Tuesday, December 25, 2007

Til hamingju með jólin.

Elskulegu vinir og skátar.

Gleðileg jól og kærar kveðjur til fjölskyldna ykkar. Vonandi hafið þið það gott um hátíðirnar. Hlakka til hitta ykkur aftur.

Kær kveðja,
Aðalsteinn Þorvaldsson

Sunday, December 23, 2007

Friday, December 21, 2007





Myndir úr SOVÉT.

Nokkrar myndir úr SOVÉT útilegunni. Gaman væri ef fleirri myndir færu inn á vefinn og svo þarf ég að fá kópíur frá öllum sem fara inn á Ægisbúavefinn. Þar eru myndir félagsins opinberlega geymdar.

En nóg af froðusnakki og beint í myndir frá SOVÉT.

Tuesday, December 18, 2007

SOVÉT

Miðvikudaginn 19. desember.
Húsið opnar kl. 20.00

Allir að koma með 1500,- kr. (16,5 Evrur) með sér til óskilgreindrar eyðslu enn sem komið er.
Katla kemur með vidjó-upptökuvél og handrit að stuttmynd sem verður tekin upp á SOVÉT.
Allir koma með uppáhalds bíómyndina sína í næturgláp, verður valið úr um kvöldið.

Katla heimtar að fá jólapakka þannig að allir þurfa að koma með jólapakka í óvissujólapakkaleikinn hennar. Andvirði pakkans á að vera um 500,- kr. (5,5 Evrur) og ekkert ljótt eða styttur (Sif!).

Nammi og gos leyfilegt samkvæmt reglu 4.1.1.3 í "Lögum og reglum skátafélagsins Ægisbúa um sælgæti og sykraða drykki". Vek athygli sérstaklega á grein 4.1.2. og undirgreinum, sem og grein 4.1.3. og undirgreinum í fyrrgreindum lögum. Hægt er að nálgast lagabálkin hér.

Útbúnaður:
Svefnpoki
Þægileg föt
Snyrtibudda.
Morgunmatur eða nenna að hlaupa úti bakarí um morguninn.


Thursday, December 13, 2007

Hjálparstarfið, aðstoð ykkar / SOVÉT

Á mánudaginn síðasta dróg ég upp eftirfarandi lista með dagsetningum og sjálfboðaliðum. Nánari tíma- og staðsetningar koma von bráðar. En ykkur til upplýsingar þá fer mataruthlutunin fram á sama stað og síðast. Klútur er skylda í þessu verkefni. Svo og að taka myndir.

Þriðjudaginn 18. des. (mæta e. hádegi ef ég man rétt)
Laufey
Sif
Snædís
Bryndís
Hildur
Kristín María
Guðrún J. fer fyrir hópnum.

Miðvikudagurinn 19. des.
Allir.

Fimmtudagurinn 20. des. (mæting e. hádegi)
Sif
Laufey
Snædís
Bryndís
Kristín María
Guðrún J. fer fyrir hópnum.

Föstudagurinn 14. des. fer eftir því hvað Guðrún J. getur gert.
Föstudagurinn 21. des. er ykkar ákvörðun.

Þið sem gátuð ekki svarað á mánudaginn síðasta eða eruð ekki á lista af einhverjum sökum getið vel tekið þátt ef þið hafið tíma. Hafið samband við Guðrúnu J.

SOVÉT
Mér skilst að Viðeyjarsveit ætli að halda SOVÉT-útilegu í heimilinu 28. desember. Egill, Bjarni o.fl. eru að skipuleggja þetta. Spurningin er því, viljið þið og er ástæða til að halda sér-SOVÉT þann 19. des.
19. des. er miðvikudagur og það þýðir að frístundaheimilið er í húsinu daginn eftir. Ergó, sofið í flokkaherbergjunum og þrifastuðullinn er mjög hár (ekki að hann væri lægri ef ekkert frístundaheimili bara meiri pressa). Ég hef þegar rætt við Bjarna Pál og hann er til í að hafa næturgæsluna að öllu óbreyttu.

Notið commentkerfið til að gefa álit og kosningu.

Kv. Sveitarfólið.

Wednesday, December 5, 2007

afmæli afmæli

hann á afmæli í dag
hann á afmæli í dag
hann á afmæli hann Addi
hann á afmæli í dag

hann er *hóst'* ára í dag
hann er *hóst* ára í dag
hann er *hóst* ára hann Addi
hann er *hóst* ára í dag

jeijjjj innilega til hamingju með daginn Addi minn og lika allir hinir 9 sem eiga afmæli í dag, bara aðeins of margir í dag

kv afmælisdagbókin

Sunday, December 2, 2007

Laser Tag á mánudagskvöld.

Fáum frábært verð í Laser Tag eða 750,- (ca. 8,3 Evrur) á mann. En það er mjög mikilvægt að allir mæti þar sem verðið miðar við 15 manns að leika. Laser Tag byrjar kl. 20.30 en mæting í skátaheimili er kl. 19.30.
Bannað að klikka og mæta ekki er ekki í boði.