Saturday, August 23, 2008

gúrkubústaðaferð

heil og sæl


hehe... nú er komið að síðustu arna útilegunni.. og er markmið okkar að gera hana sem eftirminnilegasta
ætlunin er aðfara í Þingvelli á Mjóanes... það er æðislegur staður... var alltaf þar sem krakki .. 
þar er margt að bralla og svona 
það er rúmpláss fyrir sirka 10 manns... en ég veit að stelpurnar eru tilbúnar að sofa fleiri en 2-3 í einu hjónarúmmi.. svo það ætti ekki að vera vesen... en kannski ágætt að vera með 2-3 dýnur ef þið fitnið í millitíðinni
annars er allt til taks.. og kannski gott ef þið tækjuð svefnpoka og kodda ... þar sem ekki er til nóg af þeim fyrir alla... nenni heldur ekki að taka þá öll rúmmfötin með í bæinn að þvo 
en foringjar fá afa og ömmu herbergi þar sem allt er á rúmmum
muna svo að koma með sundföt... heitur pottur á staðnum og sturta og alles.. ipod græjur og allt..
svo er kannski ágætt að sameinast um mynd til að glápa á ...dvd tæki og playstation 2 og allur munaður
svo verðiði að skrá ykkur hjá mér ... bara með sms.. sími 8565889 og svo ætlum við að sameinast í bíla...
ímynda mér að addi verði á bíl... verð ég liklega með honum þá um 5 sæti laus.. en þá þröngt...en látið vita ef þið lumið á stórum bílum og skemmtilegum foreldrum

en þangað til góða nótt... og gangið hægt um gleðinnar dyr á menningarnótt
gúrkz

Sunday, June 8, 2008

mér finnst rigningin góð

hæhæ


þetta er hundraðasta færslan sem er gerð á þessa síðu.. og er ég ánægð að eiga þann heiður að gera það

en eins og við vitum vorum við í útilegu um helgina sem var æðisleg... veðrir hið besta.. fyrir utan nokkra rigninga skúra en ég meina rigning hefur aldrei meitt neinn..
en ég samt komst ekki fyrr en á föstudeginum og var svo hepping að lenda einmitt á adda þegar hann var að leggja af stað austur og rétt fekk tíma til að komast heim úr vinnunni og pakka einhverju.. gleymdi samt svefnpoka, kodda og dýnu...en ég er svo mikill plögger að ég reddaði þessu á 10 mín..
 en þegar ég kom var einhver ruðnings fótbolti í gangi þar sem einungis strákar tóku þátt í byrjun ásamt mér..var plötuð með...
þá skein sól og allir voru ánægðir en engin dagsskrá
svo komu fleiri og kvöldmatur haldin eikkað sem kallað var dannakássa heyrðist mér .. bragðaðist bara vel ef þið spyrjið mig.. svo héldum við upp í ksú í kvöldvöku og skemmtu litir skátar öðrum með leikatriðum sem áttu víst að snúast um suður-ameríku... hefði ekki fattað það...en það var mjög ánægjulegt og svo var diskó ala gummi eftirá fyrir þá sem þoldu þennan hávaða...og var það sjúklega skemmtó.. síðan var bara farið í bólið og sofið kalt..

laugardagurinn byrjaði kalt en þó ekki með rigningu en fór svo að rigna rétt eftir morgunmat.. þegar haldið var í hin árlega leik capture of the flag niður við fossá... allir hundblautur en skemmtu sér konunglega... sérstaklega eftir að óli var tekin útaf...
hádegimaturinn var pulsur sem allir átu af bestu list eftir þennan leik og göngutúr þar sem hið skemmtilega skátaníðs lag var samið og annað álika skemmtó

svo var gert meira af þessu ársbundna eins og að gróðursetja tré... einhver 200 plöntur heyrði ég.. mjög umhverfisvænt af okkur finnst mér.. kaffi eftir  á og frjáls tími sem ég varði í að spila og reyna að þorna... gekk bara frekar vel..
en svo komst ég að því að það er gaman að blotna  og verða kalt og ég fór út í góða veðrið og fannst gegt gaman... tók það svo að mér ásamt adda að grilla hamborgarana sem þið átuð í kvöldmat... vel kryddaðir..eftir tók svo við önnur kvöldvaka þar sem komist var að því að árni beinteinn kunni ekki númerið hjá dóminós.. ágætt.. en hvar hafði snorri verið allan daginn var verkefnið ...svovar bara haldið heim eftir nokkra létta leiki í ksú og farið í bólið.. önnur köld nótt

sunnudagurinn hófst með rigningu og kulda og engum morgunmat fyrir mig.. hafði enga list .. svo var bara tiltekt og gummi brjál eins og vanalega...ágætt..rigningin í litlum skömmtum.. nokkkur blaut tjöld og brjál rok og nokkur næstum fokin tjöld en bjargast allt þegar gúrkan er á svæðinu .. en annars allir heilir í rútu og komust í bæinn og tóku dótið inn í heimili
svo ætluði víst eikkerjir í sund í vesturbæjar lauginni en hún hefur verið lokuð alla síðustu viku og ég ekki einu sinni með bikini svo ég fekk mér bara örlitla kríu en nokkrir fóru víst í nauthólsvikina í góða veðrinu sem kom í bæinn

en ég vil bara segja eitt að lokum...takk fyrir sjúka útilegu og lofum erni fyrir uppvaskið og danska bílalagið

endilega bætið við og setjið fimmtudaginn inn.. missti af honum.. en núna er móða farin út og ég ætla að skella mér í sturtu
elsk jú öll ogvið sjáusmt á mrg á fundi

kv gúrka hin besta

ps.. komin með nýtt símanúmer í sumar 6644194

Friday, May 30, 2008

Pirates-útilegan 5-8. júní

Fyrst vil ég minna alla á að skrá sig í Pirates útileguna á http://www.skati.is/ ef þeir ætla sér að fara (eins og eitthvað annað sé í boði), það verður magnað stuð og fjör.

Eins og allir eiga að vita þá stóð til að áhugasamir gætu gengið hluta leiðarinnar á Úlfljótsvatn á fimmtudaginn. Í ljósi þess að mikill jarðskjálfti varð á svæðinu í gær var það samhljóma ákvörðun mín og fararstjóra Pirates að bjóða ekki upp á þessa göngu í þetta skipti. Andlegur þægindastuðull á göngusvæðinu er afar smár um þessar stundir og maður ekkert sérstaklega spenntur fyrir því að fara að ganga þar yfir. Svo held ég líka að foreldrar ykkar myndu fá nett flog ef ég væri að tölta með ykkur yfir svæði í bullandi skjálftavirkni.

Á Úlfljótsvatni verður hins vegar massastuð, tanið vörkað, klifur og sig, bátarnir og vatnasafaríið. Hlakka mikið til að hitta ykkur öll og djamma eina feita Pirates- útilegu.

Tuesday, May 27, 2008

London, París, Róm. Voru orðin tóm...

... annað gildir þó um Amsterdam. En þangað stefnir okkar frábæra, yndislega, ástúðlega, hláturmilda, hjartahlýja, gjafmilda, fyndna, skemmtilega, aðdáunarverða, hæfileikaríka og uppáhalds Hildur Birnan okkar í Örnum. Góða ferð og ekki kaupa eða éta dóp í Amsterdam. Við hin látum okkur bara leiðast á meðan þú ert í burtu.

Ps. Hver kaupir blöðruna í partýið til að fagna því að Hil......

Thursday, May 15, 2008

17. maí - Fjölskyldudagur Stöðvar 2.

Sæl öll.

Ég geri ráð fyrir því að þið mætið öll í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn á laugardaginn næsta. Mæting er klukkan hálf níu um morgunin.

Dagurinn er gríðarlega mikilvægt í fjáröflunatækifæri fyrir skátafélagið og það er ekki spurning í mínum huga að allir eiga að mæta, annað er ekki í boði. Sumir geta verið í stuttan tíma og aðrir lengur en allar hendur verða að vera á staðnum.

Hlakka til að sjá ykkur. Ég verð Hvítbakurinn í blöðrutjaldinu og þarf góða og virka blöðru-apa með mér í lið.

Tuesday, May 6, 2008

SOVÉT-upplýsingar.

Kæru félagar.

Stórkostlegt og magnað SOVÉT framundan þann 11. maí í Ægisbúð. Húsið opnar klukkan 17.30 og stuttu síðar hefst eldamennska. Á matseðli eru mexíkanskar pönnukökur og fjölbreytt meðlæti, vinsamlegast hringja í Snorra ef þið ætlið að borða slíkt gómsæti. Þeir sem hafa sérþarfir í meðlæti eða jafnvel mat skulu redda sér sjálfir. Gjaldið fyrir matinn verður ekki meira 1000,- kr. og er þá innfalið matur, vatn eins og þú getur í þig látið, borðbúnaður, borð og stóll, m.ö.o. gjafaprís. Aðrir koma með 200,- kr. í nammi- og naslpúkkið. Næturvaktinn verður í höndum Bjarna Páls og Guðrúnar okkar dáða aðstoðarsveitarfóls. Önnur dagskrá kvöldsins verður glápa á vidjó, éta sælgæti, King Frog og öskra. Brottför verður seinasta lagi kl. 15.00 á mánudaginn en þó aldrei fyrr en búið er að taka alveg til og þrífa.

Útbúnaðarlisti:
Morgunmatur.
Svefnpoki.
Pening.
Ólöglegar nammibirgðir.
Náttarar.
Snyrtideild Hagkaupa.
Tyggjó vegna andfýlu.
Myndavélar.
Minnst 1 DVD-mynd, þætti, eitthvað skemmtilegt.
Gott skap.

Monday, May 5, 2008

SOVÉT-KYNNING

Kæru félagar.

Félagar Snorri, Hildur og Kristín munu kynna fyrir félögum SOVÉT ráðgerðir sínar á fundi í kvöld klukkan átta í Ægisbúð.

Lengi lifi SOVÉT.