Sunday, May 6, 2007

flokksferðin


já ég hringdi í snorra í dag og kommst að því að þið fólkið ætluðuð á spiderman 3 í regnboganum kl 8. sem er ansi nett, en þið eruð þá er víst búið að aflýsa klifurferðinni sem Addi auglýsti fyrr.

já hef víst ekkert mikið að segja bara var að gera sjúklega flott góðverk um helgina, gisti hjá ömmu og var að hjálpa henni við að borða, klæða sig og fara upp í rúm og úr því aftur og svoleiðis verk, plús það ég fekk alltaf að fara í sundlaugina í garðinum.

en já sem sagt bíó kl 8 í Regnboganum, hittast þar tímanlega með pening fyrir mynd og kannski smá auka fyrir einhverju fitandi
ég veit ekki hvort ég kem með ykkur verð að læra, íslensku próf á miðvikudaginn en á morgun en stúdents próf í eðlis- og efnafræði jolly cola

annars sjáumst við 14 mai þegar ég verð búin í söguprófinu
kv fólkurinn sem kann allt í efnafræði en ekki eðlisfræði (allavega ekki ennþá

3 comments:

Anonymous said...

HOHOHO
hver er best og fór út í búð fyrir gúrku ?
(H)
sé ykkur kannski á mrg,langar eiginlega ekkert á þessa mynd og veit ekki hvort ég tími að eyða pening í hana.

Unknown said...

Býr amma þín í Vesturbæjarlauginni:') haha:P Er hún í alvöru með sundlaug í garðinum sínum:O :) ??
En Hildur! Þú kemur með á Spiderman 3 hvort sem þér líkar það betur eða verr :D ekki vera félagsskítur;)Þetta er pottó skemmtó myndó:);)Sé ykkur á morgun fólk:)

H.H. said...

ég að sjálfsögðu heimta að einhver í sveitinni skrifi góðan dóm um myndina til að klína á bloggið. legg til að það sé Hildur sem skrifi dóminn.