Pirates-útilegan 5-8. júní
Fyrst vil ég minna alla á að skrá sig í Pirates útileguna á http://www.skati.is/ ef þeir ætla sér að fara (eins og eitthvað annað sé í boði), það verður magnað stuð og fjör.
Eins og allir eiga að vita þá stóð til að áhugasamir gætu gengið hluta leiðarinnar á Úlfljótsvatn á fimmtudaginn. Í ljósi þess að mikill jarðskjálfti varð á svæðinu í gær var það samhljóma ákvörðun mín og fararstjóra Pirates að bjóða ekki upp á þessa göngu í þetta skipti. Andlegur þægindastuðull á göngusvæðinu er afar smár um þessar stundir og maður ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara að ganga þar yfir. Svo held ég líka að foreldrar ykkar myndu fá nett flog ef ég væri að tölta með ykkur yfir svæði í bullandi skjálftavirkni.
Á Úlfljótsvatni verður hins vegar massastuð, tanið vörkað, klifur og sig, bátarnir og vatnasafaríið. Hlakka mikið til að hitta ykkur öll og djamma eina feita Pirates- útilegu.