já ég fór í ensku próf á föstudagsmorguninn og þegar það var búið heyrði ég einhverja sjúklega leiðinlega tónlist berast frá hljómskálagarðinum, við sem vorum búin í prófinu undruðum okkur mjög á þessu og ákváðum að fara að tékka nú á þessu. Þá sáum við einhverja RISA stóra dúkku uppá þakinu á turnhúsinu þarna í hljómskálagarðinum, þarna var hellingur af fólki mætt að horfa á hana, en við vorum bara hey já, kúl eigum við að fara í strætó, já við ákváðum það, en þar sem að þau búa ekki í sömu átt og ég skildumst við og ég var að fara að tölta heim þegar Krístín María a.k.a. tetris potar í mig, ég bara hey kúl, fólk sem ég þekki, ég elti hana og sá alveg helling af hagaskólafólki sem ég þekkti og fór að elta það, þar á meðal voru Laufey, Tóti, Sif og Bryndís Silja. Við eltum þessa RISA dúkku langa leið og svo fór hún eitthvað að pissa fyrir utan dómkirkjuna og svo að leika sér á hlaupa hjóli og alveg svakaleg dúkka, samt frekar krípi, ég stóð ekki alveg á sama stundum þegar ég var fyrir framan hana, en við Kristín María skemmtum okkkur vel með að syngja með laginu. En svo var tíminn hennar búin og hún þurfti að mæta í leikfimi, ég elti hana upp í skóla til að hitta fleira fólk og heilsa upp á gamla kennara, en þeir voru samt flestir farnir í 10 bekkjar ferðina því að samræmduprófin voru bara að klárast á miðvikudaginn, en ég hitti nokkra og fekk frítt að borða og alles, hitti lika flesta litlu skátana mína. sjúklega gaman,
en ég var lika orðin sjúklega þreytt á leiðinni heim og hitti sem betur fer mömmu og lét hana skutla mér heim, þá fór mér nú að leiðast og hitti Aldísi Lika og fórum í rómantískan göngutúr um seltjarnarnesið áður en ég fór á massa deit, með sjúklega heitum gaur sem heitir Alex.
á leiðinni heim af deitinu labbaði ég frá strætóskýlinu og hitti þar hildi birnu sem á einmitt heima þarna við göngustíginn, þekkti hana langa leið af buxunum, sjuklega fyndið en já vildi bara fá útrás fyrir að blogga um þennan skemmtilega viðburð á föstudeginum.
annars segi ég bara til hamingju vinstri grænir og serbíska lessuhljómsveitin og sjáumst á mánudaginn (þá á ég bara 4 próf eftir, verð búin með söguna sem ég á að vera að lesa núna)
góða nótt