Allir í Viðeyjarsveit eiga að taka þátt í þessari samkeppni.
Bandalag íslenskra skáta mun tilnefna tvo af þátttakendum á alheimsmót skáta 2007 til að taka þátt í einstökum viðburði á Brownsea eyju. Að sjálfsögðu verður Viðeyjarsveit a.m.k. að eiga annan fulltrúan þarna, annað kemur ekki til greina.
Í tilefni þess að þann 1. ágúst verða liðin 100 ár frá fyrstu skátaútilegunni munu, þeir sem tilefndir verða til þátttöku, taka þátt í útilegu á eyjunni og sérstakri athöfn sem sjónvarpað verður um heimsbyggðina.
BÍS hefur ákveðið að efna til Brownsea samkeppni til að velja þátttakendur í þessum sögulega viðburði.
Samkeppnin er einföld:
- Senda þarf inn eina skrifaða síðu um afhverju þú átt að taka þátt í þessum viðburði
- Senda inn mynd
- Upplýsingar um skátaferil
Skilafrestur er til 29. júní kl. 16:00. Skila á inn öllum gögnum til Jóns Ingvars Bragasonar fræðslustjóra BÍS.
2 comments:
ómæ, ég veit ekkert hvað ég á að skrifa:/...mig langar samt geðveikt að fara
gefðu þér smá tíma og næði til að skrifa og þá kemur yfirleitt eitthvað.
Post a Comment