Thursday, May 31, 2007

planið

hey ok planið er komið
við ætlum í bíó á pirates 3 í smáranum kl 9 á föstudaginn og kannski fá okkur að borða fyrst þarna, sjúklega góð mynd, er sjálf að fara í annað sinn málið er bara að koma með pening þið ráðið hvort þið komið til að kveðja mig en ég met það mikið reynið bara að fá pening hjá móður ykkar eða föður og kannski far lika
hlakka til að sjá ykkur
kv manneskjunni sem leiðist
en náði öllum prófunum xD


Oj barasta, borða pasta.

Takk fyrir frábæra POLUW útilegu þið sem komuð. Mér fannst yndislegt að vera með ykkur við Úlfljótsvatn þrátt fyrir rok, kulda, ofsahita, sólsting og almenn furðulegheit ykkar. Ég verð fjarri góðu gamni á mánudaginn næsta, reyni að finna einhvern til að taka fundinn fyrir mig og tilkynni það á þessum vef.

Hvernig væri nú að einhver skellti saman einni ferðasögu til að setja inn á þetta blogg?

Tuesday, May 29, 2007

kveðjufundur


sjúklega góð útilega en svaf samt bara einhverja 9 tíma yfir allt dó lika um leið og ég kom heim, en já brann lika á vörunum, er með fkn ógeðslegar varir núna, ojj barasta, borða pasta, nei djók gamall brandari haha,
en já síðan er ég sko að fara 4 jún þarna á mánudaginn bara snemma um morguninn, en ég vil helst kveðja ykkur, ég kemmst nottla alls ekki 2 júní, djö....eigi þann dag, (ekki illa meint til þín addi) en já faðir minn er að fara að gera það sama og aðalsteinn, en það er víst voða mikið leyndarmál þannig að ef þið vitið ekki hvað aðalsteinn er að fara að gera þá vitið heldur ekki hvað pabbi er að gera haha feis, nei djók, en já síðan er 3 júni daginn eftir og þá ætla ég bara að vera að kveðja ástvini mína og svoleiðist þannig að pæling að hafa þetta fyrr eða eitthvað, þ.e. ef þið viljið kveðja mig, ég veit að þið eruð ekki búin í prófum fyrr en á föstudaginn en ég vil samt ná að kveðja ykkur einhvern veginn.
þið látið minns bara vita
oki
kv þreytta manneskjan gúrka

Wednesday, May 23, 2007


Tuesday, May 22, 2007

hildur birna

já litla hildur birnan okkar er komin heim frá landinu þar sem allir ungir markmenn dá. já ég var að spjalla við stúlkuna á msn þegar ég kommst að því að hún keypti hellings nammi úti og ætlar að koma með það í útileguna og gefa mér allt, nammi namm.
en já útilegan á eftir að verða úber massa góð og ég ætla að hlusta á bubbann minn allan tímann.
en já þegar ég var á mínum sokkabands árum þá voru alltaf árshátíðir hjá hvítu fjöðrinni og ég vildi nottla halda eina fyrir ykkur, ég spjallaði við hann aðalstein en hann vildi ekkert koma nálægt þessu, en ég er til í að halda eitthvað fyrir ykkur, er komin í sumarfrí, en fer síðan sko til Afríku 4 júni þannig að þetta verður að vera fyrr, en kemmst alls ekki 2 jún, er annars laus, þið verðið þá bara í snúru við mig. ok kúl.
sjáumst á pirates eða jafnvel fyrr esskurnar mínar
The roof is on fire
kv svala smellurinn

Monday, May 21, 2007

Pirates of Lake Uglywolf.

Næstu helgi verður POLUW og þá verður sko gaman. Allir í Hvítu fjöðrinni mæta með skólabækurnar til að lesa undir próf en nota vikuna fram að útilegu vel til að vera búinn með sem mest.

Skráning í útileguna er á netinu hérna. Ekki skrá ykkur í útilífsskólan samt, veljið Félagsmót Ægisbúa - POLUW. Ekki klikka á að skrá sig. Ef þið verðið ekki allann tímann þá skuluð þið taka það fram í athugasemdum.



POLUW rokkar feit, Hraubúamót sökkar.

Sunday, May 20, 2007

Skoðanakönnun lokið!

Nú eru komnar niðurstöður í skoðanakönnunni. Spurt var hvort Guðrún ætti að halda áfram að hitta Alex og meirihluti voru þeirrar skoðunar að Guðrún ætti ekkert með það að hitta Alex vegna þessa að þeir ættu hana eða 55% þeirra sem sögðu skoðun sína. Það voru 27% sem fannt þetta í lagi vegna þess að Alex er gegt heitur gaur. Ekki nema 18% töldu að sveitarforingi ætti að ráða þessu og eru þessar niðurstöður reiðarslag fyrir sveitarforingja þar sem hann taldi sveitina algjörlega svínbeigða undir vilja sinn. Ljóst er að sveitarforingi þarf að setja alla sveitina í Pavlovska skilyrðingarprógramið sitt sem samanstendur af legói og rafskautum.

En nú þegar búið er að skoða hug manna til Alex er rétt að komast að því hver gaurinn er vegna þess að sveitin að sjálfsögðu segir hug sinn algjörlega byggða á fordómum.

Þetta er Alex og hann er augljóslega í stjörnumerkinu Ljón. Hann hefur verið tilnefndur "Herra (nafn skóla fjarlægt til að vernda einkalíf Alex)" en hafði ekki sigur og hefur hann aðspurður sagt "ég hefði kannski ekki átt að nota ljónapósuna í milljónasta skiptið, soldið þreytt. Gaurinn sem vann er geðveikt ljótur og mútaði dómnefndinni."

Heppinn gaur að hafa nælt sér í Guðrúnu.

Tuesday, May 15, 2007

Hildur á leið til Ungverjalands.


Mikil grátur og gnístran tanna ríkir í herbúðum Hvítu fjaðrarinnar vegna þess að Hildur Birna fer af landi brott bráðlega. Hildur ætlar að eyða nokkrum dögum í Ungverjalandi og dáleiða ungverja með lúðrablæstri. Eftir sitjum við hin með sárt ennið og enga Hildur Birnu. Við söknum þín nú þegar og búumst við feitum nammipakka úr tollinum þegar þú kemur heim og mergjuðum ferðasögum. Knús og kossar frá Hvítu fjöðrinni.

Monday, May 14, 2007


Sunday, May 13, 2007

risa stór dúkka

já ég fór í ensku próf á föstudagsmorguninn og þegar það var búið heyrði ég einhverja sjúklega leiðinlega tónlist berast frá hljómskálagarðinum, við sem vorum búin í prófinu undruðum okkur mjög á þessu og ákváðum að fara að tékka nú á þessu. Þá sáum við einhverja RISA stóra dúkku uppá þakinu á turnhúsinu þarna í hljómskálagarðinum, þarna var hellingur af fólki mætt að horfa á hana, en við vorum bara hey já, kúl eigum við að fara í strætó, já við ákváðum það, en þar sem að þau búa ekki í sömu átt og ég skildumst við og ég var að fara að tölta heim þegar Krístín María a.k.a. tetris potar í mig, ég bara hey kúl, fólk sem ég þekki, ég elti hana og sá alveg helling af hagaskólafólki sem ég þekkti og fór að elta það, þar á meðal voru Laufey, Tóti, Sif og Bryndís Silja. Við eltum þessa RISA dúkku langa leið og svo fór hún eitthvað að pissa fyrir utan dómkirkjuna og svo að leika sér á hlaupa hjóli og alveg svakaleg dúkka, samt frekar krípi, ég stóð ekki alveg á sama stundum þegar ég var fyrir framan hana, en við Kristín María skemmtum okkkur vel með að syngja með laginu. En svo var tíminn hennar búin og hún þurfti að mæta í leikfimi, ég elti hana upp í skóla til að hitta fleira fólk og heilsa upp á gamla kennara, en þeir voru samt flestir farnir í 10 bekkjar ferðina því að samræmduprófin voru bara að klárast á miðvikudaginn, en ég hitti nokkra og fekk frítt að borða og alles, hitti lika flesta litlu skátana mína. sjúklega gaman,

en ég var lika orðin sjúklega þreytt á leiðinni heim og hitti sem betur fer mömmu og lét hana skutla mér heim, þá fór mér nú að leiðast og hitti Aldísi Lika og fórum í rómantískan göngutúr um seltjarnarnesið áður en ég fór á massa deit, með sjúklega heitum gaur sem heitir Alex.

á leiðinni heim af deitinu labbaði ég frá strætóskýlinu og hitti þar hildi birnu sem á einmitt heima þarna við göngustíginn, þekkti hana langa leið af buxunum, sjuklega fyndið en já vildi bara fá útrás fyrir að blogga um þennan skemmtilega viðburð á föstudeginum.

annars segi ég bara til hamingju vinstri grænir og serbíska lessuhljómsveitin og sjáumst á mánudaginn (þá á ég bara 4 próf eftir, verð búin með söguna sem ég á að vera að lesa núna)
góða nótt

Friday, May 11, 2007


Tuesday, May 8, 2007

Félagsráðsfundur fimmtudaginn 10. maí

Hér með er boðað til Félagsráðsfundar næsta fimmtudag (10. maí) kl. 18.00 í skátaheimilinu.

Fundarefni:
1. Undirbúningur fyrir sumarstarf
2. M 12 dagurinn
3. Félagsmót Úlfljótsvatni – POLUW
4. Ylfingamót
5. Afmælismót BÍS
6. Önnur mál

Hvíta fjaðraraldurinn og upp úr eru boðaðir á fundinn.

Koma svo, ekki vera félagsskítur, mæta á æsispennandi félagsráðsfund.

Skátakveðja. Stjórnin

Sunday, May 6, 2007

flokksferðin


já ég hringdi í snorra í dag og kommst að því að þið fólkið ætluðuð á spiderman 3 í regnboganum kl 8. sem er ansi nett, en þið eruð þá er víst búið að aflýsa klifurferðinni sem Addi auglýsti fyrr.

já hef víst ekkert mikið að segja bara var að gera sjúklega flott góðverk um helgina, gisti hjá ömmu og var að hjálpa henni við að borða, klæða sig og fara upp í rúm og úr því aftur og svoleiðis verk, plús það ég fekk alltaf að fara í sundlaugina í garðinum.

en já sem sagt bíó kl 8 í Regnboganum, hittast þar tímanlega með pening fyrir mynd og kannski smá auka fyrir einhverju fitandi
ég veit ekki hvort ég kem með ykkur verð að læra, íslensku próf á miðvikudaginn en á morgun en stúdents próf í eðlis- og efnafræði jolly cola

annars sjáumst við 14 mai þegar ég verð búin í söguprófinu
kv fólkurinn sem kann allt í efnafræði en ekki eðlisfræði (allavega ekki ennþá

Thursday, May 3, 2007

Bryndís Silja fyrst hvít fiðrunga til að skrá sig.


Fréttaritari blogs hvítu fjaðrarinnar fylgdist spenntur með í beinni á msn þegar Bryndís Silja Pálmadóttir var fyrst hvítfirðrunga til að skrá sig í Vinnuskólann. Bloggið óskar henni innilega til hamingju með þennan merka áfanga. Hún hefur núna lent í verðlaunapottinum sem dregið verður í lok hverrar viku fram í júní.

Heppnir þátttakendur gætu hreppt glæsileg verðlaun.

Skráning í vinnuskólann hafinn.

Skráning er hafin í vinnuskólanum.

Koma svo, skrá sig, það gerir það enginn fyrir þig.

Wednesday, May 2, 2007

sumt verður alltaf eins

heil og sæl
Fundurinn síðastliðinnmánuag var svo hljóðandi, ég, Elvar og Aldís Lika fórum með krakkana í skátakappleiki sem gekk svona ágætlega eftir hópum, en síðan ákváðu allir eftir þessa misheppnuðu tilraun að leysa þrautir að fara bra í fótbolta á kirkjutúninu.

Það fíluðu sig allir frábærlega þar eða allavega frá mínu sjónarhorni.

En eins og vanalega fóru allir að reyna að afklæða mig, jamm, og þetta skiptið var markmiðið að ná mér úr brókunum, en sem betur fer tókst það ekki,

En þess má til gamans geta að Aldís Líka felldi Elvar líka í öllum ærslaganginum og Egill og vinur hans Ólafur litli komu í heimsókn og spiluðu með oss, það voru svo mikil læti í okkur að allar skátasveitirnar í vesturbænum mættu á svæðið og tóku þátt í leiknum.

Að lokum segi ég bara gleðileg jól, því þau eru nú á næsta leyti. Minns ætlar núna að yfirgefa yður til að fara að verzla jólagjafirnar.

sjáumst hress á jólaballinu.
jólakveðja nýi ástsæli bloggari yðar teygju safnarinn

Flokksferðir 7. maí?

... og hvað? Ég hef ekki heyrt neitt í neinum sem veit eitthvað um hvað á að gera.

Flokksforingjar eiga að láta mig vita hvað á að gera þetta mánudagskvöld. Ég vil vita hvert þið ætlið að fara og hvað þið ætlið að gera.

Varðandi sig og klifur í Öskjuhlíðinni þá var það tilboð til þeirra sem hafa áhuga á slíku en það þarf að segja já takk ef flokkurinn vill síga og klifra. Ég ætla ekki að standa eins og álfur upp á hól að bíða eftir einhverjum.

Kv. sveitarfólið.