Thursday, March 27, 2008

Þristur um helgina.

Í gær var farið yfir nokkur atriði varðandi útilegu.
Útbúnaður í stuttu máli.
Nesti.
Fatnaður til göngu.
Svefnpoki og dýna.
Annað nauðynlegt.
Allir þurfa að hafa útbúnað í bakpoka.
Allir þurfa að koma tilbúnir til göngu.

Annað:
Hittumst kl. 20.00 við Shell á Vesturlandsvegi á föstudaginn og hittum 4-10 Kópa.
Kostar 1500,- kr. í útileguna (skálagjald).
Grill á staðnum fyrir laugardagskvöld.
Heimkoma á sunnudag verður víst mismunandi en 14.00-15.00 er nær lagi.

Upplýsingar um Þrist.
Upplýsingar um Móskarðshnúka.

Skráning fyrir utan AÞ og samgöngur:
Guðrún J (far AÞ)
Kristín María (vantar far)
Sigurborg Rakel (vantar far)
Laufey (far AÞ)
Snædís (vantar far)
Ragnheiður Freyja (vantar far)


Í dráttarvél sveitarfólsins eru tvö laus pláss núna.

Saturday, March 22, 2008

Páskar, fundur og útilega

Næstu helgi, þann 28.-30. mars er áætluð sveitarútilega í hinum stórglæsilega skála Þristi í eigu skf. Kópa. Þar sem enginn er fundurinn næsta mánudagskvöld verður útilegu-skipulagningar-áætlunar-fundur á miðvikudagskvöld (26. mars) kl. 20.00 í Ægisbúð. Sem fyrr er lágmarksþátttaka í útileguna til að verði farið. Átta stk. verða að skrá sig til leiks og er það gert með því að hringja í mig eða senda email.
Skráning stendur til miðnættis á miðvikukvöld.

Hlakka til að heyra í ykkur.

Friday, March 7, 2008

Hver hittir sveitarfólið?

Í hæfilegri fjarlægð mun þessi standa:



Þið fáið ákveðinn tíma til að smíða teygjubyssu, prófa og svo hitta í mark (sveitarfólið) með vatnsblöðru.


Ykkur til undirbúnings getið þið lært nokkra hnúta hér: http://www.realknots.com/

Gangi ykkur vel, lofa að hreyfa mig ekki.