Thursday, June 28, 2007

Team Súper Kisi rúlar.

Það er ljóst núna að Team Súper Kisi er besta teamið með 59% greiddra atkvæða.

Monday, June 25, 2007

Landnemamót - ritskoðuð ferðasaga rituð af Hildi Birnu.

Ferðabyrjun.
Ferðin byrjaði klukkan hálf 7 á föstudeginum þegar ég mætti útí Sundahöfn og hitti Laufey, síðan komu Bjarni, Gaui & Óli Björn svo fóru allir að týnast inn. Í heildina á ferðinni vorum við 13 sem sagt ég, Bryndís Silja, Laufey, Katla, Aldís, Elvar, Bjarni, Gaui, Óli Björn, Egill, Elínborg, Heiða & Alma.

Við tókum síðan ferjuna klukkan 7 og vorum með heilt tonn af farangri & ég get svo svarið það að báturinn hallaði af þunga okkar & farangurins. Ferðin tók hvað 7 mín. ? Við komum í land ( eyju ? ) og það fyrsta sem við sáum ( eða allavegana ég ) var Egill, hann öskraði á Elvar útaf einhverju með pítsuna sína, náði því ekki alveg en það er fínt.

Með stögum skal tjöldum tjalda.
Við komum og fundum tjaldsvæðið okkar og Elvar hinn illi BANNAÐI öllum að hjálpa okkur ( as in mér,Kötlu,Laufey & Bryndísi Silju ) að tjalda tjaldinu útaf við áttum að læra að gera það sjálfar. Við tjölduðum saman krumpuðu 600 vango tjaldinu á 20 mín og ég vil minna á það að það var 800 stöng í því þannig að það var frekar skakkt en eins og Laufey orðaði svo skemmtilega: "Þetta er allt Óla Birni að kenna."

Þegar við vorum búin að tjalda hittum við Brynju (Árbúar), Sædísi (Árbúar) & Þórunni (Segull) þær sváfu í rauðu tjaldi, Ragnheiður þú hefið fílað það. Við fífluðumst smá með þeim og fórum svo á þessa hrottalega leiðinlegu kvöldvöku/varðeld sem einhverjir eldri menn stjórnuðu. Sátum þarna í kringum eldinn með grasgrænku í buxum, héldum á söngbókunum og góluðum úr okkur lungun ahh svo kóZý, héldum svo heim á leið í tjaldbúð og fórum að sofa um 1-2 leitið.

Tanið vörkað.
Vorum vakin klukkan 8 á laugardagsmorgninum og um 9 stauluðust Egill, Óli Björn & Bjarni inní tjaldbúðina okkar þar sem þeir höfðu sofið einhverstaðar annars staðar. Egill líklega einhverstaðar með Bjarna og Óli í rauðatjaldinu hjá Brynju, Sædísi & Ásu.

Laufey okkar flaggaði fánanum ásamt einhverjum úr Vífli ( leiðréttið mig ef þetta er rangt ). Ægisbúar sprungu úr monti og stolti við það að sjá hana draga fánan tígurlega upp og nokkrir urðu ansi æstir (ekki svona ofvirkir æstir heldur á annan hátt æstir þið fattið) svo skunduðum við öll inní tjaldbúð í þennan svakalega hita og lögðumst út til að tana okkur.

Bjarni stakk af með Agli í fly fox þannig að við átum nammið hans Bjarna, ég vil minna á það að Gaui hin gamli stal því. Gaui hellti vatni inná mig og Danni Kópur kom í heimsókn. Gaui hellti meira vatni á mig. Við átum hádeigismat. Tönuðum endalaust. Skruppum svo í nokkrar heimsóknir og fengum nokkrar. Ipodinn minn dó svo hræðilegum batterís dauða.

Um 5, hálf 6 leitið fórum við Katla í fly fox afþví að Bjarni píntaði okkur í það á meðan að því stóð svaf Bryndís og Laufey var í Skáta Spa. Meeega stuð að mínu mati en Katla var ekki jafn ánægð afþví að það var einhver illur maður sem kippti í bandið hennar. Svo var fótbolta mót og liðið hjá okkar fólki brilleraði að sjálfsögðu. Svo urðu smá leiðindi en þau eru löguð núna. Borðuðum síðan smá kvöldmat og Egill hin illi klýndi ananasi í hárið á Bryndísi og greyið Bryndís hatar ananas.

Blundurinn.
Svo þegar ég,Bryndís, Katla & Laufey vorum komnar inní tjald klukkan 20:21 fékk Bryndís þá snilldar hugmynd að leggja okkur í 40 mín. Við stilltum klukkurnar á símunum okkar og settum þá í vasana og ég fröken snillingur slökkti síðan á klukkun minni (í svefni ) klukkan 9 þegar kvöldvakan átti að byrja.

Klukkan 10 vaknaði Bryndís og æpti upp yfir sig á okkur að vakna af því að við hefðum sofið yfir okkur. Við þustum allar uppí brekkuna þar sem kvöldvakan var og um leið og við vorum sestar heyrðist sagt: "Jæja, þetta er næstsíðasta lagið í kvöld." Meget tíbíst fyrir okkur að sofa yfir okkur en svona skeður fyrir besta fólk.

Eftir þessi tvö lög fórum við á bryggjuballið sem var geðveikt skemmtilegt. Fyrst dönsuðum við einhverja skrýtna dansa og Katla & Laufey dönsuðu saman og ég & Andrés ( Landemar ) dönsuðum saman. Svo var stjörnu polki og herrann hennar Brynju ( Árbúa ) skellti henni í jörðina og hún fékk bágt á fótinn og þurfti að fá umbúðir á fótinn. Greyið litli Árbúinn minn.

Svo var bara dansað. Ég, Katla & Bryndís reyndum að draga Gaua til að dansa en hann kom ekki og dansaði fyrr en þegar Sódóma kom, það var ágætt en hann dansaði bara útaf þetta var eina góða lagið hrmpf, snobbið í þér Guðjón Geir, þú ættir að skammast þín ! Svo klukkan kortér í 1 var ballið búið og þá var kyrð klukkan 1 svo eftir ballið var eitthvað kaffihús fyrir d.s. fólk og Katla og Laufey smigluðu sér inní það en ég og Bryndís fórum að lúra klukkan 2.

Næturbrölt.
Ég vaknaði svo klukkan 03:30 eða eitthvað álíka við að Katla og Laufey komu inn. Þegar ég vaknaði heyrðist í Kötlu : Helduru að ég kyrkist ef ég sef með húfuna svona ? ( Katla ég elska þig og mér er alveg sama um þetta. Þú ert snilld )

Svo fór ég aftur að lúra og klukkan 4 vaknaði ég við það að Laufey var að tala og Egill sat/lá klofvega yfir mér og var að reyna að vekja mig. Hann babblaði eitthvað um eitthvað sem ég náði ekkert hvað var. Hann yfirgaf svo tjaldið eftir að hafa náð að telja Bryndísi trú um það að klukkan væri átta og það væri komið ræs. Svo fór ég aftur að sofa eftir að hafa hugleitt það ansi vel að fara bara á fætur þar sem ég var ekkert þreytt. En svo sofnaði ég.

Sunday Blues.
Ég vaknaði klukkan 8 og fór framm í fortjald, fékk mér að borða, fór að tannbursta og klæddi mig svo. Þegar ég kom aftur eftir að hafa tannburstað var Laufey vöknuð. Svo vöknuðu allir nema Heiða, Landnemi, Jonni og Egill. Egill sagðist samt hafa vaknað við það að hafa heyrt okkur tala um sig.

Svo uppgvötuðum við að Bjarni Páll var horfinn. En í staðin fyrir hann hafði Rut sofið hjá Óla Birni. Ég, Aldís, Elvar og Laufey fórum svo að leita að Bjarna og Laufey opnaði eitthvað tjald og þorði ekki inn enn eins og hún orðaði svo skemmtilega: "Ég heyrði hann anda."

Svo fórum við og ætluðum að vekja sofandi liðið en nei það tókst ekki betur en það að Elvar og Aldís illa parið hentu mér á landneman og Jonna. Planið hans Elvars var víst að henda mér á Egil og Heiðu afþví að þau myndu fíla það. En það tókst ekkert mjög vel. Svo fórum við í fána en enginn Ægisbúi að hífa upp fána þá.

Svo þegar við komum aftur var sofandi fólkið vaknað. Svo fóru allir ægisbúarnir ( eða flestir ) að ná í Bjarna í tjaldið sem Laufey tjáði okkur að hún hefði heyrt Bjarna anda í. Og viti menn, þar var hann og með Ólöfu ( Hraunbúa ) og jújú þú veltir því kannski fyrir þér enn Ólöf er ’91 módel. Síðan tókum við niður tjöldin okkar, pökkuðum, fórum á mótsslit og löbbuðum svo með draslið niður á bryggju.

Brottför.
Svo fór Óli Björn að leita að símanum sínum og við sögðum honum að flýta sér en neinei það gerði hann ekki og missti af ferjunni þannig að við skildum hann bara eftir litla greyið. Við komum í land og ferjuðum allt af bátnum og fórum svo bara heim á leið.
Þau fóru flest í sund ( nema auðvitað Óli ) en ég er svo illa brunnin að ég mátti ekki fara í sund. Svo var skátabíó eftir það en ég og Bryndís misstum af strætó þannig að við fórum bara tvær í bíó.

Takk æðislega fyrir fínt mót

Ykkar einlæg Hildur Birna.

Thursday, June 21, 2007

Allir í Viðeyjarsveit eiga að taka þátt í þessari samkeppni.


Bandalag íslenskra skáta mun tilnefna tvo af þátttakendum á alheimsmót skáta 2007 til að taka þátt í einstökum viðburði á Brownsea eyju. Að sjálfsögðu verður Viðeyjarsveit a.m.k. að eiga annan fulltrúan þarna, annað kemur ekki til greina.
Í tilefni þess að þann 1. ágúst verða liðin 100 ár frá fyrstu skátaútilegunni munu, þeir sem tilefndir verða til þátttöku, taka þátt í útilegu á eyjunni og sérstakri athöfn sem sjónvarpað verður um heimsbyggðina.

BÍS hefur ákveðið að efna til Brownsea samkeppni til að velja þátttakendur í þessum sögulega viðburði.

Samkeppnin er einföld:
  • Senda þarf inn eina skrifaða síðu um afhverju þú átt að taka þátt í þessum viðburði

  • Senda inn mynd

  • Upplýsingar um skátaferil
Skilafrestur er til 29. júní kl. 16:00. Skila á inn öllum gögnum til Jóns Ingvars Bragasonar fræðslustjóra BÍS.

Tuesday, June 19, 2007

Grísaspil rokkar.


Fjárhættuspil fór fram á fundi í gær. Snædís og Katla fóru heim með pottinn eftir að hafa snúið snilldarlega á Ragnheiði og Sif. Lögreglan kom ekki.


Vinsælasta lagið í sveitinni er Ruby, ruby, ruby, aaaaaaa. Með algjörum yfirburðum.
Ný skoðanakönnun kominn inn.
Landnemamót verður skemmtilegt fyrst þið ætlið þangað. Linkur sminkur: www.landnemi.is

Sunday, June 17, 2007

17 júnz

jahá

ég fór til Swazilands á fimmtudaginn og gisti í sjúklega flottu húsi, get sýnt ykkur myndir þegar ég kem heim, en fann síðan sporðdreka á gluggatjaldinu hjá mér, gat síðan ekki sofið seinni nóttina þar af hræðslu, heldur ekki litli skátinn sem ég er að skapa hérna í afríku, en við fórum í alls konar dýragarða og sáum mjög mörg dýr, ljón og fíla þar á meðal, en sá ekki zebra eina sem er eftir, en í þessu húsi þarna voru þjónar, eða einn þjónn og kokkur, þeir elduðu kvöldmat og morgunmat handa okkur og svo voru aðrir sem voru í því að þrífa, en þjónninn var kolsvartur og var alltaf í svörtum jakkafötum, svo um kvöldið var svo dimmt og hann kom síðan labbandi úr myrkrinu og mér brá svo mikið að ég dó næstum, nei djók, en haha það var einhver strútur sem bara hékk fyrir utan húsið okkar að reyna að fá mat,

en síðan fórum við á annað hótel síðustu nóttina það var sjúklega flott, í hobbita stíl, en þar var nú ein engisspretta fyrir ofan rúmmið mitt, en við henntum henni bara út, þar var sjuklega flott landslag, og við töluðum við eihverja konu sem var að vinna en henni var svo kalt, það var 25 stiga hita, við sögðumst koma frá íslandi og þar væri í heitasta lagi 15-20 og hún var bara æjj er veturinn svona kaldur hjá ykkur, við bara nei þetta er einn heitasta mánuðurinn, hún fekk næstum sjokk en þetta var nú allt í lagi

þegar við komum aftur til maputo fórum við í einhvert party hjá íslenska sendiráðinu í mozambique, það var mjög spes, ég bara í náttfötunum, vissi ekkert af þessu boði, hélt bara að við myndum keyra allan daginn, en í þessu partyi voru helstu stjörnur afríku, einhver kona sem vildi ólm vera vinkona mín en þurfti svo að fara, en hún er víst einhver voða stjarna þarna, en svo var einhver voða ljótur gaur eitthvað voða að dansa við mig og ingibjörgu systur, en við vildum nú ekkert með hann hafa, en ingibjörg fekk nú númerið hjá einhverjum öðrum hljómsveita gæja sem er víst lika voða frægur, svo var aðalgæjinn í afríku nú til dags MC Rogers, mhm, hann var voða mikið að spjalla við okkur og hinir öfunduðu okkur mjög mikið, og haha ingibjörg lét hann hafa númerið sitt og hann ætlar að koma til íslands að halda tónleika, en ljóti gaurinn vildi endilega fá númerin okkar en við neituðum því,

en ég skal segja ykkur meira af þessu partyi þegar ég kem heim aftur

kv gúrka
ps ég sakna ykkar alveg svakalega og er að fá helling af flashbackum um ykkur en vá hvað mig langaði í útileguna, en ég er kominn með litínn ægisbúa, hann er að verða´9 ára í ár og kemur til íslands eftir 1 ár eða 3 ef þau akveða að vera lengur, en hann hefur mikinn áhuga á þessu og ég er buin að spjalla við hann og við fórum í semi útilegu þarna í swazilandi

Friday, June 15, 2007

Myndir á vefinn úr sveitarútilegu Viðeyjarsveitar.




Hæ hó.

Myndirnar komnar inn á vefinn, tjekk it át.

Svo væri gaman að fá myndir frá öðrum úr sveitinni til að setja á vefinn. Best að fá myndirnar á CD sem ég dæli af inn á netið.


Myndin er af Snædísi og Kötlu að stökkva af brúnni við Steingrímsstöð.

Monday, June 11, 2007

Ferðasaga Viðeyjarsveitar.

Sæl öll.

Hef engan annan stað til að troða ferðasögu þannig að þessi miðill verður bara að njóta þess þó svo að ekki allir í Hvítu fjöðrinni séu í Viðeyjarsveit.

Þetta byrjaði svona. Hildur sagði: "Einu sinni var Hildur og hún faðmaði minkinn" og svo faðmaði hún Minkinn. Stuttu síðar komu þær auga á mig og ég náði ekki að forða mér og þetta venjulega helvítis káf í þeim hófst eina ferðina enn. Svo kom rútan.

Allir inn í rútu og rifust, hlógu og slógust. Ferðin var tíðindalaus austur, stöðvað í HurdíGurdí og nokkrir Strókarar verslaðir í Bónus. Loksins loksins komust allir á Úlfljótsvatn og eftir að hafa tekið farangur út úr rútunni þá hófst hin helgi siður Ægisbúa að hlaupa æpandi í hringi á Úlfljótsvatni. Voru þar Hildur og Minkurinn fremstar í flokki en Snorri ekki langt undan. Snædís sagði: "Bleh"

Við komust brátt að því að hælarnir á tjöldin voru í Reykjavík og var í snarhasti hringt í Guðjón Geir og hann látinn snúa við og sækja hælana. En þar sem veðrið var svo yndislegt þá var samt farið í það að tjalda.

Gullfiskaminni er einkenni allra skáta, þrátt fyrir að hafa tjaldað Vango 600 og 800 tíuþúsund sinnum og tjöldin er litakóðuð þá mistókst Ægisbúum enn og aftur að tjalda þessum tjöldum. Ég held að Ægisbúar haldi að það sé hægt að tjalda í gegnum nefið á sér vegna þess að þar eru fingurnir þegar verið er að tjalda. En þetta komst upp að lokum en með herkjum.

Leikir og spjall. Enduðum leikjasession á Chicken Baseball sem endaði á því að Egill þurfti að synda út á mitt Úlfljótsvatn til að sækja kvikindið. Djöfull varð það fyndið.
Er þetta Labrador? NEI
Er þetta Golden Retríver? NEI
Er þetta Beagle? NEI.
Er þetta Egill? JÁ.

Það var enginn sérstakur svefntími en sveitarfólinu var nóg boðið klukkan þrjú um nóttina og sendi alla í háttinn. Ræs var kl. 9 morguninn eftir og allir áttu að taka til þurr fött og handklæði. Venjulegt kvabb um að mega ekki blotna og "ég er algjör aumingi" byrjaði sem sveitarfólið lét sem vindu um eyru þjóta. Enginn vissi hvað væri í vændum og svipurinn á öllum á brúnni við Steingrímsstöð þegar ég sagði þeim að þeir sem vildu mættu stökkva af brúnni ofan í Sogið. Óborganlegt. Ha, í alvöru? Megum við stökkva? Er þetta ekki kalt? Er þetta ekki hættulegt?
Allt þetta og meira til. Flestir létu sig hafa það að stökkva og sáu ekki eftir því enda alveg geggjað stuð.

Eftir brúarstökk var haldið í tjaldbúð þar sem allir héldu áfram að láta eins og villimenn. Eftir hádegismat var farið í staðarverkefni og síðla dags sá sveitin um póstaumsjón á Ylfingamótinu. Nóg að gera.

Kvöldvaka var góð, sveitarfólið tók extreme closeups af öllum þegar þeir vissu ekki af. Frábærar myndir af fólki að góla og með tunguna úti. Eftir kvölvöku var haldið í tjaldbúð og teecup söngurinn hófst með tilheyrandi misþyrmingum á drykkjarmálum. Eftir þrjú korter af því þá var flestum farið að leiðast sá leikur og fórum við öll í Stoð þar sem Egill svindlaði alltaf. Eftir mikil hlaup var farið í staffadagskrá þar sem CTF var spilaður af hörku og Hemmi flaug á hausinn.

Rétt eftir af fyrstu menn skriðu blóðugir eftir CTF inn í tjaldbúð byrjaði að rigna all hressilega og voru allir komnir ofan í poka stuttu eftir það. Sveitarfólið svaf til 10 morguninn eftir en allir aðrir þurftu að stjórna dagskrárpóst á Ylfingamótinu. Sweet að vera sá sem er stærstu, frekastur og ljótastur.

Eftir hangs á póstum var hádegismatur, tiltekt í ljótustu tjaldbúð í heimi og svo brottför. Þetta var massaskemmtileg útilega með miklu magni af vatni út um allt, á öllum og tilheyrandi öskrum, blóti og hótunum.

Takk fyrir mig og myndir koma síðar.

höfrungar


þá er maður búin að synda með höfrunugum en gátum ekki farið nálægt þeim þeir voru svo fáir saman, þetta voru bara mömmurnar og börnin, en til að fara þangað þurfti maður að keyra 100 km á svo lélegum vegi að það var ekki fyndið, það tók 3 tíma, en svo þurfti maður að taka ferjuna aftur heim, en vá hvað þetta svarta fólk er fallegt, ég sá hóp af litlum börnum og mig langaði bara að taka þau öll með heim og svo eru gaurarnir hérna bara og heitir, minn kæró hann Rama er samt ekki voðalega hávaxinn, við erum að tala um að hann sé 1,53 minni en ég, en stærðin skiptir ekki mali, ástin spyr ekki neins, vá hvað ég er djúp hérna eikkað, en hann er voða sætur og ég gæti sýnt ykkur mynd en ég bara kann ekki að setja hana inná,
hann er 20 ára og býr í tanzanníu og hann er ekki með AIDS og amma hans er ein af elstu konum í Afríku, ´hun er sko orðin 95 ára, það er mikið í þessari heimsálfu
en ég þar að fara að wörka tanið meira
hlakka til að sjá ykkur á jamboree, vá hvað ég er búin aðð segja þetta oft núna
en já
kv gúdrún said (lesið eins og sayid í lost)

Friday, June 8, 2007

afríka

þá er ég komin alla til afriku, í mosambík, maputo sem sagt 88 gráðum sunnar en ísland, sjúklega gaman en var nu samt í 15 tíma að fljúga hingað
fór í dag í ekta stráþorp eins og maður sér í bókum og þannig á einhverskonar hreppsfund og ríkisstjórnin var þarna öll og alles, við vorum sérstakir heiðursgestir og farið var með okkur að sýna okkur skólann og heilsugæsluna
tóku alir aðalkallarnir þarna i höndina á manni, allir alveg kolsvartie, fólk gerist bara ekki svartara, mitt markmið hérna er að verða eins og þeir
það er svo fyndið þeir eru með svona sérstakt handaband eins og í öllum myndunum og tala gegt skrýtið mál og við áttum eikkað að kynna okkur á þessum fundi, og við fengum á sitja á stólum, vá hinar konunar fengu ekki einu sinni að koma nálægt stólunum, svo tókum við myndir af þeim og sýndum síðan, þeir hafa aldrei séð sjálfan sig og sumir urðu bara hræddir en hinir fóru að skellihlægja
en já ætlaði nú bara að láta heyra í mér þar sem ég kommst í tölvu, en er að fara á morgun að synda með höfrungum, þarf að vakna ´kl hálf 5 eftir 6 tíma, þannig að skemmtið ykkur vel á þessu litla skeri mínu
góða nótt
kv gúdrún

Monday, June 4, 2007

Kominn í hnapphelduna.


Þetta tókst. Lína sagði já og ég líka. Er farinn í honeymoon til Reyðarfjarðar vegna þess að þar er sól. Kemst þar af leiðandi ekki á fund í kvöld en Guðjón Geir kemur og verður skemmtilegur, vona ég.

Sunday, June 3, 2007

bleller

sællt veri fólkið og til hamingju addi með gærdaginn,
já það var fínn dagur í gær allir eitthvað að gifta sig, skil ekkert í því, tvífarinn hans adda hélt utan um mig alla athöfnina (hjá pabba sko) ég var ekki sátt og ekki systur mínar heldur en núna eru þau gift, ekkert hægt að gera í því.
en já ætlaði að þakka þeim sem komu í bíó og út að borða, mjög gaman að geta kvatt ykkur,
sorry laufey ég hélt það væri mæting kl 12, það var það í upprunalega planinu.
já en ég er búin að vera á fullu að pakka fyrir alheimsmót og allt hitt, allt á fullu á allt og litið af fötum, en þarf samt að klára því við ætlum víst allar að vera með eins töskur og þarf að skipta um tösku núna, en annars hlakka ég bara til að sjá ykkur á jamboree í júlí, verð orðin massa brún og alles
en já hlakka til að sjá ykkur, á eftir að sakna ykkar mikið en mun þó hitta kötlu í frakklandi í júlí
bæbæ
kv. verðandi svertinginn