Tuesday, April 24, 2007

Klikkað fólk.

Fundurinn í gær var fínn.... held ég. Seinustu fundi hef ég verið að spjalla við hvern og einn um starfið í sveitinni. Þetta gerist inn á Stjórn þannig að ég hafði lítil afskipti af fundinum sem átti að vera leikir undir stjórn hinna og þessa.

Nema hvað að eitthvað virðist hafa farið úr böndunum vegna þess að nokkrir meðlimir sveitarinnar réðust inn á Stjórn, gapandi eins og golþorskar og við það að líða út af af súrefnisleysi vegna hláturs. Svo kom ástæðan í ljós, brjóstahaldið af Guðrúnu hafði verið fjarlægt og nú átti að hampa veiðinni. Greinilega mikið fjör og brjóstahöld Guðrúnu hafa mikið aðdráttarafl.

Hvernig stelur maður annars brjóstahaldi af einhverjum sem er í því innanundir öðrum fötum?

2 comments:

Unknown said...

haha :) viltu að ég kenni þér hvernig maður tekur fólk úr brjóstahöldurum :')??
-sif

H.H. said...

nei takk. þakka samt tilboðið.
- aþ