geggjað stuð.
Eftir brúarstökk var haldið í tjaldbúð þar sem allir héldu áfram að láta eins og villimenn. Eftir hádegismat var farið í staðarverkefni og síðla dags sá sveitin um póstaumsjón á Ylfingamótinu. Nóg að gera.
Kvöldvaka var góð, sveitarfólið tók extreme closeups af öllum þegar þeir vissu ekki af. Frábærar myndir af fólki að góla og með tunguna úti. Eftir kvölvöku var haldið í tjaldbúð og teecup söngurinn hófst með tilheyrandi misþyrmingum á drykkjarmálum. Eftir þrjú korter af því þá var flestum farið að leiðast sá leikur og fórum við öll í Stoð þar sem Egill svindlaði alltaf. Eftir mikil hlaup var farið í staffadagskrá þar sem CTF var spilaður af hörku og Hemmi flaug á hausinn.
Rétt eftir af fyrstu menn skriðu blóðugir eftir CTF inn í tjaldbúð byrjaði að rigna all hressilega og voru allir komnir ofan í poka stuttu eftir það. Sveitarfólið svaf til 10 morguninn eftir en allir aðrir þurftu að stjórna dagskrárpóst á Ylfingamótinu. Sweet að vera sá sem er stærstu, frekastur og ljótastur.
Eftir hangs á póstum var hádegismatur, tiltekt í ljótustu tjaldbúð í heimi og svo brottför. Þetta var massaskemmtileg útilega með miklu magni af vatni út um allt, á öllum og tilheyrandi öskrum, blóti og hótunum.
Takk fyrir mig og myndir koma síðar.
4 comments:
hahahaha :D:D Frábær saga ;D
Let this teecup go around
like this way
mmmhmhmh (around it goes)
and that's the only way :D
gettu hver ég er 8)
ANONYMOUS !!
en Gúrka::
ég endurtek; Gúrka !
http://www.periloc.com/Coste_Perrier_uk.htm
myndir með frakklandshúsinu :D
vá þetta er ljúft hús maður
hlakka til að hitta þig í frakklandi
þetta hljomaði spennandi útilega eins og þær eru flestar en ég var bara syðst í Afriku að synda með höfrungum á meðan
ahh :) þetta var geðveikt gaman !
& hringja hlaupið & einu sinni var er beeest <3
& jújú,þetta með egil var pínu fyndið..samt ekki mjög,útaf hann er svo leim :D
ég vil 600 ! :D 800 búuuhúúuú
-ég vona að þið skiljið hvað þessi skrýtna meinar
takk fyrir æði útilegu allir sammen :D
Þessi útilega rokkaði feitt!
Hraði
Gáfur
Fegurð
Strókari
ooooog...
rúsínan í pylsu endanum!
Post a Comment