Friday, September 28, 2007

Afar fagrir Ds. Ernir.



















Myndir sem maður nokkur að nafni Thomas Humery tók í sumar af nokkrum Ds. Örnum. Stundum er sagt að fegurðin komi innan frá en í þessu tilfelli er hún án vafa ytra byrðið.

Tuesday, September 18, 2007

Ds. Ernir fundur þann 17. sept.

Góður fundur í gærkvöldi.

Ræddum um hvað við ætlum að gera og mér finnst sveitin hafa tekið vel á þessu og sé setja sér flott og góð markmið í starfinu. Þakka fyrir það hvað allir eru áhugasamir um það að koma sem mest að starfinu með fullri þátttöku, hugmyndum og tillögum. Nokkrir fengu frekari verkefni við að kanna eitt og annað fyrir sveitina.
Við tökum fyrir dagsetningar á næsta fundi fyrir útilegur og annað.

Tókum fyrir skátalögin, afar skemmtileg keppni og það kom mér mest á óvart hvað sveitin er sleip í fræðunum. Á næsta fundi eiga allir að reyna að koma með reynslusögu, dæmisögu etc. um hvernig skátalögin hafa haft áhrif í lífi þeirra.
Við förum síðan í skátaheitið á næsta fundi, gaman þá.

Mikilvæg tilkynning. Fundir Ds. Arna verða kl. 20.00-21.30 frá og með næsta mánudegi.

Friday, September 14, 2007

Ds. Ernir: Breytingar á fundartíma á mánudögum?

Á síðasta fundi ræddi fámennur hópur úr ds. Örnum um að færa fundartímann á mánudögum um hálftíma. Byrja kl. 20.00 í stað 19.30 og hætta þá hálftíma síðar eða um 21.30.

Þetta þurfa foreldara að vera sáttir við og meðlimir sveitarinnar verða að átta sig á því að heimalærdómur verður að vera að mestu lokið áður en komið er á fund. Enginn fer að að læra klukkan tíu að kvöldi nema að lesa eitthvað smáræði einu sinni enn yfir. Þetta veit ég af eiginn reynslu.

Hugsið um þetta, við þurfum að ákveða þetta helst á næsta fundi. Sem byrjar kl. 19.30 eins og vanalega.

Kv. AÞ

Tuesday, September 11, 2007

Ds. Albatross fundur í kvöld.

Sæl öll.

Fundurinn í kvöld hefst klukkan 19.30. Engar veitingar en fullt af stuði.

Sjáumst í kvöld,
Sveitarfólin.

Friday, September 7, 2007

Fundur 10. september.

Næsta mánudag verður sérstakur fundur hjá okkur. Við bjóðum velkomin 8. bekk í dróttskátasveit. Við munum taka vel á móti þeim og gefa okkur smá tíma til að kynnast.

Mæta stundvíslega.
Búningaskylda.
Bros á vör.

Sjáumst.

Tuesday, September 4, 2007

Vídjó-fundur í gær.

Dagskrárvinna í gær var ómöguleg þar sem sveitarfólið var sérlega illa upplagt til að takast á við dagskrárvinnu með sveitinni. Þess í stað var horft á glæpó eða öllu heldur meistarastykkið Next með Nikulási Cage í hlutverki Frank Cadillac sem sér ávallt tvær mínútur fram í tímann. Í stuttu máli var þetta afar illa gerð mynd með engum söguþræði. 92 mínútur horfnar úr lífi okkar sem við fáum aldrei aftur. Takk fyrir Hollywood, það er mannaskítur í poka á leiðinni til ykkar.