Monday, April 23, 2007

Myndir úr sveitarútilegunni og Köben.

Ég man ekki betur en það hafi verið hellingur af myndavélum í ferðinni. Hvernig væri að koma með myndirnar á fund svo að við getum hellt þeim inn á netið. Það er alltaf gaman að skoða tíu þúsund close-ups af Minknum og Hildi.

Köben.
Var frábær að sjálfsögðu og getið hvern ég hitti. Ég var ekki búinn að vera korter inni á matsölustað þegar Sif labbar þar inn. Ég gólaði að sjálfsögðu yfir allan veitingastaðinn: "Hæ Sif, ég er búinn að ljúga að öllum að við séum saman í Köben í rómantískri skemmtiferð." Hún gjörsamlega roðnaði niður úr gólfinu.
Ég var að éta úr hlaðborði á veitingastaðnum en eftir að Sif kom inn þá var ekkert eftir þannig að ég var lítið saddari en þegar ég kom inn. Svo borðaði Sig líka allan ís í Kaupmannahöfn. Tívolí er enn þá að brenna, kóleran er óstöðvandi, allar pulsur óætar eftir það sem Sif gerði og danska er opinberlega dautt mál eins og latína (sem var kannski greiði en danirnir eru geðveikt sárir).

Talaði bara íslensku alla ferðina, virkar frábærlega. Danir verða eins og hundaskítur í framan þegar maður talar við þá íslensku.

2 comments:

Unknown said...

Þú ert snilingur Addi :'D
Ég er með eina ósk til að fullkomna síðuna;
Viltu vinsamlegast breyta titlinum "hvíta fjörðin" í "Hvíta fjöðrin" og "kunnum ekkert getum allt" í "Kunnum ekkert, getum allt."
Ég vona að þessar óskir mínar verði uppfylltar sem fyrst.
Virðingafyllst

Ragnheiður Freyja *THE MINK*

H.H. said...

þakka þér kærlega fyrir ragnheiður fyrir falleg orð í minn garð. ég hef kosið að setja alla síðuna fram með lágstöfum vegna þess að mér þykir það flott. varðandi "kunnum ekkert getum allt" þá eru tæknileg kunnátta mín af svo skornum skammti að ég á í mestum erfiðleikum með að koma á almennilegu bili á milli þessara tveggja staðhæfinga þannig að þær standi saman en samt sér. á þann hátt þarf ég hvorki að setja punkt, kommu eða samtenginuna "en" á milli. þannig er málum háttað í dag. en hver veit nema að óskir þínar verði uppfylltar einhvern daginn.